Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 14:50 Stjórnlagadómstóll ógilti fyrri umferð forsetakosninga sem Calin Georgescu, óháður hægriöfgasinnaður frambjóðandi, vann í síðustu viku. AP/Vadim Ghirda Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. Mikil spenna ríkir í Rúmeníu eftir að stjórnlagadómstóll ógilti fyrstu umferð forsetakosninganna þar vegna áhrifaherferðar Rússa. Calin Georgescu, öfgahægrimaður sem er hallur undir stjórnvöld í Kreml, hlaut flest atkvæði og stefndi í að hann etti kappi við Elenu Lasconi í seinni umferð kosninganna. Mennirnir sem voru stöðvaðir á leið til höfuðborgarinnar um helgina eru sagðir hafa átt bókaða gistingu nærri Háskólatorginu þar og að fyrir þeim hafi vakað að trufla mótmæli gegn Georgescu. Á meðal þeirra var Horatiu Potra, fyrrverandi leiðtogi málaliðasveitar sem hefur starfað í Afríku, að sögn blaðsins Politico. Potra þessi var stöðvaður í Mercedez Benz bifreið en í henni fannst byssa, hnífur, ýmis önnur vopn og reiðufé í fimm gjaldmiðlum. Þá fannst á meðlimum hópsins listi með nöfnum stjórnmála- og blaðamanna sem átti að ógna. Lögmaður Potra segir hann hafa verið handtekinn vegna vopnalagabrota og undirróðurs. Hafnaði hann því að hann ynni fyrir Georgescu. Frambjóðandinn sjálfur sagðist kannast við Potra en fullyrti að þeir hefðu aldrei hist. Hann hefði sannarlega ekki boðað hann til Búkarestar til þess að hleypa upp mótmælum gegn sér. Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Mikil spenna ríkir í Rúmeníu eftir að stjórnlagadómstóll ógilti fyrstu umferð forsetakosninganna þar vegna áhrifaherferðar Rússa. Calin Georgescu, öfgahægrimaður sem er hallur undir stjórnvöld í Kreml, hlaut flest atkvæði og stefndi í að hann etti kappi við Elenu Lasconi í seinni umferð kosninganna. Mennirnir sem voru stöðvaðir á leið til höfuðborgarinnar um helgina eru sagðir hafa átt bókaða gistingu nærri Háskólatorginu þar og að fyrir þeim hafi vakað að trufla mótmæli gegn Georgescu. Á meðal þeirra var Horatiu Potra, fyrrverandi leiðtogi málaliðasveitar sem hefur starfað í Afríku, að sögn blaðsins Politico. Potra þessi var stöðvaður í Mercedez Benz bifreið en í henni fannst byssa, hnífur, ýmis önnur vopn og reiðufé í fimm gjaldmiðlum. Þá fannst á meðlimum hópsins listi með nöfnum stjórnmála- og blaðamanna sem átti að ógna. Lögmaður Potra segir hann hafa verið handtekinn vegna vopnalagabrota og undirróðurs. Hafnaði hann því að hann ynni fyrir Georgescu. Frambjóðandinn sjálfur sagðist kannast við Potra en fullyrti að þeir hefðu aldrei hist. Hann hefði sannarlega ekki boðað hann til Búkarestar til þess að hleypa upp mótmælum gegn sér.
Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52