Innlent

Setið við stjórnar­myndun og stór­leik frestað

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00. vísir

Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu.

Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum þingið. Þúsundir mótmæla við þinghúsið.

Stórleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem átti að fara fram nú í hádeginu, hefur verið frestað vegna veðurs. Íslensk hjón sem gert höfðu sér ferð á leikinn deyja ekki ráðalaus og ætla að horfa á Manchester-liðin tapa í dag í staðinn.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 7. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×