Innlent

Kjör­sókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.

Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Suðausturlandi og Austurlandi fyrir klukkan átta í morgun vegna norðaustan og norðan hríðar með snjókomu og skafrenningi. Veður versnar á norðanverðu landinu með deginum en þar taka viðvaranir gildi klukkan þrjú. 

Varaformaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að dagurinn hafi farið betur af stað en menn þorðu að vona. Við ræðum við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Við hittum á kjósendur og flokksleiðtoga á kjörstöðum í morgun og verðum í beinni útsendingu frá Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, þar sem leiðtogi Pírata og formaður Ábyrgrar framtíðar kjósa á hádegi.

Allar nýjustu fregnir af kosningunum í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×