Innlent

Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00. vísir

Sýrlandsstjórn hefur hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Forsetanum Bashar Assad hefur verið steypt af stóli og er sagður hafa yfirgefið landið og fangar hafa verið leystir úr haldi.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu eru á leiðinni að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum er búinn að sitja fastur í rúman sólarhring. Vonskuveður er víða og viðvaranir í gildi í nær öllum landshlutum.

Viðbúið er að hátt í tvö þúsund fjölskyldur þurfi að leita til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin. Við fjöllum um þörfina í fréttatímanum.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 8. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×