Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 12:00 Norska landsliðið í handbolta fékk gull í París í sumar en leikmenn liðsins græða þó ekki á tá og fingri af því að vera bestar í sinni íþrótt. getty/Alex Davidson Þrátt fyrir að hafa tryggt Noregi Ólympíumeistaratitil í handbolta í sumar þá þéna stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar minna, samanlagt, en frjálsíþróttastjörnurnar Karsten Warholm og Jakob Ingebrigtsen. Warholm og Ingebrigtsen þéna sem sagt hvor um sig meira en allir hinir 28 íþróttamennirnir, sem unnu Ólympíuverðlaun fyrir hönd Noregs í París í sumar, samanlagt. Þar á meðal eru leikmennirnir fimmtán sem Þórir valdi fyrir leikana. Ingebrigtsen varð, líkt og handboltaliðið, Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi en Warholm vann silfur í 400 metra grindahlaupi, eftir að hafa orðið Ólympíumeistari í Tókýó þremur árum fyrr. NRK segir að Ingebrigtsen hafi á tekjuárinu 2023 þénað 25,4 milljónir norskra króna, eða jafnvirði 318 milljóna íslenskra króna. Warholm hafi þénað jafnvirði 187 milljóna íslenskra króna. Jakob Ingebrigtsen var með hátt í milljón íslenskra króna á dag í tekjur árið 2023.Getty/Grzegorz Wajda Hinir 28 íþróttamennirnir sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra þénuðu samtals jafnvirði 162 milljóna íslenskra króna, eða að meðaltali rúmar 20 milljónir í árslaun. „Það er synd að svona margir af þeim sem velja að fara þessa braut hafi svo lök kjör að það hafi áhrif á þeirra frammistöðu og lengd ferilsins,“ segir Tore Övrebö, yfirmaður íþróttamála hjá Olympiatoppen í Noregi. „Það er bara besta mál að þeir sem þéna vel geri það. Vandinn er að svo margir af þeim sem æfa og halda sér á svona háu stigi skuli vera með mjög lágar tekjur,“ segir Övrebö sem telur að Noregur missi út hæfileikaríkt íþróttafólk vegna lágra tekna. „Þau velja þá oft annan feril,“ segir Övrebö. Karsten Warholm er einn albesti 400 metra grindahlaupari heims.Getty/Artur Widak Thale Rushfeldt Deila, ein af lærimeyjum Þóris í handboltalandsliðinu, segir að vissulega mættu leikmenn liðsins vera nær Warholm og Ingebrigtsen í launum. Í norska meistaraliðinu í París voru kanónur á borð við Noru Mörk, Stine Bredal Oftedal og Katrine Lunde sem um langt árabil hafa unnið verðlaun á stórmótum fyrir Noreg. „Þetta er svolítið svona í íþróttunum. Karsten og Jakob eru mjög þekktir og eru ekki hluti af liði, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka þeir bestu í sínum greinum, sem eru bæði erfiðar og vinsælar greinar,“ sagði Deila. „Auðvitað mætti gjarnan vera meira jafnrétti en þeir verðskulda það sem þeir fá. Þeir eru jú öflugir,“ bætti hún við. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira
Warholm og Ingebrigtsen þéna sem sagt hvor um sig meira en allir hinir 28 íþróttamennirnir, sem unnu Ólympíuverðlaun fyrir hönd Noregs í París í sumar, samanlagt. Þar á meðal eru leikmennirnir fimmtán sem Þórir valdi fyrir leikana. Ingebrigtsen varð, líkt og handboltaliðið, Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi en Warholm vann silfur í 400 metra grindahlaupi, eftir að hafa orðið Ólympíumeistari í Tókýó þremur árum fyrr. NRK segir að Ingebrigtsen hafi á tekjuárinu 2023 þénað 25,4 milljónir norskra króna, eða jafnvirði 318 milljóna íslenskra króna. Warholm hafi þénað jafnvirði 187 milljóna íslenskra króna. Jakob Ingebrigtsen var með hátt í milljón íslenskra króna á dag í tekjur árið 2023.Getty/Grzegorz Wajda Hinir 28 íþróttamennirnir sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra þénuðu samtals jafnvirði 162 milljóna íslenskra króna, eða að meðaltali rúmar 20 milljónir í árslaun. „Það er synd að svona margir af þeim sem velja að fara þessa braut hafi svo lök kjör að það hafi áhrif á þeirra frammistöðu og lengd ferilsins,“ segir Tore Övrebö, yfirmaður íþróttamála hjá Olympiatoppen í Noregi. „Það er bara besta mál að þeir sem þéna vel geri það. Vandinn er að svo margir af þeim sem æfa og halda sér á svona háu stigi skuli vera með mjög lágar tekjur,“ segir Övrebö sem telur að Noregur missi út hæfileikaríkt íþróttafólk vegna lágra tekna. „Þau velja þá oft annan feril,“ segir Övrebö. Karsten Warholm er einn albesti 400 metra grindahlaupari heims.Getty/Artur Widak Thale Rushfeldt Deila, ein af lærimeyjum Þóris í handboltalandsliðinu, segir að vissulega mættu leikmenn liðsins vera nær Warholm og Ingebrigtsen í launum. Í norska meistaraliðinu í París voru kanónur á borð við Noru Mörk, Stine Bredal Oftedal og Katrine Lunde sem um langt árabil hafa unnið verðlaun á stórmótum fyrir Noreg. „Þetta er svolítið svona í íþróttunum. Karsten og Jakob eru mjög þekktir og eru ekki hluti af liði, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka þeir bestu í sínum greinum, sem eru bæði erfiðar og vinsælar greinar,“ sagði Deila. „Auðvitað mætti gjarnan vera meira jafnrétti en þeir verðskulda það sem þeir fá. Þeir eru jú öflugir,“ bætti hún við.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira