Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar 9. desember 2024 13:02 Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp aukin lífsgæði fyrir marga, þá eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk, hóp sem situr gjarnan eftir þegar kemur að tæknilausnum og samfélagsþjónustu. Við fjölskyldan njótum þeirra forréttinda að hafa rými til að áttræður faðir minn geti búið með okkur. Í þeirri sambúð sé ég daglega hvernig hann, eins og margir í hans stöðu, á erfitt með að nýta sér stafrænar lausnir. Hann er hluti af fjölda fólks sem hefur ekki fengið tækifæri og tíma til að læra á tæknina, en er nú skikkað til að nota hana. Það er kominn tími til að við tökum utan um heldra fólkið okkar svo það geti nýtt sér þá þjónustu og þann stuðning sem það á rétt á. Mikilvægi tengingar við samfélagið Við megum ekki gleyma því að eldra fólkið okkar er auðlind í samfélaginu. Þetta er hópurinn sem byggði upp velferðar- og heilbrigðiskerfið sem við búum við í dag. Nálægðin á milli barna minna og pabba míns, sýnir mér hversu mikil jákvæð áhrif samvera þeirra hefur á hvort annað. Þessi tengsl eru gjöf sem við eigum að leggja áherslu á að efla og nýta. Aðgerðir til að bæta stöðu eldri borgara í stafrænni framtíð 1. Tæknilæsi og stuðningur: Námskeið og heimaþjónusta Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk er ekki í boði hjá mínu sveitarfélagi, Kópavogi, nema með óreglubundnum hætti í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það þarf að tryggja regluleg námskeið í tæknilæsi fyrir eldri borgara á landsvísu, bæði í félagsmiðstöðvum og sem hluta af heimaþjónustu, sérstaklega þegar sú krafa er gerð til þessa hóps að hann noti stafræna þjónustu. Margir sem búa enn heima sækja ekki félagsmiðstöðvar og vita ekki hvað stendur þar til boða. 2. Samfélagsleg tenging milli kynslóða Það hefur sýnt sig að samskipti milli kynslóða hafa gríðarlega jákvæð áhrif. Af hverju ekki að skipuleggja verkefni þar sem unglingar eða stúdentar koma í heimsókn til eldri borgara, annaðhvort í félagsmiðstöðvar eða heimili, til að kenna á tækni og aðstoða við hversdagsleg tæknileg vandamál? Þetta gæti verið sumarstarf, valnám eða sjálfboðavinna sem styrkir samfélagslega tengingu. 3. Jafnræðisreglan og réttur til menntunar alla ævi Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á hver einstaklingur rétt á menntun alla ævi. Þar af leiðandi ættu heldri borgarar að fá aðstoð til að læra á þessa nýju tækni, sérlega í ljósi þess að margt er orðið þeim óaðgengilegt nema í gegnum hana. Ef við veitum þessa þjónustu fyrir eldra fólk uppfyllum við þessa alþjóðlegu skyldu gagnvart okkar virðulegu eldri borgurum. Spurningar til stjórnvalda: Er boðið upp á markvissa tækniþjónustu fyrir eldra fólk á landsvísu? Er til staðar kerfi sem hjálpar þeim sem ekki skilja eða treysta sér til að nota þjónustu eins og island.is og heilsuvera.is? Eru nemendur á unglingastigi og í framhaldsskóla hvattir til að vinna eða læra með eldri borgurum, t.d. í formi sumarstarfa eða valnáms? Ef við ætlum að vera samfélag sem virðir jafnræði og tryggir lífsgæði fyrir alla, megum við ekki vanrækja þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Það er á ábyrgð okkar allra – jafnt sveitarfélaga, ríkis og einstaklinga – að gera stafræna framtíð aðgengilega fyrir eldra fólk og tryggja að það einangrist ekki í tæknivæddum heimi. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að allir hafi sömu tækifæri til að njóta samfélagsins. Því hvet ég sveitarfélög til að skoða þessi mál af alvöru og hefja vinnu við lausnir sem nýtast öllum aldurshópum, ekki síst þeim sem hafa byggt samfélagið okkar upp. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Stafræn þróun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp aukin lífsgæði fyrir marga, þá eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk, hóp sem situr gjarnan eftir þegar kemur að tæknilausnum og samfélagsþjónustu. Við fjölskyldan njótum þeirra forréttinda að hafa rými til að áttræður faðir minn geti búið með okkur. Í þeirri sambúð sé ég daglega hvernig hann, eins og margir í hans stöðu, á erfitt með að nýta sér stafrænar lausnir. Hann er hluti af fjölda fólks sem hefur ekki fengið tækifæri og tíma til að læra á tæknina, en er nú skikkað til að nota hana. Það er kominn tími til að við tökum utan um heldra fólkið okkar svo það geti nýtt sér þá þjónustu og þann stuðning sem það á rétt á. Mikilvægi tengingar við samfélagið Við megum ekki gleyma því að eldra fólkið okkar er auðlind í samfélaginu. Þetta er hópurinn sem byggði upp velferðar- og heilbrigðiskerfið sem við búum við í dag. Nálægðin á milli barna minna og pabba míns, sýnir mér hversu mikil jákvæð áhrif samvera þeirra hefur á hvort annað. Þessi tengsl eru gjöf sem við eigum að leggja áherslu á að efla og nýta. Aðgerðir til að bæta stöðu eldri borgara í stafrænni framtíð 1. Tæknilæsi og stuðningur: Námskeið og heimaþjónusta Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk er ekki í boði hjá mínu sveitarfélagi, Kópavogi, nema með óreglubundnum hætti í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það þarf að tryggja regluleg námskeið í tæknilæsi fyrir eldri borgara á landsvísu, bæði í félagsmiðstöðvum og sem hluta af heimaþjónustu, sérstaklega þegar sú krafa er gerð til þessa hóps að hann noti stafræna þjónustu. Margir sem búa enn heima sækja ekki félagsmiðstöðvar og vita ekki hvað stendur þar til boða. 2. Samfélagsleg tenging milli kynslóða Það hefur sýnt sig að samskipti milli kynslóða hafa gríðarlega jákvæð áhrif. Af hverju ekki að skipuleggja verkefni þar sem unglingar eða stúdentar koma í heimsókn til eldri borgara, annaðhvort í félagsmiðstöðvar eða heimili, til að kenna á tækni og aðstoða við hversdagsleg tæknileg vandamál? Þetta gæti verið sumarstarf, valnám eða sjálfboðavinna sem styrkir samfélagslega tengingu. 3. Jafnræðisreglan og réttur til menntunar alla ævi Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á hver einstaklingur rétt á menntun alla ævi. Þar af leiðandi ættu heldri borgarar að fá aðstoð til að læra á þessa nýju tækni, sérlega í ljósi þess að margt er orðið þeim óaðgengilegt nema í gegnum hana. Ef við veitum þessa þjónustu fyrir eldra fólk uppfyllum við þessa alþjóðlegu skyldu gagnvart okkar virðulegu eldri borgurum. Spurningar til stjórnvalda: Er boðið upp á markvissa tækniþjónustu fyrir eldra fólk á landsvísu? Er til staðar kerfi sem hjálpar þeim sem ekki skilja eða treysta sér til að nota þjónustu eins og island.is og heilsuvera.is? Eru nemendur á unglingastigi og í framhaldsskóla hvattir til að vinna eða læra með eldri borgurum, t.d. í formi sumarstarfa eða valnáms? Ef við ætlum að vera samfélag sem virðir jafnræði og tryggir lífsgæði fyrir alla, megum við ekki vanrækja þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Það er á ábyrgð okkar allra – jafnt sveitarfélaga, ríkis og einstaklinga – að gera stafræna framtíð aðgengilega fyrir eldra fólk og tryggja að það einangrist ekki í tæknivæddum heimi. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að allir hafi sömu tækifæri til að njóta samfélagsins. Því hvet ég sveitarfélög til að skoða þessi mál af alvöru og hefja vinnu við lausnir sem nýtast öllum aldurshópum, ekki síst þeim sem hafa byggt samfélagið okkar upp. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun