Afturkalla átta friðlýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 20:01 Geysir er eitt átta svæða þar sem friðlýsingar hafa verið afturkallaðar. Vísir/Vilhelm Friðlýsingar átta svæða á Íslandi hafa verið afturkallaðar. Var það gert vegna úrskurðar Hæstaréttar Íslands frá því í mars um að friðlýsing verndarsvæðis Jökulsár á Fjöllum frá árinu 2019 hefði verið ólögmæt. Í úrskurði Hæstaréttar segir að Alþingi hefði ekki fjallað um afmörkun verndarsvæðisins eins og lög gera kröfu um. Því komust dómarar Hæstaréttar að þeirri niðurstöður að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi ekki verið heimilt að ákvarða friðlýsinguna. Fram kemur í yfirlýsingu frá ráðuneytinu að ráðherra hefði þurft að fara með nýja tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi áður en hægt væri að friðlýsa svæðið. Átta svæði á landinu hafa frá ágúst 2019 til ágúst 2021 verið friðlýst með þeim hætti að afturkalla friðlýsinguna. Þessi svæði eru Jökulsá á Fjöllum, Geysir, Kerlingrafjöll, Brennisteinsfjöll, Gjástykki, Hólmsá, Jökulfall og Hvítá og Tungnaá. Friðlýsing Jökulsár var afturkölluð í sumar og friðlýsing Gjástykkis sömuleiðis. Hinar sex hafa nú einnig verið afturkallaðar. Fram kemur í áðurnefndri yfirlýsingu að eingöngu sé um að ræða friðlýsingar á grundvelli verndarflokks verndar- og orkunýtingaráætlunar. Þær hafa ekki áhrif á friðlýsingu Geysis sem náttúruvættis eða Kerlingarfjalla sem landslagsverndarsvæðis. Þá segir í yfirlýsingunni að ráðherra muni beina því aftur til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti til mats. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að aðalatriðið sé að enginn muni virkja á Geysi, í Kerlingarfjöllum eða innan þessara svæða. „Í kjölfar afturkallananna munum við einfaldlega beina því til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti aftur til mats svo Alþingi geti tekið þá til þinglegrar meðferðar með það að lokamarkmiði að verndarsvæðin verði friðlýst aftur á lögmætan hátt þegar bætt hefur verið úr ágalla friðlýsinganna.“ Dómsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Bláskógabyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Í úrskurði Hæstaréttar segir að Alþingi hefði ekki fjallað um afmörkun verndarsvæðisins eins og lög gera kröfu um. Því komust dómarar Hæstaréttar að þeirri niðurstöður að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi ekki verið heimilt að ákvarða friðlýsinguna. Fram kemur í yfirlýsingu frá ráðuneytinu að ráðherra hefði þurft að fara með nýja tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi áður en hægt væri að friðlýsa svæðið. Átta svæði á landinu hafa frá ágúst 2019 til ágúst 2021 verið friðlýst með þeim hætti að afturkalla friðlýsinguna. Þessi svæði eru Jökulsá á Fjöllum, Geysir, Kerlingrafjöll, Brennisteinsfjöll, Gjástykki, Hólmsá, Jökulfall og Hvítá og Tungnaá. Friðlýsing Jökulsár var afturkölluð í sumar og friðlýsing Gjástykkis sömuleiðis. Hinar sex hafa nú einnig verið afturkallaðar. Fram kemur í áðurnefndri yfirlýsingu að eingöngu sé um að ræða friðlýsingar á grundvelli verndarflokks verndar- og orkunýtingaráætlunar. Þær hafa ekki áhrif á friðlýsingu Geysis sem náttúruvættis eða Kerlingarfjalla sem landslagsverndarsvæðis. Þá segir í yfirlýsingunni að ráðherra muni beina því aftur til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti til mats. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að aðalatriðið sé að enginn muni virkja á Geysi, í Kerlingarfjöllum eða innan þessara svæða. „Í kjölfar afturkallananna munum við einfaldlega beina því til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti aftur til mats svo Alþingi geti tekið þá til þinglegrar meðferðar með það að lokamarkmiði að verndarsvæðin verði friðlýst aftur á lögmætan hátt þegar bætt hefur verið úr ágalla friðlýsinganna.“
Dómsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Bláskógabyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira