Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2024 09:04 Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er þetta árið helgað baráttu gegn kvennamorðum, en það er hugtak sem hefur ekki verið mikið notað í íslenskri umræðu. Kvennamorð hafa þó sannarlega verið til staðar í íslenskri ofbeldissögu sem hrottalegasta birtingarmynd kynbundis ofbeldis, en slíkt ofbeldi er faraldur sem enn fær að geysa í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum hafa skilað okkur því að þolendur og aðstandendur þekkja betur mynstur ofbeldis í nánum samböndum. Komutölur í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins segja okkur að konur og kvár leita sér oftar og jafnvel fyrr aðstoðar og stuðnings en áður. Það sem að slík vitundavakning virðist þó ekki skila er minna ofbeldi eða færri þolendur. Gerendum þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins fækkar ekki, þeir eru enn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum íslensks samfélags. Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er í hæstu hæðum og kristallaðist ágætlega í niðurstöðum nýlegrar könnunar frá Finnlandi sem sýndi að fjórðungur finnskra karlmanna undir 35 ára aldri telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi vegna þess hvernig þær hegða sér eða klæða sig. Orsakir slíks bakslags eru flóknar, en eitt þeirra vandamála sem við glímum við í baráttunni við kynbundið ofbeldi er úrræðaleysi réttarkerfisins, þar sem verkfæri til að tryggja öryggi þolenda eru máttlaus og andlegt ofbeldi ekki tekið nægilega alvarlega. Til þess að undirstrika alvarleika andlegs ofbeldis í nánum samböndum þá hafa rannsóknir í Ástralíu sýnt að rúm 40% kvenna sem voru þolendur nauðungarstjórnunnar höfðu ekki orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og að morð er oft fyrsta líkamlega ofbeldið í slíku ofbeldissambandi. Annað vandamál er að ofbeldi í nánum samböndum virðist ekki fá sömu athygli og annað ofbeldi, sem gefur til kynna að við séum enn að eiga við þá gömlu mýtu að það sem gerist innan veggja heimilisins sé ekki endilega eitthvað sem við eigum að vera að skipta okkur af. Íhuga má hvort þetta sé ástæðan fyrir því að ekki sé hefð fyrir notkun á hugtakinu kvennamorð í íslenskri tungu og í raun ekki langt síðan að vísað var til slíkra tilfella sem „fjölskylduharmleiks“. Þessi tilgáta fær heldur betur byr undir báða vængi í nýlegri breskri samantekt sem sýnir að þar í landi eru refsingar við morði innan veggja heimilisins vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti. Allt þetta sendir skýr skilaboð um að ofbeldi í nánum samböndum sé ekki eins alvarlegt og annað ofbeldi. Slík skilaboð búa til ómöguleika þegar unnið er að því að breyta afstöðu samfélagsins til kynbundis ofbeldis og gerir allt forvarnarstarf máttlaust. Það er ljóst að það þarf meira til en stöku vitundarvakningu til þess að ráða niðurlögum ofbeldis í nánum samböndum. Nýleg skýrsla á vegum WAVE (Women Against Violence Europe) mælir með því að beitt sé svokallaðri marglaga nálgun, sem sett er af stað samtímis á eins breiðum vettvangi og hægt er. Þetta þýðir að á sama tíma þarf að vinna að úrbótum í stofnanakerfi og lagaumhverfi, virkja stjórnmálaumræðu, auka virkni og meðvitund innan ólíkra samfélagshópa; og tryggja fræðslu á öllum stigum skólakerfisins – svo eitthvað sé nefnt. Skref í rétta átt eru sett fram í kröfugerð sem gefin hefur verið út í tilefni Kvennaárs 2025, en þessar kröfur setja tón sem fylgja þarf eftir með fleiri samhliða aðgerðum og samtali sem vinnur að því að rækta samkennd, tilfinningalega meðvitund og virðingu fyrir náunganum. Einungis slíkur samtakamáttur getur stuðlað að því að við komumst hjá því að horfa uppá nýja kynslóð eiga við sama ofbeldið. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er þetta árið helgað baráttu gegn kvennamorðum, en það er hugtak sem hefur ekki verið mikið notað í íslenskri umræðu. Kvennamorð hafa þó sannarlega verið til staðar í íslenskri ofbeldissögu sem hrottalegasta birtingarmynd kynbundis ofbeldis, en slíkt ofbeldi er faraldur sem enn fær að geysa í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum hafa skilað okkur því að þolendur og aðstandendur þekkja betur mynstur ofbeldis í nánum samböndum. Komutölur í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins segja okkur að konur og kvár leita sér oftar og jafnvel fyrr aðstoðar og stuðnings en áður. Það sem að slík vitundavakning virðist þó ekki skila er minna ofbeldi eða færri þolendur. Gerendum þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins fækkar ekki, þeir eru enn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum íslensks samfélags. Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er í hæstu hæðum og kristallaðist ágætlega í niðurstöðum nýlegrar könnunar frá Finnlandi sem sýndi að fjórðungur finnskra karlmanna undir 35 ára aldri telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi vegna þess hvernig þær hegða sér eða klæða sig. Orsakir slíks bakslags eru flóknar, en eitt þeirra vandamála sem við glímum við í baráttunni við kynbundið ofbeldi er úrræðaleysi réttarkerfisins, þar sem verkfæri til að tryggja öryggi þolenda eru máttlaus og andlegt ofbeldi ekki tekið nægilega alvarlega. Til þess að undirstrika alvarleika andlegs ofbeldis í nánum samböndum þá hafa rannsóknir í Ástralíu sýnt að rúm 40% kvenna sem voru þolendur nauðungarstjórnunnar höfðu ekki orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og að morð er oft fyrsta líkamlega ofbeldið í slíku ofbeldissambandi. Annað vandamál er að ofbeldi í nánum samböndum virðist ekki fá sömu athygli og annað ofbeldi, sem gefur til kynna að við séum enn að eiga við þá gömlu mýtu að það sem gerist innan veggja heimilisins sé ekki endilega eitthvað sem við eigum að vera að skipta okkur af. Íhuga má hvort þetta sé ástæðan fyrir því að ekki sé hefð fyrir notkun á hugtakinu kvennamorð í íslenskri tungu og í raun ekki langt síðan að vísað var til slíkra tilfella sem „fjölskylduharmleiks“. Þessi tilgáta fær heldur betur byr undir báða vængi í nýlegri breskri samantekt sem sýnir að þar í landi eru refsingar við morði innan veggja heimilisins vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti. Allt þetta sendir skýr skilaboð um að ofbeldi í nánum samböndum sé ekki eins alvarlegt og annað ofbeldi. Slík skilaboð búa til ómöguleika þegar unnið er að því að breyta afstöðu samfélagsins til kynbundis ofbeldis og gerir allt forvarnarstarf máttlaust. Það er ljóst að það þarf meira til en stöku vitundarvakningu til þess að ráða niðurlögum ofbeldis í nánum samböndum. Nýleg skýrsla á vegum WAVE (Women Against Violence Europe) mælir með því að beitt sé svokallaðri marglaga nálgun, sem sett er af stað samtímis á eins breiðum vettvangi og hægt er. Þetta þýðir að á sama tíma þarf að vinna að úrbótum í stofnanakerfi og lagaumhverfi, virkja stjórnmálaumræðu, auka virkni og meðvitund innan ólíkra samfélagshópa; og tryggja fræðslu á öllum stigum skólakerfisins – svo eitthvað sé nefnt. Skref í rétta átt eru sett fram í kröfugerð sem gefin hefur verið út í tilefni Kvennaárs 2025, en þessar kröfur setja tón sem fylgja þarf eftir með fleiri samhliða aðgerðum og samtali sem vinnur að því að rækta samkennd, tilfinningalega meðvitund og virðingu fyrir náunganum. Einungis slíkur samtakamáttur getur stuðlað að því að við komumst hjá því að horfa uppá nýja kynslóð eiga við sama ofbeldið. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun