Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 4. desember 2024 16:03 Eiríkur segir að hægt sé að leggja upp með ákveðin markmið og það skipti miklu máli hversu niður njörvuð formenn flokkanna vilji hafa málefnin í þeim markmiðum. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir allan gang hafa verið á því í gegnum tíðina hversu langan tíma það hefur tekið fyrir flokka að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Það geti tekið daga, vikur eða mánuði. Hægt sé að horfa á málefnin eða setja sér markmið. „Það er misjafnt hversu ítarlegan stjórnarsáttmála ríkisstjórnir hafa gert með sér,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Hann segir að það séu dæmi um að það hafi tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn og svo séu dæmi um að það hafi tekið nokkra mánuði. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hafa fundað í dag og halda því áfram á morgun.Vísir/Vilhelm „Það fer allt eftir því hvaða nálgun þær velja á viðfangsefnið hversu langan tíma þetta þarf að taka. Þetta eru alltaf einhverjar tvær til þrjár vikur sem svona tekur, en svo getur líka teygst úr því.“ Markmið og málefni Miðað við málefnin og stefnu flokkanna sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum segir Eiríkur að það skipti miklu máli hversu niður njörvað þær vilji hafa málin. „Það er líka hægt að leggja upp með tiltekin markmið sem eru þá ekkert sérstaklega útfærð,“ segir Eiríkur. Sé unnið þannig þurfi stjórnarmyndun ekki að taka svo langan tíma ef fólk nær saman „í prinsippinu.“ „Þetta snýst kannski fyrst og fremst um það. Hversu mikið traust er á milli formannanna og hvað þeir telja sig þurfa að njörva mikið niður málefnin.“ Hann segir lengst á milli hugmynda Flokks fólksins til dæmis og hugmynda hans um auknar bótagreiðslur og ýmislegt sem kynni að kalla á meiri útgjöld ríkisins. Svo Viðreisnar sem ekki hefur viljað auka við skattheimtu í landinu. Hægt að finna skapandi lausn „En það er alveg hægt að finna einhverja skapandi lausn á þessu og sú lausn getur jafnvel fundist á einum til tveimur dögum, einni til tveimur vikum eða mánuði. Það fer allt eftir því hvernig þeim vindur fram. Það er ekki til neitt skapalón fyrir þetta.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
„Það er misjafnt hversu ítarlegan stjórnarsáttmála ríkisstjórnir hafa gert með sér,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Hann segir að það séu dæmi um að það hafi tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn og svo séu dæmi um að það hafi tekið nokkra mánuði. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hafa fundað í dag og halda því áfram á morgun.Vísir/Vilhelm „Það fer allt eftir því hvaða nálgun þær velja á viðfangsefnið hversu langan tíma þetta þarf að taka. Þetta eru alltaf einhverjar tvær til þrjár vikur sem svona tekur, en svo getur líka teygst úr því.“ Markmið og málefni Miðað við málefnin og stefnu flokkanna sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum segir Eiríkur að það skipti miklu máli hversu niður njörvað þær vilji hafa málin. „Það er líka hægt að leggja upp með tiltekin markmið sem eru þá ekkert sérstaklega útfærð,“ segir Eiríkur. Sé unnið þannig þurfi stjórnarmyndun ekki að taka svo langan tíma ef fólk nær saman „í prinsippinu.“ „Þetta snýst kannski fyrst og fremst um það. Hversu mikið traust er á milli formannanna og hvað þeir telja sig þurfa að njörva mikið niður málefnin.“ Hann segir lengst á milli hugmynda Flokks fólksins til dæmis og hugmynda hans um auknar bótagreiðslur og ýmislegt sem kynni að kalla á meiri útgjöld ríkisins. Svo Viðreisnar sem ekki hefur viljað auka við skattheimtu í landinu. Hægt að finna skapandi lausn „En það er alveg hægt að finna einhverja skapandi lausn á þessu og sú lausn getur jafnvel fundist á einum til tveimur dögum, einni til tveimur vikum eða mánuði. Það fer allt eftir því hvernig þeim vindur fram. Það er ekki til neitt skapalón fyrir þetta.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira