Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 14:05 Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta sem og stórliði Magdeburgar, segir því fylgja mikil vonbrigði og svekkelsi að hafa meiðst illa í síðasta leik með þýska liðinu. Að öllum sé það ekki séns fyrir hann að ná heilsu fyrir komandi Heimsmeistaramót. Fyrr í dag staðfesti Magdeburg að Ómar yrði að öllum líkindum frá í þrjá mánuði sem Ómar segir í samtali við Vísi að sé raunin í versta falli. Í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi lenti Ómar illa eftir að hafa stokkið upp í sókn. Hann sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla auk þess að hafa hlotið beinmar. Í samtali við Vísi í hádeginu lét Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hafa það eftir sér að hann útilokaði ekki þátttöku Ómars á komandi heimsmeistaramóti í janúar á næsta ári þar sem að Ísland á fyrsta leik 16. janúar. Ómar fer þó ekki í felur með að það verður mjög erfitt fyrir hann að verða leikfær fyrir mótið. „Það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að ná því,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. „Ég á eftir að fá aðeins betri greiningu á málinu en líklega er það ekki möguleiki.“ „Það sem að mér hefur verið tjáð er að í versta tilfelli verð ég frá í þrjá mánuði. Það mun bara koma í ljós hvernig endurhæfingin gengur. En ég veit ekki hvernig þetta verður með HM. Líklegast er þetta ekki séns. Annars er ég ekki nógu vel að mér í þeim efnum.“ Það fylgi því gríðarlegt svekkelsi enda augun verið lengi á þessu stórmóti. „Gríðarlegt svekkelsi. Að geta ekki verið með. Mikil vonbrigði. Maður hefur verið með þetta lengi í hausnum, að reyna að vera í góðu standi fyrir HM í janúar. Þetta eru því gríðarleg vonbrigði.“ Og áhyggjurnar fóru að gera vart um sig um leið og Ómar varð fyrir meiðslunum inn á vellinum. „Þetta var það vont að ég viss að þetta myndi þýða fjarvera frá handboltavellinum. Vonaðist þó til þess að þetta væru kannski að hámarki þrjár til fjórar vikur. En það var fljótt sagt við mig að þetta yrði að öllum líkindum aðeins meira en það.“ 🇩🇪 #Bundesliga 🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024 Slæmar fréttir að fá. Ekki bara fyrir Ómar, heldur einnig íslenska landsliðið sem og lið Magdeburgar sem reiða sig mikið á Selfyssinginn. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af komandi stórmóti hjá landsliðinu þó svo að hann muni að öllum líkindum ekki vera með á HM. „Við erum með helvíti marga góða leikmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þeir munu sjá um þetta og spila vel. Mér finnst liðið í fínu standi. Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Ég held að menn mæti vel fókuseraðir og klárir í slaginn. Hef engar áhyggjur af því.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Magdeburg að Ómar yrði að öllum líkindum frá í þrjá mánuði sem Ómar segir í samtali við Vísi að sé raunin í versta falli. Í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi lenti Ómar illa eftir að hafa stokkið upp í sókn. Hann sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla auk þess að hafa hlotið beinmar. Í samtali við Vísi í hádeginu lét Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hafa það eftir sér að hann útilokaði ekki þátttöku Ómars á komandi heimsmeistaramóti í janúar á næsta ári þar sem að Ísland á fyrsta leik 16. janúar. Ómar fer þó ekki í felur með að það verður mjög erfitt fyrir hann að verða leikfær fyrir mótið. „Það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að ná því,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. „Ég á eftir að fá aðeins betri greiningu á málinu en líklega er það ekki möguleiki.“ „Það sem að mér hefur verið tjáð er að í versta tilfelli verð ég frá í þrjá mánuði. Það mun bara koma í ljós hvernig endurhæfingin gengur. En ég veit ekki hvernig þetta verður með HM. Líklegast er þetta ekki séns. Annars er ég ekki nógu vel að mér í þeim efnum.“ Það fylgi því gríðarlegt svekkelsi enda augun verið lengi á þessu stórmóti. „Gríðarlegt svekkelsi. Að geta ekki verið með. Mikil vonbrigði. Maður hefur verið með þetta lengi í hausnum, að reyna að vera í góðu standi fyrir HM í janúar. Þetta eru því gríðarleg vonbrigði.“ Og áhyggjurnar fóru að gera vart um sig um leið og Ómar varð fyrir meiðslunum inn á vellinum. „Þetta var það vont að ég viss að þetta myndi þýða fjarvera frá handboltavellinum. Vonaðist þó til þess að þetta væru kannski að hámarki þrjár til fjórar vikur. En það var fljótt sagt við mig að þetta yrði að öllum líkindum aðeins meira en það.“ 🇩🇪 #Bundesliga 🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024 Slæmar fréttir að fá. Ekki bara fyrir Ómar, heldur einnig íslenska landsliðið sem og lið Magdeburgar sem reiða sig mikið á Selfyssinginn. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af komandi stórmóti hjá landsliðinu þó svo að hann muni að öllum líkindum ekki vera með á HM. „Við erum með helvíti marga góða leikmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þeir munu sjá um þetta og spila vel. Mér finnst liðið í fínu standi. Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Ég held að menn mæti vel fókuseraðir og klárir í slaginn. Hef engar áhyggjur af því.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti