Innlent

Einn fluttur á slysa­deild eftir slys á Höfðabakkabrú

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vegfarandi sendi fréttastofu þessa mynd nú í morgunsárið.
Vegfarandi sendi fréttastofu þessa mynd nú í morgunsárið.

Einn var fluttur á slysadeild nú í morgunsárið þegar bílslys varð á Höfðabakkabrú í Reykjavík.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er óljóst um tildrög slyssins en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var um bílveltu að ræða. 

Slökkvliðið hafði heldur ekki upplýsingar um líðan þess slasaða. 

Fyrr um nóttina, eða um klukkan eitt varð tveggja bíla árekstur á Miklubraut. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en óljóst er hverstu mikið fólkið slasaðist eða hversu margir þurftu aðhlynningu. Að öðru leyti var nokkur erill í sjúkraflutningum í nótt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkra í umferðinni í gærkvöldi og nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum og þá voru einhverjir fluttir á slysadeild eftir umferðarslys í póstnúmerinu 108. Ekki er vitað um líðan þeirra.

Lögregla hafði einnig sérstakt eftirlit í gærkvöldi og nótt með lagningu ökutækja í borginni og eiga nokkrir von á sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×