Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:02 Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. Þrátt fyrir einstaka eiginleika blandaðra jarðvarmavirkjana þá fylgja þeim áskoranir þegar kemur að því að mæta eftirspurn almennings sem er afar sveiflukennd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Framleiðsla jarðvarmavirkjana er almennt nokkuð stöðug, þær framleiða svo til alltaf jafn mikið á hverjum einasta klukkutíma, dag frá degi og mánuði til mánaðar. Á sama tíma þá eru þarfir almennings á raforku mismiklar á hinum ýmsu tímum sólahringsins ásamt því að vera mismunandi um helgar og virka daga, þannig er notkun mismikil frá einum klukkutíma til annars. Það er þessi sveiflukennda notkun sem jarðvarmavirkjanir eiga erfitt með að mæta. Jöfn framleiðsla, líkt og er hjá flestum jarðvarmavirkjunum, er illa til þess fallin að mæta sveiflukenndri eftirspurn almennings. Þetta sést einmitt á myndinni en þar má sjá að framleiðslan er ýmist töluvert yfir eða töluvert undir notkun. Til að mæta þörfum almennings er nauðsynlegt að hafa getu til að sveifla framleiðslu. Á Íslandi kemur sveiflanlegt afl frá vatnsaflsvirkjunum og þá næstum eingöngu frá virkjunum Landsvirkjunar. Kosturinn við blandaðar jarðvarmavirkjanir er að hægt er að nýta sama jarðhitavökva, sem er blanda af gufu og heitu vatni, til að framleiða bæði heitt vatn til húshitunar og raforku. Þannig er hægt, þegar mjög kalt er í veðri, að auka við framleiðslu á heitu vatni til að tryggja afhendingu á heitu vatni. Sá galli er þó á því, að þessi aukning leiðir til minni raforkuframleiðslu. Með því að hafa þennan sveigjanleika þá getum við mætt breytilegum þörfum samfélagsins til húshitunar, sem Orka náttúrunnar lítur á sem sína samfélagslegu skyldu auk þess sem uppfylltar eru á sama tíma lagaskyldur um að framleiðsla heits vatns í slíkum virkjunum hafi forgang umfram raforkuframleiðslu. Raforkunotkun almennings og raforkuframleiðsla í blandaðri jarðvarmavirkjun eru þættir sem breytast oft á sama tíma, en í sitthvora áttina. Þessi tenging getur verið vegna eftirspurnar á heitu vatni og aukinnar framleiðslu á heitu vatni sem verður þá á kostnað raforkuframleiðslu. Raforkunotkun og heitavatnsnotkun aukast oft á sama tíma, til dæmis þegar mjög kalt er í veðri. Í miklum kulda þá eykst raforkunotkun , til dæmis vegna rafkyndingar og aukinnar raforkunotkunar á dælum á heitu vatni til að bregðast við aukinni heitavatnsnotkun. Auk þess er fólk oft meira heima við á köldum dögum og notar því meira raforku. Þannig eykst raforku- og heitavatnsnotkun, en framleiðsla raforku minnkar vegna þess að auðvitað er framleiðsla á heitu vatni í forgangi til að mæta aukinni eftirspurn. Þannig eykst heitavatnsframleiðsla á kostnað raforkuframleiðslu á köldum dögum á tímum þegar raforku- og heitavatnsnotkun eykst á sama tíma. Orka náttúrunnar hefur síðastliðin ár tryggt raforkunotkun almenns markaðar vel umfram sitt framleiðsluhlutfall á raforku. Þrátt fyrir að framleiða eingöngu um 17% af raforku á Íslandi þá hefur, undanfarin ár, á bilinu 25-30% af þeirri raforku sem almenningur notar komið frá virkjunum Orku náttúrunnar. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun, sem framleiðir 73% af raforku á Íslandi, stendur nú eingöngu undir um 50% af raforkuþörf almennings en ef skilja má orðræðu fyrirtækisins þá hefur það hlutfall verið mun lægra undanfarin ár. Lausnir til að tryggja orkuöryggi almennings verða að skoðast í heildarsamhengi. Söguleg sala inn á raforkumarkað er ekki endilega lýsandi fyrir framtíðarmöguleika á sölu. Þá er ekki hægt að horfa eingöngu á raforkuöryggi, en heita vatns öryggi, eða varmaöryggi, er jafn mikilvægur þáttur í orkuöryggi þjóðarinnar. Þær mögulegu skyldur sem settar yrðu á raforkuframleiðendur um að tryggja raforku fyrir almenning þarf því alltaf að meta í samhengi við aðrar skyldur sem gerðar eru til orkufyrirtækja, þá sérstaklega þeirra sem reka blandaðar jarðvarmavirkjanir. Ótækt væri að setja auknar skyldur á orkufyrirtæki sem stangast á við aðrar skyldur í raforkulögum. Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru ómissandi hluti af íslenskri orkuframleiðslu. Með því að framleiða bæði raforku og heitt vatn stuðla þær að orkuöryggi sem nær yfir marga þætti samfélagsins. Til að mæta framtíðaráskorunum þarf stefna um orkuöryggi að taka mið af ólíkum orkugjöfum – sem er forsenda þess að við getum áfram nýtt auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. Þrátt fyrir einstaka eiginleika blandaðra jarðvarmavirkjana þá fylgja þeim áskoranir þegar kemur að því að mæta eftirspurn almennings sem er afar sveiflukennd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Framleiðsla jarðvarmavirkjana er almennt nokkuð stöðug, þær framleiða svo til alltaf jafn mikið á hverjum einasta klukkutíma, dag frá degi og mánuði til mánaðar. Á sama tíma þá eru þarfir almennings á raforku mismiklar á hinum ýmsu tímum sólahringsins ásamt því að vera mismunandi um helgar og virka daga, þannig er notkun mismikil frá einum klukkutíma til annars. Það er þessi sveiflukennda notkun sem jarðvarmavirkjanir eiga erfitt með að mæta. Jöfn framleiðsla, líkt og er hjá flestum jarðvarmavirkjunum, er illa til þess fallin að mæta sveiflukenndri eftirspurn almennings. Þetta sést einmitt á myndinni en þar má sjá að framleiðslan er ýmist töluvert yfir eða töluvert undir notkun. Til að mæta þörfum almennings er nauðsynlegt að hafa getu til að sveifla framleiðslu. Á Íslandi kemur sveiflanlegt afl frá vatnsaflsvirkjunum og þá næstum eingöngu frá virkjunum Landsvirkjunar. Kosturinn við blandaðar jarðvarmavirkjanir er að hægt er að nýta sama jarðhitavökva, sem er blanda af gufu og heitu vatni, til að framleiða bæði heitt vatn til húshitunar og raforku. Þannig er hægt, þegar mjög kalt er í veðri, að auka við framleiðslu á heitu vatni til að tryggja afhendingu á heitu vatni. Sá galli er þó á því, að þessi aukning leiðir til minni raforkuframleiðslu. Með því að hafa þennan sveigjanleika þá getum við mætt breytilegum þörfum samfélagsins til húshitunar, sem Orka náttúrunnar lítur á sem sína samfélagslegu skyldu auk þess sem uppfylltar eru á sama tíma lagaskyldur um að framleiðsla heits vatns í slíkum virkjunum hafi forgang umfram raforkuframleiðslu. Raforkunotkun almennings og raforkuframleiðsla í blandaðri jarðvarmavirkjun eru þættir sem breytast oft á sama tíma, en í sitthvora áttina. Þessi tenging getur verið vegna eftirspurnar á heitu vatni og aukinnar framleiðslu á heitu vatni sem verður þá á kostnað raforkuframleiðslu. Raforkunotkun og heitavatnsnotkun aukast oft á sama tíma, til dæmis þegar mjög kalt er í veðri. Í miklum kulda þá eykst raforkunotkun , til dæmis vegna rafkyndingar og aukinnar raforkunotkunar á dælum á heitu vatni til að bregðast við aukinni heitavatnsnotkun. Auk þess er fólk oft meira heima við á köldum dögum og notar því meira raforku. Þannig eykst raforku- og heitavatnsnotkun, en framleiðsla raforku minnkar vegna þess að auðvitað er framleiðsla á heitu vatni í forgangi til að mæta aukinni eftirspurn. Þannig eykst heitavatnsframleiðsla á kostnað raforkuframleiðslu á köldum dögum á tímum þegar raforku- og heitavatnsnotkun eykst á sama tíma. Orka náttúrunnar hefur síðastliðin ár tryggt raforkunotkun almenns markaðar vel umfram sitt framleiðsluhlutfall á raforku. Þrátt fyrir að framleiða eingöngu um 17% af raforku á Íslandi þá hefur, undanfarin ár, á bilinu 25-30% af þeirri raforku sem almenningur notar komið frá virkjunum Orku náttúrunnar. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun, sem framleiðir 73% af raforku á Íslandi, stendur nú eingöngu undir um 50% af raforkuþörf almennings en ef skilja má orðræðu fyrirtækisins þá hefur það hlutfall verið mun lægra undanfarin ár. Lausnir til að tryggja orkuöryggi almennings verða að skoðast í heildarsamhengi. Söguleg sala inn á raforkumarkað er ekki endilega lýsandi fyrir framtíðarmöguleika á sölu. Þá er ekki hægt að horfa eingöngu á raforkuöryggi, en heita vatns öryggi, eða varmaöryggi, er jafn mikilvægur þáttur í orkuöryggi þjóðarinnar. Þær mögulegu skyldur sem settar yrðu á raforkuframleiðendur um að tryggja raforku fyrir almenning þarf því alltaf að meta í samhengi við aðrar skyldur sem gerðar eru til orkufyrirtækja, þá sérstaklega þeirra sem reka blandaðar jarðvarmavirkjanir. Ótækt væri að setja auknar skyldur á orkufyrirtæki sem stangast á við aðrar skyldur í raforkulögum. Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru ómissandi hluti af íslenskri orkuframleiðslu. Með því að framleiða bæði raforku og heitt vatn stuðla þær að orkuöryggi sem nær yfir marga þætti samfélagsins. Til að mæta framtíðaráskorunum þarf stefna um orkuöryggi að taka mið af ólíkum orkugjöfum – sem er forsenda þess að við getum áfram nýtt auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar