Sport

Dag­skráin í dag: Síðasti formúlukappaksturinn og þriðji þáttur Kanans

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lið McLaren er langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða. 
Lið McLaren er langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða.  Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images

Það er nóg um að velja á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2 þennan sunnudaginn. Lokakappakstur tímabilsins í Formúlu 1 fer fram, hörkuslagur í þýska handboltanum, allar helstu íþróttir vestanhafs og þriðji þáttur Kanans fer í loftið. 

Stöð 2 Sport

20:00 – Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem sýnd er á sunnudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Þriðji þáttur Kanans ber nafnið Valkyrjur.

Stöð 2 Sport 2

17:55 – Minnesota Vikings taka á móti Atlanta Falcons í NFL deildinni.

21:20 – Los Angeles Rams og Buffalo Bills eigast við í NFL deildinni.

Stöð 2 Sport 3

17:55 – NFL Red Zone: Scott Hanson sér um 7 klukkustunda útsendingu þar sem skipt er á milli leikja í NFL-deildinni og öll helstu snertimörk, tilþrif og önnur atvik sýnd um leið og þau gerast.

Stöð 2 Sport 4

20:30 – Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks mætast í NBA körfuboltadeildinni.

Vodafone Sport

12:30 – Formúla 1. Lokakappakstur tímabilsins fer fram í Abú Dabí og McLaren getur tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða.

16:55 – Fuchse Berlin og Magdeburg mætast í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla en Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn með þýsku meisturunum.

21:05 – Vancouver Canucks og Tampa Bay Lightning mætast á svellinu í NHL íshokkídeildinni.

00:05 – New Jersey Devils og Colorado Avalanche mætast á svellinu í NHL íshokkídeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×