Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 7. desember 2024 08:01 Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa mikla innsýn í íslensk stjórnmál. Þau ræddu yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður í Samtalinu á fimmtudag. Stöð 2/Einar Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. „Það er ljóst að þetta eru góð úrslit fyrir Samfylkinguna, dálítið gamla Samfylkingin komin aftur. Samfylkignin sem okkur dreymdi um þegar hún var stofnuð aldamótaárið 2000. Hún fékk góða kosningu 2003 og 2009 en þá var allt annað umhverfi í pólitíkinni og flokkurinn með 30 og 31 prósenta fylgi,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu á fimmtudag. Nú væri flokkurinn með um 20 prósenta fylgi en á árum áður hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið 40 prósenta flokkur. Ingibjörg Sólrún segir Samfylkinguna hafa fengið góða kosningu í breyttu pólitísku landslagi.Stöð 2/Einar „Núna er Sjálfstæðisflokkurinn með innan við tuttugu prósent og þetta eru auðvitað rosaleg tímamót. Landslagið er breytt. Vinstri græn eru að hverfa af þingi, Framsókn í sögulegu lágmarki, þannig að við erum í allt öðru pólitísku landslagi en við höfum verið í áður. En fyrir Samfylkinguna eru þetta góð úrslit,“ segir Ingibjörg Sólrún. Lengst af frá stofnun lýðveldisins náðu aðeins fjórir flokkar kjöri á Alþingi en á síðari árum var algengt að þeir væru fimm. Í kosningunum 2017 og 2021 náðu fulltrúar átta flokka kjöri en í kosningunum síðast liðinn laugardag náðu sex flokkar á þing. Þorsteinn Pálsson tekur undir með Ingibjörgu Sólrúnu um breytt pólitískt landslag eftir að bæði Vinstri græn og Píratar hafa fallið af þingi. „Það er nýtt mynstur. Þetta hefur verið að breytast á nokkrum árum. Það tekur flokkakerfi nokkurn tíma að breytast. Það gerðist á fyrri hluta síðustu aldar og það kerfi stóð í grófum dráttum fram að síðustu aldamótum. Síðan hafa orðið breytingar sem hafa fest sig í sessi við þessi kosningaúrslit,“ sagði Þorsteinn í Samtalinu. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag og hafa hingað til sagt að þær gangi vel. Sameiginlega hafa flokkarnir 36 þingmenn sem er ríflegur meirihluti en í fljótu bragði gæti margt sýnst ósamræmanlegt í stefnu flokkanna miðað við kosningaloforðin. Engu að síður telur Ingibjörg Sólrún möguleika á að flokkarnir finni sameiginlegan samnefnara. „Mér sýnist það já. Ég hef náttúrlega verið þeirrar skoðunar og finnst mjög ánægjulegt að sjá að Viðreisn og Samfylkingin eru að tala saman,“ segir hún. Þessir tveir flokkar væru á miðjunni í íslenskum stjórnmálum. „Annar sósíaldemókratískur og hinn frjálslyndur en ég held að það sé mjög stór samnefnari á milli þessarra tveggja flokka. Þannig að ég er mjög ánægð að sjá þetta gerast. Síðan er það Flokkur fólksins sem er dálítið nýr á sviðinu og gerði góða kosningu. Er flokkur sem höfðar svolítið í báðar áttir, bæði til hægri og vinstri þannig að það er spurning hversu stórt þetta sameiginlega mengi er.“ Ætti að vera auðvelt að finna málamiðlanir Flokkur fólksins væri á vissan hátt markaðassinnaður en einnig félagslega sinnaður. „Síðan er spurning hvernig spilast úr í þessum viðræðum og mér sýnist konurnar allar þrjár vera áhugasamar og áfram um að þetta gangi. Og þegar fólki er áfram um að eitthvað gangi er auðveldara að gera málamiðlanir eins og þarf að gera í öllum svona viðræðum,“ segir utanríkisráðherrann fyrrverandi. Sjálfstæðisflokkurinn, helsti andstæðingur Samfylkingarinnar, fullyrti ítrekað í kosningabaráttunni að hún boðaði ekkert annað en skattahækkanir. Viðreisn boðaði síðan að helst ætti að lækka skatta og Flokkur fólksins talaði fyrir breytingum sem myndu fela í sér stóraukin útgjöld ríkissjóðs. Heldur þú eins og Ingibjörg Sólrún að þessum flokkum takist að finna sameiginlegan samnefnara? Þorsteinn Pálsson segir augljóst eftir kosningaúrslitin að Viðreisn og Samfylkingin yrðu kjölfestan í nýrri ríkisstjórn.Stöð 2/Einar „Það er auðvitað ómögulegt að segja til um það en mér sýnist að það sé full alvara í þessu að hálfu þeirra allra þriggja,“ segir Þorsteinn. Þær tali allar um að ábyrg efnahagsstjórn verði þungamiðjan í þeirra samtölum og honum lítist vel á það. „Það lá held ég í augum uppi að Viðreisn og Samfylking mynduðu kjarna í nýrri ríkisstjórn. Með svona góðum úrslitum fyrir báða flokkana hlaut það að gerast. Fyrir kosningarnar talaði formaður Sjálfstæðisflokksins um Flokk fólksins sem álitlegan samstarfsflokk og ég held að það sé alveg það sama fyrir þessa tvo flokka. Þegar úrslitin lágu fyrir var Flokkur fólksins einnig álitlegur kostur fyrir þessa flokka,“ segir Þorsteinn. Staða þjóðarbúsins verri en fyrri stjórn lét í veðri vaka Aðalvandinn nú væri að staða þjóðarbúsins væri miklu verri en fráfarandi stjórnarflokkar hefðu látið í veðri vaka. „Það verður erfiðara að ná niður vöxtum og verðbólgu. Það er stöðnun í hagkerfinu. Það er enginn hagvöxtur,“ sagði Þorsteinn. Sérfræðingar fullyrtu að það yrði langhlaup að ná verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Íslendingar muni velkjast um í fjögurra prósenta raunvöxtum um nokkra hríð. Aðilar á markaði töluðu um að ríkið þyrfti að sækja allt að 700 milljarða inn á verðbréfamarkaðinn á næstu tveimur árum. Þorsteinn og Ingibjörg Sólrún eru sammála um að staða þjóðarbúsins sé verri en fráfarandi stjórn láti í veðri vaka.Stöð 2/Einar „Ég held að þessi mynd sé einfaldlega dekkri en fráfarandi ríkisstjórn hefur verið að láta í veðri vaka. Það skiptir miklu máli að segja þjóðinni satt um raunverulegt ástand í þjóðarbúskapnum,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Ríkið þarf að taka lán fyrir umframeyðslu eða halla á fjárlögum og síðasta fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar gerir ráð fyrir 70 milljarða króna halla á næsta ári. Viðvarandi halli á ríkissjóði þrýstir á verðbólguna. Ingibjörg Sólrún tekur undir með Þorsteini. „Þetta er erfiðari staða en menn hafa kannski viljað vera að láta og þetta verður vandasöm sigling hjá nýrri ríkisstjórn. Það eru mjög stór og erfið verkefni sem hún stendur andspænis. Hún getur ekki gert margt til að byrja með sem er til vinsælda fallið. Hún þarf í rauninni að taka dálítið fast á málum, geri ég ráð fyrir. En það er líka mikilvægt að gera það strax ef þetta verður að veruleika og hún hefur meðbyr,“ segir Ingibjörg Sólrún. Nauðsynlegt að taka umræðu um ESB aðild Mörg umdeild mál blasa við á hinu pólitíska sviði og má þar nefna auðlindamál og gjöld, hvort sem er til sjávar eða í orkumálum og endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar. Síðan eru það evrópumálin. „Mér hefur heyrst að það væri nokkuð góður samhljómur milli þessara flokka þegar kemur að aulindagjöldunum. Ég sé ekki að það eigi að vera vandamál. Svo verðum við bara að sjá hvernig verður með orkumálin. Hvernig flokkarnir vinna úr þeim. Ég ætla engu að spá um það en ég sé ekki að þarna séu nein stór vandamál á ferðinni og evrópumálin verða ekki leyst á einu kjörtímabili,“ segir Ingibjörg Sólrún. Flokkarnir verði fyrst og fremst að standa fyrir öflugri umræðu um evrópumálin. Þannig að það verði þekking og jarðvegur til að taka skynsamar ákvarðanir. „Því ég er þeirrar skoðunar að það sé varasamt, og við sáum það í brexit, að skella á þjóðaratkvæðagreiðslu hvort sem er um evruna eða önnur mál, nema fram fari góð umræða áður,“ segir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Það má greina áherslumun í málflutningi Þorsteins og Ingibjargar þegar kemur að áherslum um næstu skref í evrópumálum.Stöð 2/Einar Það er hins vegar stefna Viðreisnar að sem fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort taka eigi upp viðræðurnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Viðhorf Ingibjargar Sólrúnar eru í takti við það sem Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hefur sagt. Þá hefur Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagt að henni þyki sjálfsagt að fólkið í landinu fái að greiða atkvæði um sem flest stór mál. „Ég er alveg sammála Ingibjörgu í því að þetta er mál sem óhjákvæmilega þarf að taka í skrefum,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi boðið fram málamiðlun með því að byrja á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti viðræðunum við Evrópusambandið að nýju. Síðan yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlegan samning ef þjóðin þjóðin samþykkti að halda viðræðunum áfram. Þá þyrfti einnig að breyta stjórnarskránni. „En ég held held að það skipti mestu máli að hefja þetta ferli sem fyrst. Vegna þess að það hangir svo margt á spýtunni,“ segir Þorsteinn. Það væru mjög alvarleg kerfisleg vandamál í þjóðarbúskapnum. „Við verðum halda uppi gengi krónunnar með mjög umfangsmiklum gjaldeyrishöftum. Við erum með mestu gjaldeyrishöft í Evrópu til að halda uppi gengi krónunnar. Vextir verða að vera mun hærri hér en í grannlöndunum til að halda uppi gengi krónunnar. Það veldur ekki bara erfiðleikum hjá þeim sem þurfa að borga þessa vexti, það veldur líka miklu misrétti í samfélaginu," segir Þorsteinn og tekur dæmi af mismunandi kjörum alls almennings og fyrirtækja sem gera upp í evrum og eru á evrópskum lánamarkaði. Frysthúskonan og eigandinn búa við ólík kjör „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir. Það er tímaspursmál hversu lengi þjóðin þolir þessa mismunun. Þannig að ég held að það skipti mjög miklu máli fyrir stjórn sem vill tryggja varanlegan stöðugleika og meiri jöfnuð í samfélaginu að byrja þessa vegferð strax af því hún tekur tíma. Því lengur sem þessu er skotið á frest, því verra fyrir almenning og fyrirtækin í landinu,” segir Þorsteinn. Ingibjörg Sólrún og Þorsteinn telja bæði mikilvægt að fá umboð þjóðarinnar áður en aðildarviðræður hæfust aftur við Evrópusambandið.Stöð 2/Einar Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir þrýsting frá Samfylkingunni árið 2009 voru allt aðrar aðstæður í samfélaginu en nú. Bankakerfið var ný hrunið og samfélagið lék á reiðiskjálfi. Umsóknarferlið reyndist þeirri ríkisstjórn mjög erfitt þannig að það eru ákveðin víti til að varast. „Já, en vandinn var líka sá á þeim tíma að það var farið út í þær viðræður án þess að kanna hver þjóðarviljin væri. Það var heldur ekki stuðningur við málið á þingi og það var nú kannski vandamálið,” segir Ingibjörg Sólrún. Það er eiginlega óvinnandi vegur að ætla að fara út í viðræður við þær aðstæður.“ Mikilvægt að fá umboð frá þjóðinni Þorsteinn segir mikilvægt að þjóðin taki þessa ákvörðun. „Það sé alveg skýrt pólitískt umboð. Enginn veit hvað þjóðin segir og ég held að það sé alveg jafn mikill akkur í því fyrir andstæðinga Evrópusambandsins eins og stuðningsmenn aðildar að þjóðin segi til um það hvort halda eigi þessari umræðu áfram. Því enginn veit fyrirfram hvað þjóðin segir.“ „Vandinn er sá að það hefur ekki verið almennileg umræða um Evrópusambandið og hvað evrópusambandsaðild þýðir og felur í sér. Hún verður að fara fram áður en hægt er að setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu en það er auðvitað tími til að gera það,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Þorsteinn sagðist hafa á tilfinningunni að margir vildu skjóta málinu á frest. „Það þarf ekki mjög langan tíma til að taka þessa ákvörðun um hvort við eigum að ljúka viðræðunum. Af því að meginumræðan, hin efnislega umræða, fer fram þegar við berum hugsanlegan aðildarsamning undir þjóðina. Þá fer meginumræðan fram. Við getum alveg sett þjóðaratkvæðagreiðsluna af stað tiltölulega fljótt og tekið svo áframhaldandi umræðu um efnisatriðin á þessum tíma á meðan verið er að ganga frá samningum sem síðan yrðu aftur bornir undir þjóðina,“ sagði forsætisráðherrann fyrrverandi í Samtalinu. Þor til að taka á ágreiningsefnum Íslenskri umræðu hættir til að fara mjög fljótt í harðan skotgrafarhernað. Hvernig sjáið þið þetta ferli fyrir ykkur án þess að hér verði gríðarleg átök innan þings og utan sem taki mikla orku? Á súritinu hér fyrir ofan má sjá úrslit alþingiskosninganna hinn 30. nóvember. „Ef við ætlum að láta það hindra okkur í að takast á við stór mál að það er ágreiningur í þjóðfélaginu, þá gerum við aldrei neitt,“ segir Þorsteinn. Það væri ágreiningur um flesta hluti og þess vegna væru til margir stjórnmálaflokkar. Íslendingar hefðu aldrei gengið Atlantshafsbandalagið, EFTA eða Evrópska efnahagssvæðið (EES) ef ágreiningur hefði fælt menn frá því að taka ákvarðanir. „Við verðum að taka á ágreiningsefnum. Þau eru fyrir og þá þurfum við að ræða þau og taka ákvörðun. Annað hvort að halda áfram eða setja málið á bakvið okkur og hætta umræðunni,“ segir Þorsteinn. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að mótað verði ferli fyrir umræðuna. „Það sem er svo slæmt hérna er að það er alltaf eins og við séum að byrja á byrjunarreit. Við erum alltaf að taka umræðuna upp aftur og aftur. Hvort sem það er staðsetning Landsspítalans, Borgarlína, Evrópusambandið, virkjanamál eða hvað það er. Við þurfum að búa til eitthvað ferli fyrir þetta sem menn sætta sig svo við þegar kemur einhver niðurstaða. Þá er hún fengin og halda áfram þaðan,“ segir Ingibjörg Sólrún. Innrás fiskiskipaflota ESB væri ímynduð Grýla En hvernig skýrir Þorsteinn einarða andstöðu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur litið á sig sem málsvara atvinnulífsins, við aðildina að Evrópusambandinu? Er það þannig að atvinnulífinu í heild finnst ógn af því að Ísland fari í Evrópusambandið og hagsmunir þess verði fyrir borð bornir? „Þvert á móti held ég. Það yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið. Myndi gefa sjávarútveginum aukin tækifæri, aukinn markaðsaðgang. Myndi styrkja byggðaþróun í landinu, breytingar í landbúnaði. Ég held að landbúnaðinum standi meiri hætta af óbreyttri stefnu en aðild að Evrópusambandinu. Þannig í heldina held ég að þetta myndi hafa mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, íslenska menningu og nefndu það.“ Margir segja og sögðu þá að aðild að sambandinu þýddi að fiskiskipaflotar Evrópusambandsins komi inn fyrir 200 mílurnar og fiski á íslandsmiðum? „Það er alrangt. Það er grundvallaratriði í sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins að úthluta fiskveiðiréttindum út frá veiðireynslu síðast liðin þrjátíu ár. Það hefur engin önnur evrópuþjóð veiðireynslu hér. Þannig að það kemur ekki eitt einasta fiskiskip, enginn togari og enginn bátur á grundvelli þeirrar stefnu inn í íslenska landhelgi. Þetta er alger misskilningur,” segir Þorsteinn. Þorsteinn telur að íslenskum bændum sé meiri hætta búin við óbreytt ástand en með inngöngu í Evrópusambandið.Stöð 2/Einar En þetta er Grýlan sem hefur verið notuð? „Já, já en Grýlur heita Grýlur af því þær eru ekki réttar og þær eru ekki til og eru ímyndun,“ segir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann fyrrverandi. „Því skyldi aðild að Evrópusambandinu ekki verða lyftistöng fyrir íslenskt samfélag rétt eins og fyrir önnur samfélög sem hafa gengið í Evrópusambandið? Það hefur verið lyftistöng fyrir þau öll. Við skulum ekki horfa framhjá því. Ekki ætla ég að fara að líkja Íslandi saman við lönd austur Evrópu en það er nú þar sem átakapunkturinn er. Hvort sem það var Úkraína eða Georgía núna. Það er af því að þau líta til Evrópu og bera sig saman við ríki sem eru við hliðina sem hafa auðvitað hagnast mjög mikið af evrópusambandsaðild,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Þorsteinn minnir á að nú væru víðsjárverðir tímar í heiminum og aðstæður aðrar en fyrir nokkrum árum. „Það er ekki bara stríð í Evrópu og víðar, við getum alveg eins búist við tollastríði í heiminum. Einmitt á þessum tímapunkti skiptir gífurlega miklu máli fyrir Ísland að treysta stöðu sína með dýpra efnahagslegu samstarfi en við höfum átt við hinar evrópuþjóðirnar. Einmitt vegna þess að við sjáum fram á mikil átök á þessu sviði. Þá yrðum við sterkari sem hluti af heild en að heyja þá baráttu ein og sér.“ Ánægjulegt að sjá þrjár konur við stjórnvölinn Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa nú staðið yfir í tæpa viku. Það er ef til vill til marks um að viðræðurnar gangi vel að þeim er framhaldið en stjórnarmyndunarviðræður taka yfirleitt nokkrar vikur og jafnvel allt að tvo til þrjá mánuði. Það er hins vegar nýtt að þrjár konur leiði slíkar viðræður. Þegar Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn komu hins vegar fram á sínum tíma árið 1982, voru konur ekki fyrirferðarmiklar á hinu pólitíska sviði. Ingibjörg Sólrún, það hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir þig með þína pólitísku fortíð, að nú sé svo komið að þrjár konur leiði stjórnarmyndunarviðræður? „Já, það er mjög ánægjulegt. Þetta er gjörbreytt mynd frá því sem var, þegar það voru kannski ein til tvær konur á sviðinu þótt það væru konur á þingi. En á hinu pólitíska sviði voru ekki margar áberandi konur,“segir Ingibjörg Sólrún. Kvennabaráttan væri því komin um langan veg á Íslandi. „Ef þetta verður nú að veruleika getur þetta skipt verulegu máli fyrir okkur Íslendinga alþjóðlega. Ég hef alltaf sagt að þetta er málið sem við eigum að halda á lofti alþjóðlega hvar sem við erum að starfa. Vegna þess að þegar kemur að jafnréttismálum og stöðu kvenna er Ísland ekki smáríki. Það er stórt þegar kemur að því, hefur áhrif og hefur sterka rödd á alþjóðavísu. Þetta styrkir enn þá mynd,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún segir stöðu kvenna á Íslandi einsdæmi og hún og Þorsteinn segja ánægjulegt að þrjár konur leiði nú stjórnarmyndunarviðræður.Stöð 2/Einar Þorsteinn tekur undir þetta. „Þetta er alveg rétt sem þið segið að þegar Kvennalistinn kom inn á Alþingi breytti hann umræðum og ýmsu í starfsháttum og afstöðu til margra málefna. Ég hafði mikinn áhuga á því 1987 (við myndun ríkisstjórnar) að fá Kvennalistann inn í ríkisstjórn. Hef alltaf talið að það hefði reynst betur ef það hefði orðið raunin. Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta gerast í dag; að þarna fara þrjár konur fyrir þessum viðræðum. Það er kannski það allra merkilegasta að auðvitað tökum við eftir þessu og tölum um þetta en þetta eru ekki lengur stórtíðindi. Þetta er bara sjálfsagður hlutur, og það er kannski það skemmtilegasta við þetta“ segir Þorsteinn. „Þetta er orðið eðlilegur hlutur fyrir okkur en það er ekki þannig á alþjóðavísu,“ bætir Ingibjörg Sólrún við. Konur geti líka verið herskáar Haldið þið að konur taki öðruvísi á stórum viðfangsefnum sem blasa við eins og í þessum stjórnsrmyndunarviðræðum? „Konur geta alveg verið herskáar. Margaret Thatcher fór í stríð bara til að vinna einar kosningar,” segir Þorsteinn sporskur. „Þetta er auðvitað líka spurning um mismunandi einstaklinga,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Samt sem áður vil ég segja að mín reynsla er sú að nálgun kvenna er svolítið önnur en nálgun karla. Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að konur eru ekki vanar hafa völd. Konur hafa ekki tekið út þroska með það í bakhöfðinu að þær eigi einhvern rétt á völdum. Það er ekki í þeirra DNA, eins og við höfum alið upp stúlkur og drengi. Það held ég að hafi dálítið mikið að segja,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Mín reynsla bæði í blaðamennsku og pólitík er að mér finnst konur yfirleitt vera samviskusamari en karlar. Ég held að það geti líka skipt máli,“ segir Þorsteinn. Bæði vona þau að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja takist. „Ég vona það sannarlega. Því ef þær takast ekki veit ég ekki hvaða kost við höfum í stöðunni. Alla vega engan góðan sem ég sé,” segir Ingibjörg Sólrún. „Ég held að þessi kostur hafi legið beint við miðað við úrslitin. Það væri óskandi að það tækist en það er engin trygging fyrir því. Ég held að það skipti máli að þessar viðræður haldi áfram á grundvelli þeirra skilaboða sem formennirnir hafa sent út núna í byrjun, að ábyrg efnahagsstjórn verði grundvallaratriðið í viðræðunum og síðan í því sem stjórnin tekur ákvarðanir um. Þá held ég að þessu ljúki og verði farsælt,“ segir Þorsteinn Pálsson. „Ef maður hugsar líka til umræðunnar eins og hún var í kosningabaráttunni, þá var þetta að sjálfsögðu stóra málið; staðan í efnahagsmálunum. Húsnæðismálin tengjast auðvitað beint inn í efnahagsmálin og stöðu efnahagsmála,” sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag. Samtalið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. 9. nóvember 2024 08:02 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
„Það er ljóst að þetta eru góð úrslit fyrir Samfylkinguna, dálítið gamla Samfylkingin komin aftur. Samfylkignin sem okkur dreymdi um þegar hún var stofnuð aldamótaárið 2000. Hún fékk góða kosningu 2003 og 2009 en þá var allt annað umhverfi í pólitíkinni og flokkurinn með 30 og 31 prósenta fylgi,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu á fimmtudag. Nú væri flokkurinn með um 20 prósenta fylgi en á árum áður hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið 40 prósenta flokkur. Ingibjörg Sólrún segir Samfylkinguna hafa fengið góða kosningu í breyttu pólitísku landslagi.Stöð 2/Einar „Núna er Sjálfstæðisflokkurinn með innan við tuttugu prósent og þetta eru auðvitað rosaleg tímamót. Landslagið er breytt. Vinstri græn eru að hverfa af þingi, Framsókn í sögulegu lágmarki, þannig að við erum í allt öðru pólitísku landslagi en við höfum verið í áður. En fyrir Samfylkinguna eru þetta góð úrslit,“ segir Ingibjörg Sólrún. Lengst af frá stofnun lýðveldisins náðu aðeins fjórir flokkar kjöri á Alþingi en á síðari árum var algengt að þeir væru fimm. Í kosningunum 2017 og 2021 náðu fulltrúar átta flokka kjöri en í kosningunum síðast liðinn laugardag náðu sex flokkar á þing. Þorsteinn Pálsson tekur undir með Ingibjörgu Sólrúnu um breytt pólitískt landslag eftir að bæði Vinstri græn og Píratar hafa fallið af þingi. „Það er nýtt mynstur. Þetta hefur verið að breytast á nokkrum árum. Það tekur flokkakerfi nokkurn tíma að breytast. Það gerðist á fyrri hluta síðustu aldar og það kerfi stóð í grófum dráttum fram að síðustu aldamótum. Síðan hafa orðið breytingar sem hafa fest sig í sessi við þessi kosningaúrslit,“ sagði Þorsteinn í Samtalinu. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður á miðvikudag og hafa hingað til sagt að þær gangi vel. Sameiginlega hafa flokkarnir 36 þingmenn sem er ríflegur meirihluti en í fljótu bragði gæti margt sýnst ósamræmanlegt í stefnu flokkanna miðað við kosningaloforðin. Engu að síður telur Ingibjörg Sólrún möguleika á að flokkarnir finni sameiginlegan samnefnara. „Mér sýnist það já. Ég hef náttúrlega verið þeirrar skoðunar og finnst mjög ánægjulegt að sjá að Viðreisn og Samfylkingin eru að tala saman,“ segir hún. Þessir tveir flokkar væru á miðjunni í íslenskum stjórnmálum. „Annar sósíaldemókratískur og hinn frjálslyndur en ég held að það sé mjög stór samnefnari á milli þessarra tveggja flokka. Þannig að ég er mjög ánægð að sjá þetta gerast. Síðan er það Flokkur fólksins sem er dálítið nýr á sviðinu og gerði góða kosningu. Er flokkur sem höfðar svolítið í báðar áttir, bæði til hægri og vinstri þannig að það er spurning hversu stórt þetta sameiginlega mengi er.“ Ætti að vera auðvelt að finna málamiðlanir Flokkur fólksins væri á vissan hátt markaðassinnaður en einnig félagslega sinnaður. „Síðan er spurning hvernig spilast úr í þessum viðræðum og mér sýnist konurnar allar þrjár vera áhugasamar og áfram um að þetta gangi. Og þegar fólki er áfram um að eitthvað gangi er auðveldara að gera málamiðlanir eins og þarf að gera í öllum svona viðræðum,“ segir utanríkisráðherrann fyrrverandi. Sjálfstæðisflokkurinn, helsti andstæðingur Samfylkingarinnar, fullyrti ítrekað í kosningabaráttunni að hún boðaði ekkert annað en skattahækkanir. Viðreisn boðaði síðan að helst ætti að lækka skatta og Flokkur fólksins talaði fyrir breytingum sem myndu fela í sér stóraukin útgjöld ríkissjóðs. Heldur þú eins og Ingibjörg Sólrún að þessum flokkum takist að finna sameiginlegan samnefnara? Þorsteinn Pálsson segir augljóst eftir kosningaúrslitin að Viðreisn og Samfylkingin yrðu kjölfestan í nýrri ríkisstjórn.Stöð 2/Einar „Það er auðvitað ómögulegt að segja til um það en mér sýnist að það sé full alvara í þessu að hálfu þeirra allra þriggja,“ segir Þorsteinn. Þær tali allar um að ábyrg efnahagsstjórn verði þungamiðjan í þeirra samtölum og honum lítist vel á það. „Það lá held ég í augum uppi að Viðreisn og Samfylking mynduðu kjarna í nýrri ríkisstjórn. Með svona góðum úrslitum fyrir báða flokkana hlaut það að gerast. Fyrir kosningarnar talaði formaður Sjálfstæðisflokksins um Flokk fólksins sem álitlegan samstarfsflokk og ég held að það sé alveg það sama fyrir þessa tvo flokka. Þegar úrslitin lágu fyrir var Flokkur fólksins einnig álitlegur kostur fyrir þessa flokka,“ segir Þorsteinn. Staða þjóðarbúsins verri en fyrri stjórn lét í veðri vaka Aðalvandinn nú væri að staða þjóðarbúsins væri miklu verri en fráfarandi stjórnarflokkar hefðu látið í veðri vaka. „Það verður erfiðara að ná niður vöxtum og verðbólgu. Það er stöðnun í hagkerfinu. Það er enginn hagvöxtur,“ sagði Þorsteinn. Sérfræðingar fullyrtu að það yrði langhlaup að ná verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Íslendingar muni velkjast um í fjögurra prósenta raunvöxtum um nokkra hríð. Aðilar á markaði töluðu um að ríkið þyrfti að sækja allt að 700 milljarða inn á verðbréfamarkaðinn á næstu tveimur árum. Þorsteinn og Ingibjörg Sólrún eru sammála um að staða þjóðarbúsins sé verri en fráfarandi stjórn láti í veðri vaka.Stöð 2/Einar „Ég held að þessi mynd sé einfaldlega dekkri en fráfarandi ríkisstjórn hefur verið að láta í veðri vaka. Það skiptir miklu máli að segja þjóðinni satt um raunverulegt ástand í þjóðarbúskapnum,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Ríkið þarf að taka lán fyrir umframeyðslu eða halla á fjárlögum og síðasta fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar gerir ráð fyrir 70 milljarða króna halla á næsta ári. Viðvarandi halli á ríkissjóði þrýstir á verðbólguna. Ingibjörg Sólrún tekur undir með Þorsteini. „Þetta er erfiðari staða en menn hafa kannski viljað vera að láta og þetta verður vandasöm sigling hjá nýrri ríkisstjórn. Það eru mjög stór og erfið verkefni sem hún stendur andspænis. Hún getur ekki gert margt til að byrja með sem er til vinsælda fallið. Hún þarf í rauninni að taka dálítið fast á málum, geri ég ráð fyrir. En það er líka mikilvægt að gera það strax ef þetta verður að veruleika og hún hefur meðbyr,“ segir Ingibjörg Sólrún. Nauðsynlegt að taka umræðu um ESB aðild Mörg umdeild mál blasa við á hinu pólitíska sviði og má þar nefna auðlindamál og gjöld, hvort sem er til sjávar eða í orkumálum og endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar. Síðan eru það evrópumálin. „Mér hefur heyrst að það væri nokkuð góður samhljómur milli þessara flokka þegar kemur að aulindagjöldunum. Ég sé ekki að það eigi að vera vandamál. Svo verðum við bara að sjá hvernig verður með orkumálin. Hvernig flokkarnir vinna úr þeim. Ég ætla engu að spá um það en ég sé ekki að þarna séu nein stór vandamál á ferðinni og evrópumálin verða ekki leyst á einu kjörtímabili,“ segir Ingibjörg Sólrún. Flokkarnir verði fyrst og fremst að standa fyrir öflugri umræðu um evrópumálin. Þannig að það verði þekking og jarðvegur til að taka skynsamar ákvarðanir. „Því ég er þeirrar skoðunar að það sé varasamt, og við sáum það í brexit, að skella á þjóðaratkvæðagreiðslu hvort sem er um evruna eða önnur mál, nema fram fari góð umræða áður,“ segir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Það má greina áherslumun í málflutningi Þorsteins og Ingibjargar þegar kemur að áherslum um næstu skref í evrópumálum.Stöð 2/Einar Það er hins vegar stefna Viðreisnar að sem fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort taka eigi upp viðræðurnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Viðhorf Ingibjargar Sólrúnar eru í takti við það sem Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hefur sagt. Þá hefur Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagt að henni þyki sjálfsagt að fólkið í landinu fái að greiða atkvæði um sem flest stór mál. „Ég er alveg sammála Ingibjörgu í því að þetta er mál sem óhjákvæmilega þarf að taka í skrefum,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi boðið fram málamiðlun með því að byrja á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti viðræðunum við Evrópusambandið að nýju. Síðan yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlegan samning ef þjóðin þjóðin samþykkti að halda viðræðunum áfram. Þá þyrfti einnig að breyta stjórnarskránni. „En ég held held að það skipti mestu máli að hefja þetta ferli sem fyrst. Vegna þess að það hangir svo margt á spýtunni,“ segir Þorsteinn. Það væru mjög alvarleg kerfisleg vandamál í þjóðarbúskapnum. „Við verðum halda uppi gengi krónunnar með mjög umfangsmiklum gjaldeyrishöftum. Við erum með mestu gjaldeyrishöft í Evrópu til að halda uppi gengi krónunnar. Vextir verða að vera mun hærri hér en í grannlöndunum til að halda uppi gengi krónunnar. Það veldur ekki bara erfiðleikum hjá þeim sem þurfa að borga þessa vexti, það veldur líka miklu misrétti í samfélaginu," segir Þorsteinn og tekur dæmi af mismunandi kjörum alls almennings og fyrirtækja sem gera upp í evrum og eru á evrópskum lánamarkaði. Frysthúskonan og eigandinn búa við ólík kjör „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir. Það er tímaspursmál hversu lengi þjóðin þolir þessa mismunun. Þannig að ég held að það skipti mjög miklu máli fyrir stjórn sem vill tryggja varanlegan stöðugleika og meiri jöfnuð í samfélaginu að byrja þessa vegferð strax af því hún tekur tíma. Því lengur sem þessu er skotið á frest, því verra fyrir almenning og fyrirtækin í landinu,” segir Þorsteinn. Ingibjörg Sólrún og Þorsteinn telja bæði mikilvægt að fá umboð þjóðarinnar áður en aðildarviðræður hæfust aftur við Evrópusambandið.Stöð 2/Einar Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir þrýsting frá Samfylkingunni árið 2009 voru allt aðrar aðstæður í samfélaginu en nú. Bankakerfið var ný hrunið og samfélagið lék á reiðiskjálfi. Umsóknarferlið reyndist þeirri ríkisstjórn mjög erfitt þannig að það eru ákveðin víti til að varast. „Já, en vandinn var líka sá á þeim tíma að það var farið út í þær viðræður án þess að kanna hver þjóðarviljin væri. Það var heldur ekki stuðningur við málið á þingi og það var nú kannski vandamálið,” segir Ingibjörg Sólrún. Það er eiginlega óvinnandi vegur að ætla að fara út í viðræður við þær aðstæður.“ Mikilvægt að fá umboð frá þjóðinni Þorsteinn segir mikilvægt að þjóðin taki þessa ákvörðun. „Það sé alveg skýrt pólitískt umboð. Enginn veit hvað þjóðin segir og ég held að það sé alveg jafn mikill akkur í því fyrir andstæðinga Evrópusambandsins eins og stuðningsmenn aðildar að þjóðin segi til um það hvort halda eigi þessari umræðu áfram. Því enginn veit fyrirfram hvað þjóðin segir.“ „Vandinn er sá að það hefur ekki verið almennileg umræða um Evrópusambandið og hvað evrópusambandsaðild þýðir og felur í sér. Hún verður að fara fram áður en hægt er að setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu en það er auðvitað tími til að gera það,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Þorsteinn sagðist hafa á tilfinningunni að margir vildu skjóta málinu á frest. „Það þarf ekki mjög langan tíma til að taka þessa ákvörðun um hvort við eigum að ljúka viðræðunum. Af því að meginumræðan, hin efnislega umræða, fer fram þegar við berum hugsanlegan aðildarsamning undir þjóðina. Þá fer meginumræðan fram. Við getum alveg sett þjóðaratkvæðagreiðsluna af stað tiltölulega fljótt og tekið svo áframhaldandi umræðu um efnisatriðin á þessum tíma á meðan verið er að ganga frá samningum sem síðan yrðu aftur bornir undir þjóðina,“ sagði forsætisráðherrann fyrrverandi í Samtalinu. Þor til að taka á ágreiningsefnum Íslenskri umræðu hættir til að fara mjög fljótt í harðan skotgrafarhernað. Hvernig sjáið þið þetta ferli fyrir ykkur án þess að hér verði gríðarleg átök innan þings og utan sem taki mikla orku? Á súritinu hér fyrir ofan má sjá úrslit alþingiskosninganna hinn 30. nóvember. „Ef við ætlum að láta það hindra okkur í að takast á við stór mál að það er ágreiningur í þjóðfélaginu, þá gerum við aldrei neitt,“ segir Þorsteinn. Það væri ágreiningur um flesta hluti og þess vegna væru til margir stjórnmálaflokkar. Íslendingar hefðu aldrei gengið Atlantshafsbandalagið, EFTA eða Evrópska efnahagssvæðið (EES) ef ágreiningur hefði fælt menn frá því að taka ákvarðanir. „Við verðum að taka á ágreiningsefnum. Þau eru fyrir og þá þurfum við að ræða þau og taka ákvörðun. Annað hvort að halda áfram eða setja málið á bakvið okkur og hætta umræðunni,“ segir Þorsteinn. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að mótað verði ferli fyrir umræðuna. „Það sem er svo slæmt hérna er að það er alltaf eins og við séum að byrja á byrjunarreit. Við erum alltaf að taka umræðuna upp aftur og aftur. Hvort sem það er staðsetning Landsspítalans, Borgarlína, Evrópusambandið, virkjanamál eða hvað það er. Við þurfum að búa til eitthvað ferli fyrir þetta sem menn sætta sig svo við þegar kemur einhver niðurstaða. Þá er hún fengin og halda áfram þaðan,“ segir Ingibjörg Sólrún. Innrás fiskiskipaflota ESB væri ímynduð Grýla En hvernig skýrir Þorsteinn einarða andstöðu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur litið á sig sem málsvara atvinnulífsins, við aðildina að Evrópusambandinu? Er það þannig að atvinnulífinu í heild finnst ógn af því að Ísland fari í Evrópusambandið og hagsmunir þess verði fyrir borð bornir? „Þvert á móti held ég. Það yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið. Myndi gefa sjávarútveginum aukin tækifæri, aukinn markaðsaðgang. Myndi styrkja byggðaþróun í landinu, breytingar í landbúnaði. Ég held að landbúnaðinum standi meiri hætta af óbreyttri stefnu en aðild að Evrópusambandinu. Þannig í heldina held ég að þetta myndi hafa mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, íslenska menningu og nefndu það.“ Margir segja og sögðu þá að aðild að sambandinu þýddi að fiskiskipaflotar Evrópusambandsins komi inn fyrir 200 mílurnar og fiski á íslandsmiðum? „Það er alrangt. Það er grundvallaratriði í sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins að úthluta fiskveiðiréttindum út frá veiðireynslu síðast liðin þrjátíu ár. Það hefur engin önnur evrópuþjóð veiðireynslu hér. Þannig að það kemur ekki eitt einasta fiskiskip, enginn togari og enginn bátur á grundvelli þeirrar stefnu inn í íslenska landhelgi. Þetta er alger misskilningur,” segir Þorsteinn. Þorsteinn telur að íslenskum bændum sé meiri hætta búin við óbreytt ástand en með inngöngu í Evrópusambandið.Stöð 2/Einar En þetta er Grýlan sem hefur verið notuð? „Já, já en Grýlur heita Grýlur af því þær eru ekki réttar og þær eru ekki til og eru ímyndun,“ segir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann fyrrverandi. „Því skyldi aðild að Evrópusambandinu ekki verða lyftistöng fyrir íslenskt samfélag rétt eins og fyrir önnur samfélög sem hafa gengið í Evrópusambandið? Það hefur verið lyftistöng fyrir þau öll. Við skulum ekki horfa framhjá því. Ekki ætla ég að fara að líkja Íslandi saman við lönd austur Evrópu en það er nú þar sem átakapunkturinn er. Hvort sem það var Úkraína eða Georgía núna. Það er af því að þau líta til Evrópu og bera sig saman við ríki sem eru við hliðina sem hafa auðvitað hagnast mjög mikið af evrópusambandsaðild,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Þorsteinn minnir á að nú væru víðsjárverðir tímar í heiminum og aðstæður aðrar en fyrir nokkrum árum. „Það er ekki bara stríð í Evrópu og víðar, við getum alveg eins búist við tollastríði í heiminum. Einmitt á þessum tímapunkti skiptir gífurlega miklu máli fyrir Ísland að treysta stöðu sína með dýpra efnahagslegu samstarfi en við höfum átt við hinar evrópuþjóðirnar. Einmitt vegna þess að við sjáum fram á mikil átök á þessu sviði. Þá yrðum við sterkari sem hluti af heild en að heyja þá baráttu ein og sér.“ Ánægjulegt að sjá þrjár konur við stjórnvölinn Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa nú staðið yfir í tæpa viku. Það er ef til vill til marks um að viðræðurnar gangi vel að þeim er framhaldið en stjórnarmyndunarviðræður taka yfirleitt nokkrar vikur og jafnvel allt að tvo til þrjá mánuði. Það er hins vegar nýtt að þrjár konur leiði slíkar viðræður. Þegar Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn komu hins vegar fram á sínum tíma árið 1982, voru konur ekki fyrirferðarmiklar á hinu pólitíska sviði. Ingibjörg Sólrún, það hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir þig með þína pólitísku fortíð, að nú sé svo komið að þrjár konur leiði stjórnarmyndunarviðræður? „Já, það er mjög ánægjulegt. Þetta er gjörbreytt mynd frá því sem var, þegar það voru kannski ein til tvær konur á sviðinu þótt það væru konur á þingi. En á hinu pólitíska sviði voru ekki margar áberandi konur,“segir Ingibjörg Sólrún. Kvennabaráttan væri því komin um langan veg á Íslandi. „Ef þetta verður nú að veruleika getur þetta skipt verulegu máli fyrir okkur Íslendinga alþjóðlega. Ég hef alltaf sagt að þetta er málið sem við eigum að halda á lofti alþjóðlega hvar sem við erum að starfa. Vegna þess að þegar kemur að jafnréttismálum og stöðu kvenna er Ísland ekki smáríki. Það er stórt þegar kemur að því, hefur áhrif og hefur sterka rödd á alþjóðavísu. Þetta styrkir enn þá mynd,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún segir stöðu kvenna á Íslandi einsdæmi og hún og Þorsteinn segja ánægjulegt að þrjár konur leiði nú stjórnarmyndunarviðræður.Stöð 2/Einar Þorsteinn tekur undir þetta. „Þetta er alveg rétt sem þið segið að þegar Kvennalistinn kom inn á Alþingi breytti hann umræðum og ýmsu í starfsháttum og afstöðu til margra málefna. Ég hafði mikinn áhuga á því 1987 (við myndun ríkisstjórnar) að fá Kvennalistann inn í ríkisstjórn. Hef alltaf talið að það hefði reynst betur ef það hefði orðið raunin. Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta gerast í dag; að þarna fara þrjár konur fyrir þessum viðræðum. Það er kannski það allra merkilegasta að auðvitað tökum við eftir þessu og tölum um þetta en þetta eru ekki lengur stórtíðindi. Þetta er bara sjálfsagður hlutur, og það er kannski það skemmtilegasta við þetta“ segir Þorsteinn. „Þetta er orðið eðlilegur hlutur fyrir okkur en það er ekki þannig á alþjóðavísu,“ bætir Ingibjörg Sólrún við. Konur geti líka verið herskáar Haldið þið að konur taki öðruvísi á stórum viðfangsefnum sem blasa við eins og í þessum stjórnsrmyndunarviðræðum? „Konur geta alveg verið herskáar. Margaret Thatcher fór í stríð bara til að vinna einar kosningar,” segir Þorsteinn sporskur. „Þetta er auðvitað líka spurning um mismunandi einstaklinga,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Samt sem áður vil ég segja að mín reynsla er sú að nálgun kvenna er svolítið önnur en nálgun karla. Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að konur eru ekki vanar hafa völd. Konur hafa ekki tekið út þroska með það í bakhöfðinu að þær eigi einhvern rétt á völdum. Það er ekki í þeirra DNA, eins og við höfum alið upp stúlkur og drengi. Það held ég að hafi dálítið mikið að segja,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Mín reynsla bæði í blaðamennsku og pólitík er að mér finnst konur yfirleitt vera samviskusamari en karlar. Ég held að það geti líka skipt máli,“ segir Þorsteinn. Bæði vona þau að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja takist. „Ég vona það sannarlega. Því ef þær takast ekki veit ég ekki hvaða kost við höfum í stöðunni. Alla vega engan góðan sem ég sé,” segir Ingibjörg Sólrún. „Ég held að þessi kostur hafi legið beint við miðað við úrslitin. Það væri óskandi að það tækist en það er engin trygging fyrir því. Ég held að það skipti máli að þessar viðræður haldi áfram á grundvelli þeirra skilaboða sem formennirnir hafa sent út núna í byrjun, að ábyrg efnahagsstjórn verði grundvallaratriðið í viðræðunum og síðan í því sem stjórnin tekur ákvarðanir um. Þá held ég að þessu ljúki og verði farsælt,“ segir Þorsteinn Pálsson. „Ef maður hugsar líka til umræðunnar eins og hún var í kosningabaráttunni, þá var þetta að sjálfsögðu stóra málið; staðan í efnahagsmálunum. Húsnæðismálin tengjast auðvitað beint inn í efnahagsmálin og stöðu efnahagsmála,” sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag.
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. 9. nóvember 2024 08:02 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03
Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02
Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. 9. nóvember 2024 08:02
Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02
Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02
Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02
Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00