Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones skrifa 6. desember 2024 13:31 Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd. Rannsóknir sýna að konur njóta tónlistar eftir konur og karla en karlar hlusta mest á aðra karla. Það er rótgróið í ríkjandi kynjakerfi að það sem þykir „kvenlegt“ eða „stelpulegt“ sé síðra í menningu drengja og karla. Þar liggur potturinn grafinn. Hinn stjórnsami Algor Rytmi, sem ræður neyslu okkar í dag og tekur mið af því sem við hlustum á eða gætum haft áhuga á út frá kyni og aldri, hlýtur að hafa áttað sig á því sem rannsóknir sýna. Hann matar konur af tónlist eftir bæði konur og karla en matar karla mest af tónlist eftir karla (í meira mæli – ekki í öllum mæli). Þegar mbl.is slengir fram þessari staðreynd án þess að velta því upp hvað veldur og lætur þar með lesandann fylla inn í eyðurnar, þá getur kona túlkað það sem svo að fólk hafi ekki áhuga á að hlusta á íslenskar tónlistarkonur, konur þurfi bara að gera betur og að ekki einu sinni Laufey – sem á að þykja svo góð – kemst á lista. Miðað við tölfræði frá streymisveitum um hlustendavenjur eiga konur miklu erfiðara með að ná í gegn þar sem þær ná eingöngu til eyrna tæplega helmings mannkyns. Á meðan eiga starfsbræður þeirra greiðari leið að eyrum allra, óháð kyni. Og hvað meinar höfundur með setningunni: „Það er þó óljóst hvort Birnir eða Bríet eigi í raun sætið“ Tónlistarkonur eru ekki „bara“ söngkonur þó að söngkonur séu snilld. Höfundur endar greinina á: Fleiri íslenskar söngkonur er ekki að finna á listanum. En nákvæmlega þetta hefur verið eitt af baráttumálum kvenna í tónlist í fjölda ára. Við erum tónlistarkonur og innan okkar raða eru lagahöfundar, textahöfundar, upptökustjórar, söngkonur, rapparar, hljóðfæraleikarar, dj-ar osfrv. Konurnar sem að höfundur tilgreinir í pistlinum, Bríet og GDRN eru báðar laga- og textahöfundar og titlast því báðar sem tónlistarkonur. Nýverið kynnti KÍTÓN, félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist, frumraun sína í lagalistagerð með frábærum Spotify-lista af 30 íslenskum jólalögum eftir um 40 frábærar íslenskar tónlistarkonur! Tilgangur verkefnisins er að lyfta kvenhöfundum þar sem eitt af meginmarkmiðum KÍTÓN er að leiðrétta skekkju á höfundarréttartekjum. Við mælum með að rúlla listanum á aðventunni og njóta þess hvað við eigum frábæra kven laga- og textasmiði. Fyrir þá sem vilja velja sér lagalista í stað þess að láta mata sig. https://open.spotify.com/playlist/2zHX5UI29kHonUg3QLCfyV?si=531173156ae24054 Virðingarfyllst, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones. Höfundar skipa stjórn KÍTÓN - félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd. Rannsóknir sýna að konur njóta tónlistar eftir konur og karla en karlar hlusta mest á aðra karla. Það er rótgróið í ríkjandi kynjakerfi að það sem þykir „kvenlegt“ eða „stelpulegt“ sé síðra í menningu drengja og karla. Þar liggur potturinn grafinn. Hinn stjórnsami Algor Rytmi, sem ræður neyslu okkar í dag og tekur mið af því sem við hlustum á eða gætum haft áhuga á út frá kyni og aldri, hlýtur að hafa áttað sig á því sem rannsóknir sýna. Hann matar konur af tónlist eftir bæði konur og karla en matar karla mest af tónlist eftir karla (í meira mæli – ekki í öllum mæli). Þegar mbl.is slengir fram þessari staðreynd án þess að velta því upp hvað veldur og lætur þar með lesandann fylla inn í eyðurnar, þá getur kona túlkað það sem svo að fólk hafi ekki áhuga á að hlusta á íslenskar tónlistarkonur, konur þurfi bara að gera betur og að ekki einu sinni Laufey – sem á að þykja svo góð – kemst á lista. Miðað við tölfræði frá streymisveitum um hlustendavenjur eiga konur miklu erfiðara með að ná í gegn þar sem þær ná eingöngu til eyrna tæplega helmings mannkyns. Á meðan eiga starfsbræður þeirra greiðari leið að eyrum allra, óháð kyni. Og hvað meinar höfundur með setningunni: „Það er þó óljóst hvort Birnir eða Bríet eigi í raun sætið“ Tónlistarkonur eru ekki „bara“ söngkonur þó að söngkonur séu snilld. Höfundur endar greinina á: Fleiri íslenskar söngkonur er ekki að finna á listanum. En nákvæmlega þetta hefur verið eitt af baráttumálum kvenna í tónlist í fjölda ára. Við erum tónlistarkonur og innan okkar raða eru lagahöfundar, textahöfundar, upptökustjórar, söngkonur, rapparar, hljóðfæraleikarar, dj-ar osfrv. Konurnar sem að höfundur tilgreinir í pistlinum, Bríet og GDRN eru báðar laga- og textahöfundar og titlast því báðar sem tónlistarkonur. Nýverið kynnti KÍTÓN, félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist, frumraun sína í lagalistagerð með frábærum Spotify-lista af 30 íslenskum jólalögum eftir um 40 frábærar íslenskar tónlistarkonur! Tilgangur verkefnisins er að lyfta kvenhöfundum þar sem eitt af meginmarkmiðum KÍTÓN er að leiðrétta skekkju á höfundarréttartekjum. Við mælum með að rúlla listanum á aðventunni og njóta þess hvað við eigum frábæra kven laga- og textasmiði. Fyrir þá sem vilja velja sér lagalista í stað þess að láta mata sig. https://open.spotify.com/playlist/2zHX5UI29kHonUg3QLCfyV?si=531173156ae24054 Virðingarfyllst, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones. Höfundar skipa stjórn KÍTÓN - félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun