„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 20:31 Sigurður Bjarnason í Lýðræðisflokki trúir því að þjóðin sé að opna augun fyrir því sem sé að gerast í íslenskri pólitík. Þorgerður er brött og Ásmundur vongóður en þreyttur. Vísir/Einar Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun. Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu við hina ýmsu frambjóðendur á kosningaskrifstofum fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var býsna brött á kosningakaffi flokksins á Grensásvegi 16 í dag. Hvernig tilfinning var að kjósa í morgun? „Hún var góð. Það var ótrúlega gott að fara heim í Lækjarskóla og finna strauminn með manni því það var fólk að banka í mann og þakka fyrir góða og uppbyggilega kosningabaráttu,“ sagði Þorgerður. „Það var líka það sem ég fór svo sátt með á koddann í gærkvöldi, að hafa ekki farið af þeim kúrs að vera með framtíðarsýn og tala á uppbyggilegan hátt, ekki detta í hræðsluáróður.“ Er eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Ég myndi segja viðmót fólksins, jákvæðni og forvitni. Síðan þessi skýru skilaboð á öllum þessum fundum sem við höfum verið með, meðal annars í verslunarmiðstöðvum,“ sagði hún. „Fyrst og síðast eru skilaboðin beint í æð: ,Myndiði samhenta ríkisstjórn sem er ekki að rífast endilega heldur fer að vinna fyrir fólkið í landinu.' Það er það sem stendur líka upp úr.“ Ertu vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Ég er mjög glöð og sátt við kosningabaráttuna og svo sjáum við hvað setur. Ég er vongóð að við gerum allavega betur en í síðustu kosningum sem voru 8,3 prósent og allt meira en það er frábært,“ sagði Þorgerður að lokum. „Þetta er búið að vera sprettur“ Einn 89 ára bakaði sandkökur fyrir kosningakaffi Framsóknarflokks á Suðurlandsbraut og sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis og auðlindaráðherra flokksins, allar veigar streyma út. Fréttastofa náði þar tali af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálráðherra. Hvernig tilfinning var það að kjósa? „Það var skemmtilegt. Þetta er alltaf hátíðisdagur, kosningadagur. Búið að vera ofboðslega skemmtilegt en ég neita því ekkert líka að það er svona léttir, þetta er búið að vera sprettur,“ sagði Ásmundur. Eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Nei, ekki þannig. Við höfum bara verið að leggja áherslu á að fara yfir okkar störf á jákvæðan hátt. Það hefur verið mikil gleði hérna í hópnum hjá okkur og við finnum hana.“ Ertu vongóður um hvað kemur upp úr kössunum? „Þú ferð aldrei í kosningabaráttu nema til þess að ná þeim árangri sem þú lagðir upp með þannig ég er mjög bjartsýnn á það. En svo sjáum við hvað gerist og ég hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn,“ sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir og vinkonur hennar voru sáttar. Lýðræðisflokkurinn býst við árangri Fréttastofa kíkti líka við hjá Lýðræðisflokknum í Faxafeni 10. Þar var mikil stemming og þétt setið. „Það er stemming á skrifstofunni og við erum mjög bjartsýn á þetta,“ sagði Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Baldur og Ágústa telja Lýðræðisflokkinn munu koma á óvart. Er búið að vera mikið rennerí á fólki? „Alveg í allan dag, bara ótrúlega flott fólk búið að koma hingað að styðja okkur,“ sagði Ágústa Árnadóttir sem er í 2. sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Eruð þið vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Já, ég held að við munum ná góðum árangri í dag. Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun fyrir því hvað er að gerast í íslenskri pólitík,“ sagði Sigurður Bjarnason sem er í 3. sæti í Norðvesturkjördæmi. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í baráttunni? „Hvað Arnar Þór Jónsson hefur staðið sig vel. Það hefur staðið upp úr. En baráttan hefur verið snörp og málefnaleg og gengið vel fyrir sig,“ sagði Helgi Magnús Hermannsson í 4. sæti í Kraganum. Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu við hina ýmsu frambjóðendur á kosningaskrifstofum fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var býsna brött á kosningakaffi flokksins á Grensásvegi 16 í dag. Hvernig tilfinning var að kjósa í morgun? „Hún var góð. Það var ótrúlega gott að fara heim í Lækjarskóla og finna strauminn með manni því það var fólk að banka í mann og þakka fyrir góða og uppbyggilega kosningabaráttu,“ sagði Þorgerður. „Það var líka það sem ég fór svo sátt með á koddann í gærkvöldi, að hafa ekki farið af þeim kúrs að vera með framtíðarsýn og tala á uppbyggilegan hátt, ekki detta í hræðsluáróður.“ Er eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Ég myndi segja viðmót fólksins, jákvæðni og forvitni. Síðan þessi skýru skilaboð á öllum þessum fundum sem við höfum verið með, meðal annars í verslunarmiðstöðvum,“ sagði hún. „Fyrst og síðast eru skilaboðin beint í æð: ,Myndiði samhenta ríkisstjórn sem er ekki að rífast endilega heldur fer að vinna fyrir fólkið í landinu.' Það er það sem stendur líka upp úr.“ Ertu vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Ég er mjög glöð og sátt við kosningabaráttuna og svo sjáum við hvað setur. Ég er vongóð að við gerum allavega betur en í síðustu kosningum sem voru 8,3 prósent og allt meira en það er frábært,“ sagði Þorgerður að lokum. „Þetta er búið að vera sprettur“ Einn 89 ára bakaði sandkökur fyrir kosningakaffi Framsóknarflokks á Suðurlandsbraut og sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis og auðlindaráðherra flokksins, allar veigar streyma út. Fréttastofa náði þar tali af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálráðherra. Hvernig tilfinning var það að kjósa? „Það var skemmtilegt. Þetta er alltaf hátíðisdagur, kosningadagur. Búið að vera ofboðslega skemmtilegt en ég neita því ekkert líka að það er svona léttir, þetta er búið að vera sprettur,“ sagði Ásmundur. Eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Nei, ekki þannig. Við höfum bara verið að leggja áherslu á að fara yfir okkar störf á jákvæðan hátt. Það hefur verið mikil gleði hérna í hópnum hjá okkur og við finnum hana.“ Ertu vongóður um hvað kemur upp úr kössunum? „Þú ferð aldrei í kosningabaráttu nema til þess að ná þeim árangri sem þú lagðir upp með þannig ég er mjög bjartsýnn á það. En svo sjáum við hvað gerist og ég hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn,“ sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir og vinkonur hennar voru sáttar. Lýðræðisflokkurinn býst við árangri Fréttastofa kíkti líka við hjá Lýðræðisflokknum í Faxafeni 10. Þar var mikil stemming og þétt setið. „Það er stemming á skrifstofunni og við erum mjög bjartsýn á þetta,“ sagði Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Baldur og Ágústa telja Lýðræðisflokkinn munu koma á óvart. Er búið að vera mikið rennerí á fólki? „Alveg í allan dag, bara ótrúlega flott fólk búið að koma hingað að styðja okkur,“ sagði Ágústa Árnadóttir sem er í 2. sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Eruð þið vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Já, ég held að við munum ná góðum árangri í dag. Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun fyrir því hvað er að gerast í íslenskri pólitík,“ sagði Sigurður Bjarnason sem er í 3. sæti í Norðvesturkjördæmi. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í baráttunni? „Hvað Arnar Þór Jónsson hefur staðið sig vel. Það hefur staðið upp úr. En baráttan hefur verið snörp og málefnaleg og gengið vel fyrir sig,“ sagði Helgi Magnús Hermannsson í 4. sæti í Kraganum.
Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira