Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 12:00 Norska landsliðið í handbolta fékk gull í París í sumar en leikmenn liðsins græða þó ekki á tá og fingri af því að vera bestar í sinni íþrótt. getty/Alex Davidson Þrátt fyrir að hafa tryggt Noregi Ólympíumeistaratitil í handbolta í sumar þá þéna stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar minna, samanlagt, en frjálsíþróttastjörnurnar Karsten Warholm og Jakob Ingebrigtsen. Warholm og Ingebrigtsen þéna sem sagt hvor um sig meira en allir hinir 28 íþróttamennirnir, sem unnu Ólympíuverðlaun fyrir hönd Noregs í París í sumar, samanlagt. Þar á meðal eru leikmennirnir fimmtán sem Þórir valdi fyrir leikana. Ingebrigtsen varð, líkt og handboltaliðið, Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi en Warholm vann silfur í 400 metra grindahlaupi, eftir að hafa orðið Ólympíumeistari í Tókýó þremur árum fyrr. NRK segir að Ingebrigtsen hafi á tekjuárinu 2023 þénað 25,4 milljónir norskra króna, eða jafnvirði 318 milljóna íslenskra króna. Warholm hafi þénað jafnvirði 187 milljóna íslenskra króna. Jakob Ingebrigtsen var með hátt í milljón íslenskra króna á dag í tekjur árið 2023.Getty/Grzegorz Wajda Hinir 28 íþróttamennirnir sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra þénuðu samtals jafnvirði 162 milljóna íslenskra króna, eða að meðaltali rúmar 20 milljónir í árslaun. „Það er synd að svona margir af þeim sem velja að fara þessa braut hafi svo lök kjör að það hafi áhrif á þeirra frammistöðu og lengd ferilsins,“ segir Tore Övrebö, yfirmaður íþróttamála hjá Olympiatoppen í Noregi. „Það er bara besta mál að þeir sem þéna vel geri það. Vandinn er að svo margir af þeim sem æfa og halda sér á svona háu stigi skuli vera með mjög lágar tekjur,“ segir Övrebö sem telur að Noregur missi út hæfileikaríkt íþróttafólk vegna lágra tekna. „Þau velja þá oft annan feril,“ segir Övrebö. Karsten Warholm er einn albesti 400 metra grindahlaupari heims.Getty/Artur Widak Thale Rushfeldt Deila, ein af lærimeyjum Þóris í handboltalandsliðinu, segir að vissulega mættu leikmenn liðsins vera nær Warholm og Ingebrigtsen í launum. Í norska meistaraliðinu í París voru kanónur á borð við Noru Mörk, Stine Bredal Oftedal og Katrine Lunde sem um langt árabil hafa unnið verðlaun á stórmótum fyrir Noreg. „Þetta er svolítið svona í íþróttunum. Karsten og Jakob eru mjög þekktir og eru ekki hluti af liði, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka þeir bestu í sínum greinum, sem eru bæði erfiðar og vinsælar greinar,“ sagði Deila. „Auðvitað mætti gjarnan vera meira jafnrétti en þeir verðskulda það sem þeir fá. Þeir eru jú öflugir,“ bætti hún við. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Warholm og Ingebrigtsen þéna sem sagt hvor um sig meira en allir hinir 28 íþróttamennirnir, sem unnu Ólympíuverðlaun fyrir hönd Noregs í París í sumar, samanlagt. Þar á meðal eru leikmennirnir fimmtán sem Þórir valdi fyrir leikana. Ingebrigtsen varð, líkt og handboltaliðið, Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi en Warholm vann silfur í 400 metra grindahlaupi, eftir að hafa orðið Ólympíumeistari í Tókýó þremur árum fyrr. NRK segir að Ingebrigtsen hafi á tekjuárinu 2023 þénað 25,4 milljónir norskra króna, eða jafnvirði 318 milljóna íslenskra króna. Warholm hafi þénað jafnvirði 187 milljóna íslenskra króna. Jakob Ingebrigtsen var með hátt í milljón íslenskra króna á dag í tekjur árið 2023.Getty/Grzegorz Wajda Hinir 28 íþróttamennirnir sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra þénuðu samtals jafnvirði 162 milljóna íslenskra króna, eða að meðaltali rúmar 20 milljónir í árslaun. „Það er synd að svona margir af þeim sem velja að fara þessa braut hafi svo lök kjör að það hafi áhrif á þeirra frammistöðu og lengd ferilsins,“ segir Tore Övrebö, yfirmaður íþróttamála hjá Olympiatoppen í Noregi. „Það er bara besta mál að þeir sem þéna vel geri það. Vandinn er að svo margir af þeim sem æfa og halda sér á svona háu stigi skuli vera með mjög lágar tekjur,“ segir Övrebö sem telur að Noregur missi út hæfileikaríkt íþróttafólk vegna lágra tekna. „Þau velja þá oft annan feril,“ segir Övrebö. Karsten Warholm er einn albesti 400 metra grindahlaupari heims.Getty/Artur Widak Thale Rushfeldt Deila, ein af lærimeyjum Þóris í handboltalandsliðinu, segir að vissulega mættu leikmenn liðsins vera nær Warholm og Ingebrigtsen í launum. Í norska meistaraliðinu í París voru kanónur á borð við Noru Mörk, Stine Bredal Oftedal og Katrine Lunde sem um langt árabil hafa unnið verðlaun á stórmótum fyrir Noreg. „Þetta er svolítið svona í íþróttunum. Karsten og Jakob eru mjög þekktir og eru ekki hluti af liði, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka þeir bestu í sínum greinum, sem eru bæði erfiðar og vinsælar greinar,“ sagði Deila. „Auðvitað mætti gjarnan vera meira jafnrétti en þeir verðskulda það sem þeir fá. Þeir eru jú öflugir,“ bætti hún við.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða