Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 12:30 Gestur Svavarsson formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu undanfarna daga. Stöð 2 Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, hefur hvorki svarað símtölum eða tölvupóstum fréttastofu í dag eða í gær vegna mögulegrar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu en Gestur sagði í samtali við fréttastofu í byrjun viku ekki geta tekið afstöðu til kæru Framsóknarflokksins. Það væri vegna breytinga á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Yfirkjörstjórnin liti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða lægi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ sagði Gestur. Ekkert tilefni væri til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum væru innbygðar í talningarferlið og þá hefðu umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir starfandi forseti Alþingis sagði Gest hafa rangt fyrir sér. Hann gæti víst tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu. „Misskilningurinn getur falist í því að þegar úthlutunarfundur Landskjörstjórnar er búinn, kæruferlinu lokið og Landskjörstjórn búin að gefa sína umsögn, þá ber forseta að skipa níu manna nefnd þingmanna til að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og kjörgengi þeirra. En á þessu stigi er þetta á ábyrgð yfirkjörstjórna að skila réttum niðurstöðum til Landskjörstjórnar,“ sagði Ásthildur Lóa við Vísi á miðvikudag. Hún sagði eðlilegt að endurtalning ætti sér stað. „Ef það munar mjög litlu og verið er að óska eftir endurtalningu finnst mér ekkert óeðlilegt að hún eigi sér stað. Aðalmálið er að lýðræðislegur vilji kjósenda komi fram.“ RÚV greinir frá því að foreldrar barna sem æfa íþróttir með FH hafa fengið bréf þess efnis að æfingar falli niður á morgun. Elsa Hrönn Reynisdóttir framkvæmdastjóri FH segir í samtali við Vísi að æfingar á morgun falli niður, eins og staðan sé í dag. Það hafi verið nauðsynlegt að gefa foreldrum nægjanlegan fyrirvara þó enn sé ekki fullvíst að æfingar falli niður. Engir leikir voru fyrirhugaðir í Kaplakrika á morgun svo möguleg endurtalning bitnar eingöngu á iðkendum FH sem eiga æfingatíma á laugardögum. Alþingiskosningar 2024 FH Suðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, hefur hvorki svarað símtölum eða tölvupóstum fréttastofu í dag eða í gær vegna mögulegrar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu en Gestur sagði í samtali við fréttastofu í byrjun viku ekki geta tekið afstöðu til kæru Framsóknarflokksins. Það væri vegna breytinga á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Yfirkjörstjórnin liti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða lægi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ sagði Gestur. Ekkert tilefni væri til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum væru innbygðar í talningarferlið og þá hefðu umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir starfandi forseti Alþingis sagði Gest hafa rangt fyrir sér. Hann gæti víst tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu. „Misskilningurinn getur falist í því að þegar úthlutunarfundur Landskjörstjórnar er búinn, kæruferlinu lokið og Landskjörstjórn búin að gefa sína umsögn, þá ber forseta að skipa níu manna nefnd þingmanna til að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og kjörgengi þeirra. En á þessu stigi er þetta á ábyrgð yfirkjörstjórna að skila réttum niðurstöðum til Landskjörstjórnar,“ sagði Ásthildur Lóa við Vísi á miðvikudag. Hún sagði eðlilegt að endurtalning ætti sér stað. „Ef það munar mjög litlu og verið er að óska eftir endurtalningu finnst mér ekkert óeðlilegt að hún eigi sér stað. Aðalmálið er að lýðræðislegur vilji kjósenda komi fram.“ RÚV greinir frá því að foreldrar barna sem æfa íþróttir með FH hafa fengið bréf þess efnis að æfingar falli niður á morgun. Elsa Hrönn Reynisdóttir framkvæmdastjóri FH segir í samtali við Vísi að æfingar á morgun falli niður, eins og staðan sé í dag. Það hafi verið nauðsynlegt að gefa foreldrum nægjanlegan fyrirvara þó enn sé ekki fullvíst að æfingar falli niður. Engir leikir voru fyrirhugaðir í Kaplakrika á morgun svo möguleg endurtalning bitnar eingöngu á iðkendum FH sem eiga æfingatíma á laugardögum.
Alþingiskosningar 2024 FH Suðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira