Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 13:02 Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Íslands á EM. Getty/Christina Pahnke Perla Ruth Albertsdóttir var ein af markahæstu leikmönnum allrar riðlakeppninnar á EM í handbolta, og hún skoraði úr flestum vítum allra í þeim hluta mótsins. Riðlakeppninni lauk í gær og þar með lauk einnig þátttöku Íslands sem tapaði fyrir Þýskalandi og komst því ekki áfram í milliriðla. Liðin 24 á mótinu hafa þar með leikið þrjá leiki hvert um sig en nú hefur helmingur þeirra lokið keppni og hin tólf skiptast í tvo sex liða milliriðla. Í riðlakeppninni skoraði Perla 21 mark úr 26 skotum, og var því með tæplega 81% nýtingu. Það er jafnframt besta nýtingin á meðal tuttugu markahæstu leikmanna mótsins til þessa. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Perla, en markahæst er Stanko Tjasa frá Slóveníu með 24 mörk. Hún er með 68,6% nýtingu. Durdina Jaukovic frá Svartfjallalandi hefur skorað 23 mörk og Nathalie Hagman frá Svíþjóð hefur skorað 22 mörk. Perla Rut Albertsdóttir var afar örugg á vítalínunni fyrir Ísland.Getty/Marco Wolf Þrír leikmenn eru svo jafnir Perlu í 4. sætinu en það eru Tabea Schmid frá Sviss, Pernille Brandenborg frá Færeyjum og Andjela Janjusevic frá Serbíu. Perla var eins og fyrr segir öryggið uppmálað á vítalínunni og hún skoraði þar flest mörk allra eða tólf, úr aðeins þrettán tilraunum. Byrjaði sautján ára í handbolta Eins og fram kom í viðtali við Perlu á RÚV var þessi kraftmikla hornakona orðin 17 ára þegar hún byrjaði að æfa handbolta. Hún er úr Hrútafirði en flutti á Selfoss eftir að hafa kynnst ástinni sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Maðurinn hennar er Örn Þrastarson, handboltaþjálfari og nú íþróttastjóri Selfoss, sem þjálfaði Perlu. Örn er eldri bróðir Hauks Þrastarsonar landsliðsmanns, Hrafnhildar Hönnu fyrrverandi landsliðskonu, og Huldu Dísar sem er liðsfélagi Perlu hjá Selfossi. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Riðlakeppninni lauk í gær og þar með lauk einnig þátttöku Íslands sem tapaði fyrir Þýskalandi og komst því ekki áfram í milliriðla. Liðin 24 á mótinu hafa þar með leikið þrjá leiki hvert um sig en nú hefur helmingur þeirra lokið keppni og hin tólf skiptast í tvo sex liða milliriðla. Í riðlakeppninni skoraði Perla 21 mark úr 26 skotum, og var því með tæplega 81% nýtingu. Það er jafnframt besta nýtingin á meðal tuttugu markahæstu leikmanna mótsins til þessa. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Perla, en markahæst er Stanko Tjasa frá Slóveníu með 24 mörk. Hún er með 68,6% nýtingu. Durdina Jaukovic frá Svartfjallalandi hefur skorað 23 mörk og Nathalie Hagman frá Svíþjóð hefur skorað 22 mörk. Perla Rut Albertsdóttir var afar örugg á vítalínunni fyrir Ísland.Getty/Marco Wolf Þrír leikmenn eru svo jafnir Perlu í 4. sætinu en það eru Tabea Schmid frá Sviss, Pernille Brandenborg frá Færeyjum og Andjela Janjusevic frá Serbíu. Perla var eins og fyrr segir öryggið uppmálað á vítalínunni og hún skoraði þar flest mörk allra eða tólf, úr aðeins þrettán tilraunum. Byrjaði sautján ára í handbolta Eins og fram kom í viðtali við Perlu á RÚV var þessi kraftmikla hornakona orðin 17 ára þegar hún byrjaði að æfa handbolta. Hún er úr Hrútafirði en flutti á Selfoss eftir að hafa kynnst ástinni sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Maðurinn hennar er Örn Þrastarson, handboltaþjálfari og nú íþróttastjóri Selfoss, sem þjálfaði Perlu. Örn er eldri bróðir Hauks Þrastarsonar landsliðsmanns, Hrafnhildar Hönnu fyrrverandi landsliðskonu, og Huldu Dísar sem er liðsfélagi Perlu hjá Selfossi.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira