Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar 5. desember 2024 13:02 Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. Þar fullyrti hún að vegna aukins kostnaðar við að brjóta nýtt land hefðu Sjálfstæðismenn, sem stýra sveitarfélaginu, orðið að grípa til þess ráðs að fara í afturvirka hækkun á útsvari. Það er rangt. Hið rétta er að álagið sem um ræðir var ekki lagt á vegna kostnaðarsamra uppbyggingar innviða og það var alls ekki afturvirkt eins og Kristrún fullyrti. Ástæðan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti að leggja álag á útsvar var neyðarúrræði vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg var komið í árið 2022. Ári síðar var sveitarfélagið hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt og lenda undir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það sem kom sveitarfélaginu í þessa stöðu voru lausatök í rekstrinum kjörtímabilið 2018-2022 undir stjórn Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Áfram Árborgar og Samfylkingarinnar, flokks Kristrúnar Frostadóttur. 363.000 króna tap á klukkustund Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 milljörðum árið 2018 í 28,3 milljarðar árið 2022 (sjá mynd 1). Þar af voru 5 milljarðar teknir að láni til að standa undir rekstri enda hafði rekstrarkostnaður gjörsamlega farið úr böndunum. Mánuð eftir mánuð þurfti sveitarfélagið að taka lán til að eiga fyrir launum starfsfólks. Eins og hvert mannsbarn veit að þá kemur alltaf að skuldadögum. Í dag er staðan sú að lántaka sveitarfélagsins er í lágmarki. Þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Launakostnaður er stór liður í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og var hlutfall launa af tekjum eitt það hæsta á Íslandi. Því miður þurfti meirihlutinn að ráðast í uppsagnir á starfsfólki. Frá kosningum 2022 hefur stöðugildum fækkað um 6% á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 12% eða 1.300 manns. Erum á réttri leið Það var vitað mál að verkefnið yrði tímafrekt enda engin ein töfralausn til að snúa rekstri og fjármálum sveitarfélaga við á einu bretti. Þó efa ég ekki að Samfylkingin hafi plan í þeim málum sem enginn veit hvað felst í. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem við sjálfstæðismenn höfum ráðist í og núna með Áfram Árborg, eru byrjaðar að skila árangri í að snúa við bágri stöðu sveitarfélagsins eftir lausatök síðasta meirihluta. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Það væri virkilega ánægjulegt ef Samfylkingin og Kristrún Frostadóttir væri tilbúin að líta sér nær í stað þess að benda á einhvern annan. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Rekstur hins opinbera Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. Þar fullyrti hún að vegna aukins kostnaðar við að brjóta nýtt land hefðu Sjálfstæðismenn, sem stýra sveitarfélaginu, orðið að grípa til þess ráðs að fara í afturvirka hækkun á útsvari. Það er rangt. Hið rétta er að álagið sem um ræðir var ekki lagt á vegna kostnaðarsamra uppbyggingar innviða og það var alls ekki afturvirkt eins og Kristrún fullyrti. Ástæðan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti að leggja álag á útsvar var neyðarúrræði vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg var komið í árið 2022. Ári síðar var sveitarfélagið hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt og lenda undir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það sem kom sveitarfélaginu í þessa stöðu voru lausatök í rekstrinum kjörtímabilið 2018-2022 undir stjórn Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Áfram Árborgar og Samfylkingarinnar, flokks Kristrúnar Frostadóttur. 363.000 króna tap á klukkustund Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 milljörðum árið 2018 í 28,3 milljarðar árið 2022 (sjá mynd 1). Þar af voru 5 milljarðar teknir að láni til að standa undir rekstri enda hafði rekstrarkostnaður gjörsamlega farið úr böndunum. Mánuð eftir mánuð þurfti sveitarfélagið að taka lán til að eiga fyrir launum starfsfólks. Eins og hvert mannsbarn veit að þá kemur alltaf að skuldadögum. Í dag er staðan sú að lántaka sveitarfélagsins er í lágmarki. Þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Launakostnaður er stór liður í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og var hlutfall launa af tekjum eitt það hæsta á Íslandi. Því miður þurfti meirihlutinn að ráðast í uppsagnir á starfsfólki. Frá kosningum 2022 hefur stöðugildum fækkað um 6% á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 12% eða 1.300 manns. Erum á réttri leið Það var vitað mál að verkefnið yrði tímafrekt enda engin ein töfralausn til að snúa rekstri og fjármálum sveitarfélaga við á einu bretti. Þó efa ég ekki að Samfylkingin hafi plan í þeim málum sem enginn veit hvað felst í. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem við sjálfstæðismenn höfum ráðist í og núna með Áfram Árborg, eru byrjaðar að skila árangri í að snúa við bágri stöðu sveitarfélagsins eftir lausatök síðasta meirihluta. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Það væri virkilega ánægjulegt ef Samfylkingin og Kristrún Frostadóttir væri tilbúin að líta sér nær í stað þess að benda á einhvern annan. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar