Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar 5. desember 2024 14:01 Hörmungarsaga þessi hófst með leigusamningi sem meirihluti O-listans og Framsóknar í Hveragerði gerðu við Fasteignafélagið Eik (Eik) og verktakafyrirtækið Hrafnshóll ehf (Hrafnshóll) síðasta vor. Fulltrúar D-listans vöruðu við að gera þennan leigusamning, enda er hann gífurlega óhagstæður fyrir bæinn og lögðu þess í stað til að fylgja fyrri áætlunum um að byggja nýjan leikskóla í Kambalandi. Eftir að öll tilboð sem bárust í viðbygginguna var hafnað var farið í svonefndar samkeppnisviðræður við bjóðendur sem endaði með því að gerður var fyrrnefndur leigusamningur við Eik sem svo samdi við lægstbjóðandann Hrafnshól um að byggja viðbygginguna. Leigusamningurinn gerir ráð fyrir að bærinn leigi viðbyggingu við leikskólann Óskaland til allt að 40 ára af Eik á kjörum sem eru hærri en þekkist á hinum almenna markaði, með möguleika á að kaupa viðbygginguna eftir 7 ár. Í þessum sama leigusamning er viðauki sem gefur Eik forkaupsrétt að núverandi leikskólahúsnæði Óskalands, en einnig skuldbindur samningurinn Hveragerðisbæ til að fara í viðræður við Eik um kaup Eikar á núverandi leikskólahúsnæði til að leigja bænum áfram, hér er sem sagt um að ræða eign sem Hveragerðisbær á að fullu og Eik vill kaupa af bænum til að leigja bænum aftur til baka. Áhyggjur af verktakanum Um samninginn hefur áður verið ritað og fjallað um í fjölmiðlum, en nú hefur hörmungarsagan haldið áfram. Fulltrúar D-listans hafa frá því að umfjöllun um Hrafnshóll kom í fjölmiðla í vor lýst yfir áhyggjum af orðspori verktakans og að það kynni að hafa áhrif á byggingu þessarar viðbyggingu við Óskaland. Áhyggjur D-listans síðasta vor voru á rökum reistar enda kom fram í frétt Morgunblaðsins í mars að í nýjum leikskóla sem Hrafnshóll væri að byggja í Reykjanesbæ væru komnar upp rakaskemmdir og mygla og seinkun yrði á afhendingu leikskólans sökum þessa frá mars og þar til í ágúst, þessi leikskóli hefur enn ekki opnað, en stefnt hafði verið að því að opna hann í október og nú er desember genginn í garð. Þá birtist í maí síðastliðnum löng frétt í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins þar sem fjallað var um nýbyggingar sama verktaka austur á fjörðum í nokkrum þéttbýlum sem stæðu ókláraðar svo mánuðum skiptu og lægju þar undir skemmdum vegna vinnubragða fyrirtækisins. Þar hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun rift samningum sínum við Hrafnshól og fengið annan verktaka til að klára verkin. Þá hefur fulltrúum D-listans verið bent á fleiri staði á landinu þar sem fyrrnefndur verktaki hefur verið að störfum með sömu sögu. Lekavandamál, ummerki um myglu og verkstopp Nú hefur Hrafnshóll unnið að viðbyggingunni við Óskaland frá því í vor síðastliðnum. Í ágúst komu upp alvarlegir lekar í lokaðri enn ókláraðri viðbyggingunni, í kjölfarið var ráðist í aðgerðir sem áttu loka fyrir þá leka. Það dugði því miður ekki til, því núna í nóvember kom upp enn eitt leka vandamálið. Í síðustu verkfundargerð frá 21. nóvember kom í ljós að Hrafnshóll fékk í lok september í hendurnar skýrslu frá framleiðendum timbureininganna sem viðbyggingin er reist úr, í skýrslunni kom fram að ummerki um myglu hafði fundist í viðbyggingunni. Þessa skýrslu hafði Hrafnshóll haldið að sér og ekki látið verkkaupa, Eik, fá í hendurnar né Hveragerðisbæ þar til 15. nóvember. Þá kom einnig fram í sömu verkfundargerð að píparar væru komnir í verkstopp og frést hefur af öðrum iðnaðarmönnum sem ekki hafa fengið greitt fyrir sína vinnu frá því í ágúst. Ítrekað lýst yfir áhyggjum Fulltrúar D-listans hafa ítrekað sett fram athugasemdir og viðvaranir bæði í orði og í bókunum á fundum um samninginn, verktímann og varðandi verktakann. D-listinn hefur gagnrýnt þá tímalínu sem var gefin upp og meirihlutinn hefur staðfastlega haldið fram að myndi haldast, þvert gegn aðvörunum sem komu fram í verkfundargerðum og augljósri stöðu verksins. Meirihluti O-lista og Framsóknar hefur þannig staðfastlega haldið því fram að viðbyggingin yrði tilbúin 15. desember 2024 allt þar til á síðasta fundi bæjarráðs í nóvember þegar ný tímaáætlun lá fyrir, að viðbyggingin yrði tilbúin 17. janúar 2025. Eftirlitsmaður Hveragerðisbæjar með verkinu bendir hins vegar á í síðustu verkfundargerð að það er full mikil bjartsýni að halda því fram að leikskólinn verði tilbúinn 17. janúar 2025. Þegar hafa verið ráðnir starfsmenn, hátt í 16 talsins, og meirihlutinn hefur gefið barnafjölskyldum í Hveragerði sem áttu von á leikskólaplássi í desember upp falskar vonir. Þessar fjölskyldur, sem margar hverjar höfðu gert ráð fyrir því að barnið þeirra kæmist inn á leikskóla 15. desemeber sitja nú uppi með þá staðreynd að barnið mun ekki komast á leikskóla fyrr en einhvern tíman eftir miðjan janúar 2025, ef að sú tímaáætlun skyldi standast. Af þessu hafa fulltrúar D-listans verulegar áhyggjur. Lausnirnar Fulltrúar D-listans hafa lagt það til nokkrum sinnum að samningi Hveragerðisbæjar við Eik og Hrafnshól yrði rift ásamt því að viðræðum um kaup Eikar á leikskólanum Óskalandi verði hafnað. Þá hafa fulltrúar D-listans einnig lagt til að bæjarstjóra yrði falið að ganga til samninga um kaup á ókláraðri viðbyggingu við Óskaland, með fyrirvara um ástandsskoðun á húsnæðinu og að fengnir yrðu aðrir verktakar í að klára viðbygginguna. Meirihlutinn hefur ávallt hafnað þessum tillögum D-listans. Þegar allt er komið í hnút þá þarf að hugsa í lausnum og því lagði D-listinn til á bæjarráðsfundi í lok nóvember að bæjarstjóra yrði falið í samstarfi við leikskólastjóra leikskólans Óskalands, deildarstjóra leikskólans og forstöðumanns Bungubrekku, að finna tímabundna ráðstöfun þannig að hægt sé að taka inn elstu börnin á biðlistum á leikskóla. Ein hugmynd D-listans væri að elstu börn á Óskalandi færðust til og gætu verið fyrir hádegi í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Bungubrekku sem stendur tómt fyrir hádegi og eftir hádegi yrði ýmiskonar dagskrá í boði. Þessi ráðstöfun yrði að sjálfsögðu einnig að vera unnin í nánu samstarfi við foreldra barnanna. Svipað fyrirkomulag reyndist vel í lok árs 2021 meðan verið var að bæta við tveimur færanlegum leikskóladeildum við leikskólann Óskaland. Þá myndi þessi tillaga leysa biðlista vandann og jafnframt gera það að verkum að þeir leikskólakennarar sem hafa verið ráðnir inn og áttu að hefja störf um eða eftir 15. desember haldi störfunum sínum þar til viðbyggingin opnar. Þessa tillögu D-listans samþykkti meirihlutinn með smávægilegum breytingum. Það er ljóst að meirihlutinn er meðvitaður um þá hættulegu þróun sem verið hefur á byggingu viðbyggingarinnar eftir allt það sem á undan er gengið og tók bæjarráð meðal annars undir bókun bæjarstjóra í síðustu verkfundargerð sem lét sérstaklega bóka að Hveragerðisbær geri skýra kröfu um að tryggt sé og ábyrgst að húsið verði vatnshelt og myglulaust við afhendingu. Eitthvað sem ætti ekki að þurfa að nefna við kaup á nýju húsnæði. Höfundur er oddviti D-listans í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hörmungarsaga þessi hófst með leigusamningi sem meirihluti O-listans og Framsóknar í Hveragerði gerðu við Fasteignafélagið Eik (Eik) og verktakafyrirtækið Hrafnshóll ehf (Hrafnshóll) síðasta vor. Fulltrúar D-listans vöruðu við að gera þennan leigusamning, enda er hann gífurlega óhagstæður fyrir bæinn og lögðu þess í stað til að fylgja fyrri áætlunum um að byggja nýjan leikskóla í Kambalandi. Eftir að öll tilboð sem bárust í viðbygginguna var hafnað var farið í svonefndar samkeppnisviðræður við bjóðendur sem endaði með því að gerður var fyrrnefndur leigusamningur við Eik sem svo samdi við lægstbjóðandann Hrafnshól um að byggja viðbygginguna. Leigusamningurinn gerir ráð fyrir að bærinn leigi viðbyggingu við leikskólann Óskaland til allt að 40 ára af Eik á kjörum sem eru hærri en þekkist á hinum almenna markaði, með möguleika á að kaupa viðbygginguna eftir 7 ár. Í þessum sama leigusamning er viðauki sem gefur Eik forkaupsrétt að núverandi leikskólahúsnæði Óskalands, en einnig skuldbindur samningurinn Hveragerðisbæ til að fara í viðræður við Eik um kaup Eikar á núverandi leikskólahúsnæði til að leigja bænum áfram, hér er sem sagt um að ræða eign sem Hveragerðisbær á að fullu og Eik vill kaupa af bænum til að leigja bænum aftur til baka. Áhyggjur af verktakanum Um samninginn hefur áður verið ritað og fjallað um í fjölmiðlum, en nú hefur hörmungarsagan haldið áfram. Fulltrúar D-listans hafa frá því að umfjöllun um Hrafnshóll kom í fjölmiðla í vor lýst yfir áhyggjum af orðspori verktakans og að það kynni að hafa áhrif á byggingu þessarar viðbyggingu við Óskaland. Áhyggjur D-listans síðasta vor voru á rökum reistar enda kom fram í frétt Morgunblaðsins í mars að í nýjum leikskóla sem Hrafnshóll væri að byggja í Reykjanesbæ væru komnar upp rakaskemmdir og mygla og seinkun yrði á afhendingu leikskólans sökum þessa frá mars og þar til í ágúst, þessi leikskóli hefur enn ekki opnað, en stefnt hafði verið að því að opna hann í október og nú er desember genginn í garð. Þá birtist í maí síðastliðnum löng frétt í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins þar sem fjallað var um nýbyggingar sama verktaka austur á fjörðum í nokkrum þéttbýlum sem stæðu ókláraðar svo mánuðum skiptu og lægju þar undir skemmdum vegna vinnubragða fyrirtækisins. Þar hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun rift samningum sínum við Hrafnshól og fengið annan verktaka til að klára verkin. Þá hefur fulltrúum D-listans verið bent á fleiri staði á landinu þar sem fyrrnefndur verktaki hefur verið að störfum með sömu sögu. Lekavandamál, ummerki um myglu og verkstopp Nú hefur Hrafnshóll unnið að viðbyggingunni við Óskaland frá því í vor síðastliðnum. Í ágúst komu upp alvarlegir lekar í lokaðri enn ókláraðri viðbyggingunni, í kjölfarið var ráðist í aðgerðir sem áttu loka fyrir þá leka. Það dugði því miður ekki til, því núna í nóvember kom upp enn eitt leka vandamálið. Í síðustu verkfundargerð frá 21. nóvember kom í ljós að Hrafnshóll fékk í lok september í hendurnar skýrslu frá framleiðendum timbureininganna sem viðbyggingin er reist úr, í skýrslunni kom fram að ummerki um myglu hafði fundist í viðbyggingunni. Þessa skýrslu hafði Hrafnshóll haldið að sér og ekki látið verkkaupa, Eik, fá í hendurnar né Hveragerðisbæ þar til 15. nóvember. Þá kom einnig fram í sömu verkfundargerð að píparar væru komnir í verkstopp og frést hefur af öðrum iðnaðarmönnum sem ekki hafa fengið greitt fyrir sína vinnu frá því í ágúst. Ítrekað lýst yfir áhyggjum Fulltrúar D-listans hafa ítrekað sett fram athugasemdir og viðvaranir bæði í orði og í bókunum á fundum um samninginn, verktímann og varðandi verktakann. D-listinn hefur gagnrýnt þá tímalínu sem var gefin upp og meirihlutinn hefur staðfastlega haldið fram að myndi haldast, þvert gegn aðvörunum sem komu fram í verkfundargerðum og augljósri stöðu verksins. Meirihluti O-lista og Framsóknar hefur þannig staðfastlega haldið því fram að viðbyggingin yrði tilbúin 15. desember 2024 allt þar til á síðasta fundi bæjarráðs í nóvember þegar ný tímaáætlun lá fyrir, að viðbyggingin yrði tilbúin 17. janúar 2025. Eftirlitsmaður Hveragerðisbæjar með verkinu bendir hins vegar á í síðustu verkfundargerð að það er full mikil bjartsýni að halda því fram að leikskólinn verði tilbúinn 17. janúar 2025. Þegar hafa verið ráðnir starfsmenn, hátt í 16 talsins, og meirihlutinn hefur gefið barnafjölskyldum í Hveragerði sem áttu von á leikskólaplássi í desember upp falskar vonir. Þessar fjölskyldur, sem margar hverjar höfðu gert ráð fyrir því að barnið þeirra kæmist inn á leikskóla 15. desemeber sitja nú uppi með þá staðreynd að barnið mun ekki komast á leikskóla fyrr en einhvern tíman eftir miðjan janúar 2025, ef að sú tímaáætlun skyldi standast. Af þessu hafa fulltrúar D-listans verulegar áhyggjur. Lausnirnar Fulltrúar D-listans hafa lagt það til nokkrum sinnum að samningi Hveragerðisbæjar við Eik og Hrafnshól yrði rift ásamt því að viðræðum um kaup Eikar á leikskólanum Óskalandi verði hafnað. Þá hafa fulltrúar D-listans einnig lagt til að bæjarstjóra yrði falið að ganga til samninga um kaup á ókláraðri viðbyggingu við Óskaland, með fyrirvara um ástandsskoðun á húsnæðinu og að fengnir yrðu aðrir verktakar í að klára viðbygginguna. Meirihlutinn hefur ávallt hafnað þessum tillögum D-listans. Þegar allt er komið í hnút þá þarf að hugsa í lausnum og því lagði D-listinn til á bæjarráðsfundi í lok nóvember að bæjarstjóra yrði falið í samstarfi við leikskólastjóra leikskólans Óskalands, deildarstjóra leikskólans og forstöðumanns Bungubrekku, að finna tímabundna ráðstöfun þannig að hægt sé að taka inn elstu börnin á biðlistum á leikskóla. Ein hugmynd D-listans væri að elstu börn á Óskalandi færðust til og gætu verið fyrir hádegi í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Bungubrekku sem stendur tómt fyrir hádegi og eftir hádegi yrði ýmiskonar dagskrá í boði. Þessi ráðstöfun yrði að sjálfsögðu einnig að vera unnin í nánu samstarfi við foreldra barnanna. Svipað fyrirkomulag reyndist vel í lok árs 2021 meðan verið var að bæta við tveimur færanlegum leikskóladeildum við leikskólann Óskaland. Þá myndi þessi tillaga leysa biðlista vandann og jafnframt gera það að verkum að þeir leikskólakennarar sem hafa verið ráðnir inn og áttu að hefja störf um eða eftir 15. desember haldi störfunum sínum þar til viðbyggingin opnar. Þessa tillögu D-listans samþykkti meirihlutinn með smávægilegum breytingum. Það er ljóst að meirihlutinn er meðvitaður um þá hættulegu þróun sem verið hefur á byggingu viðbyggingarinnar eftir allt það sem á undan er gengið og tók bæjarráð meðal annars undir bókun bæjarstjóra í síðustu verkfundargerð sem lét sérstaklega bóka að Hveragerðisbær geri skýra kröfu um að tryggt sé og ábyrgst að húsið verði vatnshelt og myglulaust við afhendingu. Eitthvað sem ætti ekki að þurfa að nefna við kaup á nýju húsnæði. Höfundur er oddviti D-listans í Hveragerði.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun