„Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. desember 2024 10:42 Kristrún Frostadóttir var að vonum glöð þegar hún ræddi við fréttastofu í morgun. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það er mjög skýrt ákall um breytingar, niðurstöðurnar sýna það svart á hvítu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttstofu rétt í þessu. Spurt var hvort það kæmi til greina að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðað við svör Kristrúnar virtist það ekki vera fyrsti valkostur. „Mér líður bara ótrúlega vel. Þetta eru náttúrulega stórkostlegar niðurstöður fyrir okkur,“ sagði Kristrún um það hvernig hún hefði það eftir hálfsvefnlausa nótt. Samfylkingin hefði unnið lengi að því að efla fylgið og meðal annars ferðast út um allt land og hlustað á fólk. „Það er auðvitað bara stórkostlegt að sjá þetta.“ Kristrún var spurð að því hvort hún ætti von á því að heyra frá forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur í dag, eða hvort hún hefði ef til vill heyrt í henni nú þegar. „Við munum nú bara sjá hvernig dagurinn þróast,“ sagði hún. Það hlyti auðvitað að hafa einhver áhrif að flokkurinn hefði margfaldað þingmannafjöldann og væri orðinn stærstur á landsvísu. Hins vegar þyrfti líka að sjá hvernig tölur þróuðust inn í daginn og samtöl sömuleiðis. Eru menn byrjaðir að tala saman? „Við erum auðvitað búin að hittast í beinum útsendingum,“ svaraði Kristrún en sagði engar formlegar þreifingar hafa átt sér stað. Hvað varðaði samstarf til vinstri eða hægri sagði hún, líkt og fyrr segir, niðurstöðurnar skýrt ákall um breytingar og að Samfylkingin vildi gjarnan standa undir því. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Spurt var hvort það kæmi til greina að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðað við svör Kristrúnar virtist það ekki vera fyrsti valkostur. „Mér líður bara ótrúlega vel. Þetta eru náttúrulega stórkostlegar niðurstöður fyrir okkur,“ sagði Kristrún um það hvernig hún hefði það eftir hálfsvefnlausa nótt. Samfylkingin hefði unnið lengi að því að efla fylgið og meðal annars ferðast út um allt land og hlustað á fólk. „Það er auðvitað bara stórkostlegt að sjá þetta.“ Kristrún var spurð að því hvort hún ætti von á því að heyra frá forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur í dag, eða hvort hún hefði ef til vill heyrt í henni nú þegar. „Við munum nú bara sjá hvernig dagurinn þróast,“ sagði hún. Það hlyti auðvitað að hafa einhver áhrif að flokkurinn hefði margfaldað þingmannafjöldann og væri orðinn stærstur á landsvísu. Hins vegar þyrfti líka að sjá hvernig tölur þróuðust inn í daginn og samtöl sömuleiðis. Eru menn byrjaðir að tala saman? „Við erum auðvitað búin að hittast í beinum útsendingum,“ svaraði Kristrún en sagði engar formlegar þreifingar hafa átt sér stað. Hvað varðaði samstarf til vinstri eða hægri sagði hún, líkt og fyrr segir, niðurstöðurnar skýrt ákall um breytingar og að Samfylkingin vildi gjarnan standa undir því.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira