Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 21:22 Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja. Magnús Hlynur Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segist hafa brugðið að sjá dönsk innflutt egg til sölu í verslunum hér á landi. Hann segir stöðu eggja á Íslandi óþarflega tæpa eins og er. Að sögn Stefáns Más Símonarsonar, framkvæmdastjóra Nesbúeggja, er nú genginn í garð stærsti neyslutími eggja hér á landi á neytendamarkaði. Viðvarandi eggjaskortur hefur verið á landinu allt árið. Stefán ræddi málið við Reykjavík síðdegis í dag. Tollar á innfluttum eggjum Hann segist ekki geta lagt mat á það hvort þörf hafi verið á þessum innflutningi á eggjum. „Auðvitað get ég ekki stjórnað því, það vorum ekki við sem fluttum þau inn. Það er fullkomlega leyfilegt en það eru vissulega tollar á þeim.“ Ekki er útlit fyrir að bót verði á eggjaskortinum hér á landi í bili en verslanir hafa óskað eftir undanþágu frá tollkvóta svo hægt sé að flytja inn nóg af eggjum fyrir jólabaksturinn. Fréttastofa fjallaði um málið í nóvember. Eldsvoði hafi áhrif í fimm mánuði Hann segir greinina alla vonast til þess að geta annað eftirspurn hér á landi fljótlega. „Í gamla daga voru nóvember og desember alltaf langstærstu mánuðir ársins. Svo með auknum fjölda ferðamanna hefur það nú breyst svo að heildarmarkaðurinn er stærri frá og með júlí og fram eftir hausti. Það eru þá hótel og veitingahús.“ Í nóvember kviknaði í varphúsi eggjabús Nesbús. Tjónið var gífurlegt en uppbygging á sambærilegu húsi kostar um 150 milljónir en ekki er búið að leggja mat á heildartjónið. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoðanum. Um er að ræða mikið áfall fyrir rekstur Nesbús. „Því miður þá lentum við í því óhappi og misstum eitt af varphúsunum okkar úr framleiðslu og misstum fuglinn sem í því var.“ Hefur það áhrif á framboðið núna á eggjum? „Ekki í augnablikinu nei, þetta voru unghænur sem voru ekki komnar í varp en hefðu núna seinni hluta desembers hefði farið að týnast eitthvað úr þeim í framhaldi af því hefði þetta farið að skipta máli. Við ætlum að reyna að hafa hraðar hendur og vera komin með nýtt hús í staðinn núna í vor. Þetta eru þá fimm mánuðir sem þetta hefur áhrif á okkur.“ Slökkvilið Dýraheilbrigði Vogar Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Að sögn Stefáns Más Símonarsonar, framkvæmdastjóra Nesbúeggja, er nú genginn í garð stærsti neyslutími eggja hér á landi á neytendamarkaði. Viðvarandi eggjaskortur hefur verið á landinu allt árið. Stefán ræddi málið við Reykjavík síðdegis í dag. Tollar á innfluttum eggjum Hann segist ekki geta lagt mat á það hvort þörf hafi verið á þessum innflutningi á eggjum. „Auðvitað get ég ekki stjórnað því, það vorum ekki við sem fluttum þau inn. Það er fullkomlega leyfilegt en það eru vissulega tollar á þeim.“ Ekki er útlit fyrir að bót verði á eggjaskortinum hér á landi í bili en verslanir hafa óskað eftir undanþágu frá tollkvóta svo hægt sé að flytja inn nóg af eggjum fyrir jólabaksturinn. Fréttastofa fjallaði um málið í nóvember. Eldsvoði hafi áhrif í fimm mánuði Hann segir greinina alla vonast til þess að geta annað eftirspurn hér á landi fljótlega. „Í gamla daga voru nóvember og desember alltaf langstærstu mánuðir ársins. Svo með auknum fjölda ferðamanna hefur það nú breyst svo að heildarmarkaðurinn er stærri frá og með júlí og fram eftir hausti. Það eru þá hótel og veitingahús.“ Í nóvember kviknaði í varphúsi eggjabús Nesbús. Tjónið var gífurlegt en uppbygging á sambærilegu húsi kostar um 150 milljónir en ekki er búið að leggja mat á heildartjónið. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoðanum. Um er að ræða mikið áfall fyrir rekstur Nesbús. „Því miður þá lentum við í því óhappi og misstum eitt af varphúsunum okkar úr framleiðslu og misstum fuglinn sem í því var.“ Hefur það áhrif á framboðið núna á eggjum? „Ekki í augnablikinu nei, þetta voru unghænur sem voru ekki komnar í varp en hefðu núna seinni hluta desembers hefði farið að týnast eitthvað úr þeim í framhaldi af því hefði þetta farið að skipta máli. Við ætlum að reyna að hafa hraðar hendur og vera komin með nýtt hús í staðinn núna í vor. Þetta eru þá fimm mánuðir sem þetta hefur áhrif á okkur.“
Slökkvilið Dýraheilbrigði Vogar Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira