Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 08:26 Katrín Tanja Davíðsdóttir, hraustasta kona heims 2015 og 2016. Tvöfaldi heimsmeistarinn í CrossFit, Katrín Tanja Davíðsdóttir, er hætt að keppa. Hún greindi frá þessari ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum. „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir.“ Þannig hefst færsla Katrínar Tönju þar sem hún greinir frá því að hún sé hætt að keppa í CrossFit. „Fólkið mitt er lífið mitt. Fjölskyldan mín, þjálfarar, bestu vinir (sem hafa breyst í fjölskyldu), samherjar og öll ykkar sem hafa stutt mig svo ótrúlega vel hafa gert þennan kafla lífsins að þeim sem hefur veitt mér mesta ánægju,“ skrifaði Katrín Tanja einnig. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) Hún hefur keppt í CrossFit undanfarin þrettán ár. Hún keppti tíu sinnum á heimsleikunum í CrossFit og varð heimsmeistari 2015 og 2016. Katrín Tanja lenti í 3. sæti 2018 og því fjórða árið eftir. Katrín Tanja birti tilfinningaþrungið myndband með færslunni þar sem hún tilkynnti að hún væri hætt en þar má sjá svipmyndir frá ferli hennar. Í lokaorðum færslunnar segist Katrín Tanja hlakka til framhaldsins. „Þegar þessi hluti lífs míns endar get ég ekki annað en horft til baka með gleði í hjarta og miklu þakklæti. Og þar sem einar dyr lokast opnast fyrir mig veröld nýrra möguleika og ég trúi því að það besta sé handan við hornið,“ skrifaði Katrín Tanja. CrossFit Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
„Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir.“ Þannig hefst færsla Katrínar Tönju þar sem hún greinir frá því að hún sé hætt að keppa í CrossFit. „Fólkið mitt er lífið mitt. Fjölskyldan mín, þjálfarar, bestu vinir (sem hafa breyst í fjölskyldu), samherjar og öll ykkar sem hafa stutt mig svo ótrúlega vel hafa gert þennan kafla lífsins að þeim sem hefur veitt mér mesta ánægju,“ skrifaði Katrín Tanja einnig. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) Hún hefur keppt í CrossFit undanfarin þrettán ár. Hún keppti tíu sinnum á heimsleikunum í CrossFit og varð heimsmeistari 2015 og 2016. Katrín Tanja lenti í 3. sæti 2018 og því fjórða árið eftir. Katrín Tanja birti tilfinningaþrungið myndband með færslunni þar sem hún tilkynnti að hún væri hætt en þar má sjá svipmyndir frá ferli hennar. Í lokaorðum færslunnar segist Katrín Tanja hlakka til framhaldsins. „Þegar þessi hluti lífs míns endar get ég ekki annað en horft til baka með gleði í hjarta og miklu þakklæti. Og þar sem einar dyr lokast opnast fyrir mig veröld nýrra möguleika og ég trúi því að það besta sé handan við hornið,“ skrifaði Katrín Tanja.
CrossFit Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira