Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2024 09:31 Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er. Við sem stöndum í stafni fyrir hinn nýstofnaða Lýðræðisflokk gerðum okkur fyllilega grein fyrir því snúna og krefjandi verkefni sem framundan var fyrir okkur. Kosningarnar bar brátt að en okkur tókst á mettíma að kalla til hugrakkt og framsækið fólk í öllum kjördæmum, fólk sem elskar land og þjóð og vill standa vörð um farsæld þjóðarinnar og sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu. Tíminn var of naumur en verkið er hafið og því verður haldið áfram. Brýnustu verkefni fyrir komandi ríkisstjórn er að vinna saman að farsælum lausnum þjóðinni til heilla. Hverjar eru þarfir þjóðarinnar? Hvað þarf til að bæta hag almennings? Hvernig líður fólkinu í landinu? Hvað þarf að gera til að fyrirtæki og einkaaðilar geti haldið áfram að byggja upp sína starfsemi? Hvernig ætla þingmenn að þjónusta almenning í landinu? Lausnir að þeim vanda sem nú steðjar að er að finna í samtölum, gagnrýnum spurningum og fjölbreyttum niðurstöðum. Þeir 63 þingmenn sem sitja munu á þingi á komandi kjörtímabili verða fyrst og fremst að þjóna þjóðinni með áherslur á þau gildi sem flokkur þeirra stendur fyrir. Nú reynir á hversu lausnamiðaðir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru og hvernig þeim mun ganga að efna þau fjölmörgu loforð sem sett voru fram í aðdraganda kosninganna. Við í Lýðræðisflokknum munum halda þingmönnum að verki og minna þau reglulega á fyrir hvern þau eru að vinna. Minnkuð samvera, vaxandi trúleysi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á einbeitingu barna, þolinmæði og þrautseigju. Ekki er einfalt að finna hver orsökin er því eflaust er mörgu um að kenna. Það sem er að öllum líkindum mesta breytan er aukin viðvera í snjalltækjum og því minnkuð samvera fjölskyldna og vina. Við þurfum öll að setja skýrar línu og mörk þegar kemur að þessum tækjum og þeim ósið að eyða dýrmætum stundum í þeim. Við í Lýðræðisflokknum erum ekki hlynnt boðum og bönnum sem koma frá stofnunum eða ríkinu því við viljum umræðu og vangaveltur frá borgurum landsins. Hvaða leiðir viljum við sjá sem henta bæði börnum og fullorðnum? Hversu lengi viljum við sofa á verðinum? Hvað viljum við gera til að snúa þessari þróun við? Hvað viljum við gera til að börnum okkar, unglingum, öryrkjum og öðrum sem minna mega sín líði betur á Íslandi? Þau svör eru hjá hverju og einu okkar og því þurfum við að tala saman innan fjölskyldna okkar, í skólanum, í vinnunni og heitu pottunum. Lausnin er hjá okkur, lausnin er í hjarta okkar. Í draumaheimi ætti að ræða hvert einasta brýna þjóðmál innan veggja heimilanna og á vinnustöðum til að við myndum setja okkur öll betur inn í málin til að vega og meta hvað við viljum sjálf fyrir okkur og börnin okkar. Hinn raunverulegi valdhafi í landinu ert þú. Ekki foreldrar þínir, maki þinn, vinnuveitandi, félagi og allra síst þingmenn, ráðuneyti eða ríkistjórn Íslands. Í lýðræðislegu samfélagi mátt þú og átt að tjá þína skoðun, þér ber skylda að standa vörð um gildi þín, trú og sannfæringu. Þú ert með vald til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Talaðu út frá þinni sannfæringu. Hafðu jákvæð áhrif á samferðafólk þitt og nærumhverfi. Það sem er áberandi í þjóðfélagi okkar og fer því miður vaxandi er trúleysi, minni samkennd, meiri einmanaleiki og aukin vanlíðan. Þessu þarf að snúa við og það er gert með opnum spurningum, samtölum, fræðslu og aukinni samveru. Við þráum öll að vera séð, heyrð og elskuð. Gefum okkur því tíma til að sinna ástvinum okkar og þeim sem minna mega sín. Besta leiðin til þess er að efla tengingu okkar við Guð og guðsneistann innra með okkur. Að þjálfa okkur í að sjá ljósið í öðrum, sjá Guð að verki í öðrum. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa bara á hylkið þ.e. líkamanna og persónuleikann. Leyfum ljósi okkar að skína skært. Höfundur er kennari og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er. Við sem stöndum í stafni fyrir hinn nýstofnaða Lýðræðisflokk gerðum okkur fyllilega grein fyrir því snúna og krefjandi verkefni sem framundan var fyrir okkur. Kosningarnar bar brátt að en okkur tókst á mettíma að kalla til hugrakkt og framsækið fólk í öllum kjördæmum, fólk sem elskar land og þjóð og vill standa vörð um farsæld þjóðarinnar og sjá jákvæðar breytingar í samfélaginu. Tíminn var of naumur en verkið er hafið og því verður haldið áfram. Brýnustu verkefni fyrir komandi ríkisstjórn er að vinna saman að farsælum lausnum þjóðinni til heilla. Hverjar eru þarfir þjóðarinnar? Hvað þarf til að bæta hag almennings? Hvernig líður fólkinu í landinu? Hvað þarf að gera til að fyrirtæki og einkaaðilar geti haldið áfram að byggja upp sína starfsemi? Hvernig ætla þingmenn að þjónusta almenning í landinu? Lausnir að þeim vanda sem nú steðjar að er að finna í samtölum, gagnrýnum spurningum og fjölbreyttum niðurstöðum. Þeir 63 þingmenn sem sitja munu á þingi á komandi kjörtímabili verða fyrst og fremst að þjóna þjóðinni með áherslur á þau gildi sem flokkur þeirra stendur fyrir. Nú reynir á hversu lausnamiðaðir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru og hvernig þeim mun ganga að efna þau fjölmörgu loforð sem sett voru fram í aðdraganda kosninganna. Við í Lýðræðisflokknum munum halda þingmönnum að verki og minna þau reglulega á fyrir hvern þau eru að vinna. Minnkuð samvera, vaxandi trúleysi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á einbeitingu barna, þolinmæði og þrautseigju. Ekki er einfalt að finna hver orsökin er því eflaust er mörgu um að kenna. Það sem er að öllum líkindum mesta breytan er aukin viðvera í snjalltækjum og því minnkuð samvera fjölskyldna og vina. Við þurfum öll að setja skýrar línu og mörk þegar kemur að þessum tækjum og þeim ósið að eyða dýrmætum stundum í þeim. Við í Lýðræðisflokknum erum ekki hlynnt boðum og bönnum sem koma frá stofnunum eða ríkinu því við viljum umræðu og vangaveltur frá borgurum landsins. Hvaða leiðir viljum við sjá sem henta bæði börnum og fullorðnum? Hversu lengi viljum við sofa á verðinum? Hvað viljum við gera til að snúa þessari þróun við? Hvað viljum við gera til að börnum okkar, unglingum, öryrkjum og öðrum sem minna mega sín líði betur á Íslandi? Þau svör eru hjá hverju og einu okkar og því þurfum við að tala saman innan fjölskyldna okkar, í skólanum, í vinnunni og heitu pottunum. Lausnin er hjá okkur, lausnin er í hjarta okkar. Í draumaheimi ætti að ræða hvert einasta brýna þjóðmál innan veggja heimilanna og á vinnustöðum til að við myndum setja okkur öll betur inn í málin til að vega og meta hvað við viljum sjálf fyrir okkur og börnin okkar. Hinn raunverulegi valdhafi í landinu ert þú. Ekki foreldrar þínir, maki þinn, vinnuveitandi, félagi og allra síst þingmenn, ráðuneyti eða ríkistjórn Íslands. Í lýðræðislegu samfélagi mátt þú og átt að tjá þína skoðun, þér ber skylda að standa vörð um gildi þín, trú og sannfæringu. Þú ert með vald til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Talaðu út frá þinni sannfæringu. Hafðu jákvæð áhrif á samferðafólk þitt og nærumhverfi. Það sem er áberandi í þjóðfélagi okkar og fer því miður vaxandi er trúleysi, minni samkennd, meiri einmanaleiki og aukin vanlíðan. Þessu þarf að snúa við og það er gert með opnum spurningum, samtölum, fræðslu og aukinni samveru. Við þráum öll að vera séð, heyrð og elskuð. Gefum okkur því tíma til að sinna ástvinum okkar og þeim sem minna mega sín. Besta leiðin til þess er að efla tengingu okkar við Guð og guðsneistann innra með okkur. Að þjálfa okkur í að sjá ljósið í öðrum, sjá Guð að verki í öðrum. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa bara á hylkið þ.e. líkamanna og persónuleikann. Leyfum ljósi okkar að skína skært. Höfundur er kennari og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun