Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 14:55 Verð á hráefni hefur hækkað um 123 prósent á einu ári að sögn Hinriks Hinrikssonar. Vísir/Vilhelm „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. Í gær var greint frá því í verðlagseftirliti ASÍ að verð á vörum Nóa Síríus hefði hækkað umtalsvert í verslunum Krónunnar og Bónus. Sjá nánar: Konfektið í hæstu hæðum Í samtali við fréttastofu bendir Hinrik á að gríðarleg verðhækkun hafi orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. „Auðvitað þurfum við að bregðast við með einhverri hækkun sem nemur engan veginn því sem við erum að fá á okkur frá byrgjum,“ segir Hinrik sem áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. Þróun verðs á kakói síðastliðin fimm ár. X-ásinn táknar tíma, en Y-ásinn verð í dollurum á tonn af kakói.Trading economics Verðhækkunin hjá Nóa nam tæpum 23 prósentum, sem var mesta verðhækkunin hjá öllum byrgjum sem ASÍ tók saman. Samkeppnisaðilarnir í sælgætisbransanum hækkuðu líka. Verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og hjá Góu-Lindu fór verðið upp um tæp sjö prósent. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ segir Hinrik. „Það eru tímar sem eiga sér ekki hliðstæður í kaupum á hráefnum hingað til Nóa Síríus. Við erum fyrst og fremst súkkulaðiframleiðandi og höfum alltaf verið. Þá er auðvitað aðalhráefnið súkkulaði, og þegar það hækkar um 123 prósent á einu ári. Þá segir það ansi góða sögu um það sem við þurfum að takast á við.“ Þrátt fyrir þetta segir Hinrik að það stefni ekki í vöntun á súkkulaði frá Nóa Síríus. Ástandið verði þó til þess að það þurfi að skoða alla kostnaðarliði hjá fyrirtækinu. „Við höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum alla okkar kostanaðrliði og erum að sjálfsögðu að skoða allt fyrirtækið. Við erum stöðugt að finna leiðir til að takast á við þetta til að halda verði sem lægstu.“ Neytendur Sælgæti Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Í gær var greint frá því í verðlagseftirliti ASÍ að verð á vörum Nóa Síríus hefði hækkað umtalsvert í verslunum Krónunnar og Bónus. Sjá nánar: Konfektið í hæstu hæðum Í samtali við fréttastofu bendir Hinrik á að gríðarleg verðhækkun hafi orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. „Auðvitað þurfum við að bregðast við með einhverri hækkun sem nemur engan veginn því sem við erum að fá á okkur frá byrgjum,“ segir Hinrik sem áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. Þróun verðs á kakói síðastliðin fimm ár. X-ásinn táknar tíma, en Y-ásinn verð í dollurum á tonn af kakói.Trading economics Verðhækkunin hjá Nóa nam tæpum 23 prósentum, sem var mesta verðhækkunin hjá öllum byrgjum sem ASÍ tók saman. Samkeppnisaðilarnir í sælgætisbransanum hækkuðu líka. Verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og hjá Góu-Lindu fór verðið upp um tæp sjö prósent. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ segir Hinrik. „Það eru tímar sem eiga sér ekki hliðstæður í kaupum á hráefnum hingað til Nóa Síríus. Við erum fyrst og fremst súkkulaðiframleiðandi og höfum alltaf verið. Þá er auðvitað aðalhráefnið súkkulaði, og þegar það hækkar um 123 prósent á einu ári. Þá segir það ansi góða sögu um það sem við þurfum að takast á við.“ Þrátt fyrir þetta segir Hinrik að það stefni ekki í vöntun á súkkulaði frá Nóa Síríus. Ástandið verði þó til þess að það þurfi að skoða alla kostnaðarliði hjá fyrirtækinu. „Við höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum alla okkar kostanaðrliði og erum að sjálfsögðu að skoða allt fyrirtækið. Við erum stöðugt að finna leiðir til að takast á við þetta til að halda verði sem lægstu.“
Neytendur Sælgæti Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03