„Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 11:51 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki hægt að lesa neinn vinstri sigur úr niðurstöðum kosninganna. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er hvergi nærri af baki og lýsir því yfir að það séu ýmis stjórnarmynstur inni í myndinni. Hann lítur ekki á niðurstöður kosninganna sem einhvern sigur vinstrisins. Fjölmargir hafa lýst því yfir að við blasi að „Valkyrkjustjórnin“ svokölluð, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, hljóti að vera fyrsti kostur í stöðunni. Bjarni sat fyrir svörum á Sprengisandi ásamt þeim Bergþóri Ólasyni Miðflokki og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og hann var ekki á því. Bjarni bar sig vel. „Flokkurinn er áfram klettur í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Bjarni og var til þess að gera brattur. „Samfylkingin er að koma úr mikilli eyðimerkurgöngu og fór með himinskautum. En hann gerði eiginlega ekkert annað alla kosningabaráttuna en að tapa fylgi. þetta er alls ekki þessi afgerandi sigur, þetta er minna en ég fékk í síðustu kosningum og þá töluðu menn um afhroð,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar yrði sett við borðið með þeim félögum, kona sem hann eigi erfitt með að sjá fyrir sér sem vinstri mann þó hún hafi verið að færast í átt til einhvers konar miðju jafnaðarmennsku uppá síðkastið, þá værum við með ríflegan meirihluta. „Og það er ekki vinstri niðurstaða.“ Sigurður Ingi sagði að ekki væri alltaf einfalt mál að rýna í niðurstöður lýðræðislegra kosninga og fá út einhvern einn vilja. alltaf sé flókið að setja saman ríkisstjórn. En ríkisstjórninni var hafnað? „Já, við skulum nú átta okkur á því að ég var sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn þannig að við skulum nú ekki einu sinni ræða þetta,“ sagði Bjarni og hló. Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
Fjölmargir hafa lýst því yfir að við blasi að „Valkyrkjustjórnin“ svokölluð, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, hljóti að vera fyrsti kostur í stöðunni. Bjarni sat fyrir svörum á Sprengisandi ásamt þeim Bergþóri Ólasyni Miðflokki og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og hann var ekki á því. Bjarni bar sig vel. „Flokkurinn er áfram klettur í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Bjarni og var til þess að gera brattur. „Samfylkingin er að koma úr mikilli eyðimerkurgöngu og fór með himinskautum. En hann gerði eiginlega ekkert annað alla kosningabaráttuna en að tapa fylgi. þetta er alls ekki þessi afgerandi sigur, þetta er minna en ég fékk í síðustu kosningum og þá töluðu menn um afhroð,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar yrði sett við borðið með þeim félögum, kona sem hann eigi erfitt með að sjá fyrir sér sem vinstri mann þó hún hafi verið að færast í átt til einhvers konar miðju jafnaðarmennsku uppá síðkastið, þá værum við með ríflegan meirihluta. „Og það er ekki vinstri niðurstaða.“ Sigurður Ingi sagði að ekki væri alltaf einfalt mál að rýna í niðurstöður lýðræðislegra kosninga og fá út einhvern einn vilja. alltaf sé flókið að setja saman ríkisstjórn. En ríkisstjórninni var hafnað? „Já, við skulum nú átta okkur á því að ég var sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn þannig að við skulum nú ekki einu sinni ræða þetta,“ sagði Bjarni og hló.
Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira