Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2024 15:23 Eiður Gauti byrjaði vel í KR-búningnum og skoraði tvö hjá bræðrunum sem vörðu mark Aftureldingar. Þeir voru að spila sinn fyrsta leik saman eftir skiptin í Mosfellsbæ. Vísir/Samsett Tveir stórsigrar unnust í fyrstu leikjum Bose-bikarsins í fótbolta í dag. Víkingur og KR unnu sína leiki örugglega. Í Vesturbæ Reykjavíkur tók KR á móti Aftureldingu, sem verða nýliðar í Bestu deildinni í sumar. Mosfellingar blésu í herlúðra í gær þegar fjórir leikmenn voru kynntir til sögunnar, þar á meðal bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir. Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson, sem einnig gengu í raðir Mosfellinga í gær, voru ekki í byrjunarliði Aftureldingar. Þeir byrjuðu báðir leikinn við KR í dag en áttu í vandræðum. Hjá KR voru þónokkrir nýliðar í byrjunarliðinu; Halldór Snær Georgsson og Júlíus Júlíusson sem komu frá Fjölni, Vicente Valor sem kom frá ÍBV, Matthias Præst sem kom frá Fylki og Eiður Gauti Sæbjörnsson sem kom frá HK. Eiður Gauti skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir KR-inga en Stefán Árni Geirsson bætti öðru við fyrir hlé. KR-ingar bættu tveimur mörkum við eftir hlé þar sem Óðinn Bjarkason og hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, skoruðu sitthvort markið. KR vann leikinn örugglega 5-0. KR er þá með þrjú stig í riðli 1 í Bose-bikarnum en Fram er þriðja liðið í þeim riðli. Víkingur undirbýr sig þá fyrir hörkuleik við Djurgarden í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn kemur. Þeir mættu FH í Hafnarfirði og unnu öruggan 5-1 sigur. Fótbolti.net greinir frá því að Valdimar Þór Ingimundarson hafi skorað tvö marka Víkings. Erlingur Agnarsson, Tarik Ibrahimagic og Daði Berg Jónsson skoruðu eitt mark hver. Jón Guðni Fjóluson skoraði þá sjálfsmark, sem var mark FH-inga. Víkingur gerði jafntefli við HK í sínum fyrsta leik í keppninni en leikurinn var sá fyrsti hjá FH. Víkingur er þá með fjögur stig í riðli 2, HK eitt og FH án stiga. Íslenski boltinn Fótbolti KR Afturelding Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Í Vesturbæ Reykjavíkur tók KR á móti Aftureldingu, sem verða nýliðar í Bestu deildinni í sumar. Mosfellingar blésu í herlúðra í gær þegar fjórir leikmenn voru kynntir til sögunnar, þar á meðal bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir. Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson, sem einnig gengu í raðir Mosfellinga í gær, voru ekki í byrjunarliði Aftureldingar. Þeir byrjuðu báðir leikinn við KR í dag en áttu í vandræðum. Hjá KR voru þónokkrir nýliðar í byrjunarliðinu; Halldór Snær Georgsson og Júlíus Júlíusson sem komu frá Fjölni, Vicente Valor sem kom frá ÍBV, Matthias Præst sem kom frá Fylki og Eiður Gauti Sæbjörnsson sem kom frá HK. Eiður Gauti skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir KR-inga en Stefán Árni Geirsson bætti öðru við fyrir hlé. KR-ingar bættu tveimur mörkum við eftir hlé þar sem Óðinn Bjarkason og hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, skoruðu sitthvort markið. KR vann leikinn örugglega 5-0. KR er þá með þrjú stig í riðli 1 í Bose-bikarnum en Fram er þriðja liðið í þeim riðli. Víkingur undirbýr sig þá fyrir hörkuleik við Djurgarden í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn kemur. Þeir mættu FH í Hafnarfirði og unnu öruggan 5-1 sigur. Fótbolti.net greinir frá því að Valdimar Þór Ingimundarson hafi skorað tvö marka Víkings. Erlingur Agnarsson, Tarik Ibrahimagic og Daði Berg Jónsson skoruðu eitt mark hver. Jón Guðni Fjóluson skoraði þá sjálfsmark, sem var mark FH-inga. Víkingur gerði jafntefli við HK í sínum fyrsta leik í keppninni en leikurinn var sá fyrsti hjá FH. Víkingur er þá með fjögur stig í riðli 2, HK eitt og FH án stiga.
Íslenski boltinn Fótbolti KR Afturelding Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira