„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 23:53 Tony Radakin, aðmíráll og æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands. AP/Henry Nicholls Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. Tony Radakin, aðmíráll, sagði á ráðstefnu í Lundúnum í dag að í þessum breytta heimi stæðu Vesturlönd frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum og að verulega hefði verið grafið undan þeim stoðum sem haldið hafa aftur af ógnum síðustu svokölluðu kjarnorkualda. Þetta er meðal þess sem Radakin sagði í ræðu á ráðstefnu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Margvísleg og samtengd vandamál Radakin lýsti fyrstu kjarnorkuöldinni sem baráttu tveggja ofurvelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en annarri öldinni sem öld afvopnunar og tilrauna til að sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum og hún einkennist af margvíslegum og samtengdum vandamálum,“ sagði Radakin samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísaði hann til útbreiðslu kjarnorkuvopna og breyttrar tækni sem gerði óhefðbundnar árásir mögulegar, eins og tölvuárásir. Vilhjálmur Bretaprins fór nýverið á æfingu með breskum hermönnum.AP/Aaron Chown Meðal þeirra ógna sem Vesturlönd standa frammi fyrir að mati Radakin er möguleg notkun Rússa á svokölluðum „taktískum kjarnorkuvopnum“ í Úkraínu, kjarnorkuvopnauppbygging Kínverja, möguleg þróun kjarnorkuvopna í Íran og „reikul“ hegðun Norður-Kóreu. Samhliða þessu hefði tölvuárásum, skemmdarverkum og áróðursherferðum sem ætlað væri að grafa undan stöðugleika á Vesturlöndum fjölgað verulega. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Radakin sagði aukna óreiðu vera að skipta ríkjum heims í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópi væru að mestu alræðisríki sem hefðu það markmið að grafa undan alþjóðasamþykktum og stofnunum. Nefndi hann sérstaklega Rússland, Kína, Norður-Kóreu og Íran í þeim hópi. Í öðrum hópnum sagði Radakin að væru „ábyrgar“ þjóðir. Þar væri að mestu um að ræða lýðræðisríki og nokkur alræðisríki, eins og í Mið-Austurlöndum, sem vildu vinna með öðrum til að viðhalda stöðugleika og öryggi í heiminum. Þriðji hópurinn er svo myndaður ríkjum sem reyndu að feta eigin slóðir milli hinna tveggja hópanna. Sagði aukin fjárútlát nauðsynleg Aðmírállinn sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins þyrftu að viðhalda yfirburðum sínum á sviði hernaðar til að tryggja fælingarmátt þeirra og til að sigra óvini sína, ef það reynist nauðsynlegt. BBC hefur eftir Radakin að hann hafi kallað eftir auknum fjárútlátum til varnarmála og endurbóta með tilliti til varnarmála í Bretlandi. Ítrekaði hann að kostnaðurinn við varnir og aukinn fælingarmátt væri ávallt minni en kostnaður vegna óstöðugleika og mögulegra átaka. Ráðamenn í Bretlandi hafa heitið því að auka fjárútlát til varnarmála í 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en vilja ekki segja hvenær til standi að ná því markmiði. Slíkt fæli í sér minni peninga til annarra málaflokka eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu og þyrfti mikinn pólitískan stuðning, eins og fram kemur í frétt BBC. Þess vegna sagðist Radakin vilja gera bresku þjóðinni grein fyrir þeim ógnum sem hún stendur frammi fyrir. „Skiljum við hvað er í húfi? Erum við nægilega staðföst til að bregðast við?“ Bretland Hernaður NATO Bandaríkin Rússland Kína Íran Norður-Kórea Kjarnorka Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Tony Radakin, aðmíráll, sagði á ráðstefnu í Lundúnum í dag að í þessum breytta heimi stæðu Vesturlönd frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum og að verulega hefði verið grafið undan þeim stoðum sem haldið hafa aftur af ógnum síðustu svokölluðu kjarnorkualda. Þetta er meðal þess sem Radakin sagði í ræðu á ráðstefnu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Margvísleg og samtengd vandamál Radakin lýsti fyrstu kjarnorkuöldinni sem baráttu tveggja ofurvelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en annarri öldinni sem öld afvopnunar og tilrauna til að sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum og hún einkennist af margvíslegum og samtengdum vandamálum,“ sagði Radakin samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísaði hann til útbreiðslu kjarnorkuvopna og breyttrar tækni sem gerði óhefðbundnar árásir mögulegar, eins og tölvuárásir. Vilhjálmur Bretaprins fór nýverið á æfingu með breskum hermönnum.AP/Aaron Chown Meðal þeirra ógna sem Vesturlönd standa frammi fyrir að mati Radakin er möguleg notkun Rússa á svokölluðum „taktískum kjarnorkuvopnum“ í Úkraínu, kjarnorkuvopnauppbygging Kínverja, möguleg þróun kjarnorkuvopna í Íran og „reikul“ hegðun Norður-Kóreu. Samhliða þessu hefði tölvuárásum, skemmdarverkum og áróðursherferðum sem ætlað væri að grafa undan stöðugleika á Vesturlöndum fjölgað verulega. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Radakin sagði aukna óreiðu vera að skipta ríkjum heims í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópi væru að mestu alræðisríki sem hefðu það markmið að grafa undan alþjóðasamþykktum og stofnunum. Nefndi hann sérstaklega Rússland, Kína, Norður-Kóreu og Íran í þeim hópi. Í öðrum hópnum sagði Radakin að væru „ábyrgar“ þjóðir. Þar væri að mestu um að ræða lýðræðisríki og nokkur alræðisríki, eins og í Mið-Austurlöndum, sem vildu vinna með öðrum til að viðhalda stöðugleika og öryggi í heiminum. Þriðji hópurinn er svo myndaður ríkjum sem reyndu að feta eigin slóðir milli hinna tveggja hópanna. Sagði aukin fjárútlát nauðsynleg Aðmírállinn sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins þyrftu að viðhalda yfirburðum sínum á sviði hernaðar til að tryggja fælingarmátt þeirra og til að sigra óvini sína, ef það reynist nauðsynlegt. BBC hefur eftir Radakin að hann hafi kallað eftir auknum fjárútlátum til varnarmála og endurbóta með tilliti til varnarmála í Bretlandi. Ítrekaði hann að kostnaðurinn við varnir og aukinn fælingarmátt væri ávallt minni en kostnaður vegna óstöðugleika og mögulegra átaka. Ráðamenn í Bretlandi hafa heitið því að auka fjárútlát til varnarmála í 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en vilja ekki segja hvenær til standi að ná því markmiði. Slíkt fæli í sér minni peninga til annarra málaflokka eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu og þyrfti mikinn pólitískan stuðning, eins og fram kemur í frétt BBC. Þess vegna sagðist Radakin vilja gera bresku þjóðinni grein fyrir þeim ógnum sem hún stendur frammi fyrir. „Skiljum við hvað er í húfi? Erum við nægilega staðföst til að bregðast við?“
Bretland Hernaður NATO Bandaríkin Rússland Kína Íran Norður-Kórea Kjarnorka Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira