Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Lovísa Arnardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 3. desember 2024 08:08 Kristrún ræðir við fréttamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Forseti átti fundi með formönnum þeirra sex flokka sem náðu mönnum á þing í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sögðu að loknum sínum fundum með forseta að eðlilegast væri að Kristrún fengi umboðið fyrst. Kristrún Frostadóttir og Halla Tómasdóttir funduðu og ræddu svo við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagðist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var sama sinnis og Bjarni og Þorgerður. Halla ræðir við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gekk síðastur af fundi með forseta og sagði að honum loknum ákallið skýrt frá kjósendum um ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Í tilkynningu frá forseta í morgun kom fram að Kristrún kæmi til fundar klukkan tíu. Að honum loknum lýsti Halla því yfir að Kristrúnu hefði verið veitt umboð til stjórnarmyndunar. Hún vonaðist til að viðræðurnar yrðu unnar hratt og vel. Kristrún sagði eftir fundinn að hún ætlaði að hafa samband við Þorgerði Katrínu og Ingu og hefja viðræður. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á þingi eftir að hann tryggði sér fimmtán þingmenn. Sjálfstæðismenn náðu fjórtán mönnum inn á þing, Viðreisn ellefu, Flokkur fólksins tíu, Miðflokkur átta og Framsókn fimm.
Forseti átti fundi með formönnum þeirra sex flokka sem náðu mönnum á þing í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sögðu að loknum sínum fundum með forseta að eðlilegast væri að Kristrún fengi umboðið fyrst. Kristrún Frostadóttir og Halla Tómasdóttir funduðu og ræddu svo við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagðist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var sama sinnis og Bjarni og Þorgerður. Halla ræðir við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gekk síðastur af fundi með forseta og sagði að honum loknum ákallið skýrt frá kjósendum um ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Í tilkynningu frá forseta í morgun kom fram að Kristrún kæmi til fundar klukkan tíu. Að honum loknum lýsti Halla því yfir að Kristrúnu hefði verið veitt umboð til stjórnarmyndunar. Hún vonaðist til að viðræðurnar yrðu unnar hratt og vel. Kristrún sagði eftir fundinn að hún ætlaði að hafa samband við Þorgerði Katrínu og Ingu og hefja viðræður. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á þingi eftir að hann tryggði sér fimmtán þingmenn. Sjálfstæðismenn náðu fjórtán mönnum inn á þing, Viðreisn ellefu, Flokkur fólksins tíu, Miðflokkur átta og Framsókn fimm.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2024 07:04 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2024 07:04
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28