Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2024 08:44 Uppreisnarmenn í jaðri Aleppo í gær. AP/Ghaith Alsayed Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. Uppfært 10:55. Um er að ræða stærstu árásina gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árabil og virðist hún hafa komið her forsetans alfarið í opna skjöldu. Myndefni sem uppreisnarmenn hafa birt á netinu bendir til að þeir hafi lagt hald á mikið magn hergagna í herstöðvum í og nærri Aleppo. Þar á meðal eru skrið- og bryndrekar og flugskeyti til að skjóta niður flugvélar og þyrlur. History.#Syria opposition fighters pose in front of #Aleppo's citadel tonight, as the city falls from #Assad's control. pic.twitter.com/rhsHHhHAbY— Charles Lister (@Charles_Lister) November 29, 2024 Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Undanfarin ári hafa litlar breytingar átt sér stað á víglínunni í norðvesturhluta Sýrlands en átök af þessari stærðargráðu hafa ekki átt sér stað á svæðinu frá 2020. Þá gerðu ráðamenn í Rússlandi og Tyrklandi samkomulag sem ætlað var að draga úr átökum á svæðinu. Rússar styðja Assad og Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnunum. Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn, sem leiddur er af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani, er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Sjá einnig: Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Heimildarmenn Reuters í sýrlenska hernum segja ráðamenn í Rússlandi hafa heitið Assad-liðum aukinni hernaðaraðstoð en hún muni ekki byrja að berast fyrr en eftir þrjá sólarhringa. Hermönnum hefur samkvæmt fréttaveitunni verið skipað að hörfa undan uppreisnarmönnunum í Aleppo. Nú í morgun segjast uppreisnarmennirnir hafa náð tökum á fjölda þorpa bæði suður og norður af Aleppo en þegar þetta er skrifað hefur það ekki verið staðfest með myndefni. Það bendir þó til þess að mikil óreiða ríki meðal Assad-liða. Ríkisstjórn Assads birti á ellefta tímanum í morgun yfirlýsingu um að hernu hefði verið skipað að hörfa alfarið frá Aleppo. نظام الأسد ينشر بشكل رسمي بيان الانسحاب من مدينة حلب تحت مسمى"إعادة انتشار"قبل ساعات قليلة كانوا ينكرون أي سيطرة للثوار في المدينة.#ردع_العدوان pic.twitter.com/Gg7fbNJngn— أحمد أبازيد (@abazeid89) November 30, 2024 Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Nokkrar fylkingar eru á svæðinu kringum Aleppo. Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces eða SDF eru einnig sagðir hafa sent sveitir manna á svæðið. Eru þeir sagðir hafa tekið stjórn á alþjóðlega flugvellinum við Aleppo og öðrum stöðum á svæðinu. #Syrie le YPG Kurde a l’aéroport d’Alep pic.twitter.com/XChlmOQWwV— Wassim Nasr (@SimNasr) November 30, 2024 Bakhjarlar Assad uppteknir Reuters hefur einum af leiðtogum uppreisnarmannanna að það hafi hjálpað þeim verulega að Íranar og bandamenn þeirra í Hezbollah hafi ekki getað aðstoða Assad-liða að miklu leyti. Íranar og Rússar eru stuðningsmenn Assad og innkoma þeirra og Hezbollah-samtakanna inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi á árum áður kom líklega í veg fyrir að Assad yrði velt úr sessi. Uppreisnarmenn taka sjálfur við skriðdreka sem þeir tóku í gærkvöldi.AP/Ghaith Alsayed Rússar eiga eins og frægt er fullt í fangi með innrás í Úkraínu. Þá hafa átök milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hinsvegar komið verulega niður á bæði Hezbollah og Byltingarverði Íran. BBC hefur eftir samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa lengi vaktað átökin í Sýrlandi að að minnsta kosti 277 hafi fallið í átökum síðustu daga og þar á meðal rúmlega tuttugu óbreyttir borgarar. Sýrland Hernaður Íran Rússland Tyrkland Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Uppfært 10:55. Um er að ræða stærstu árásina gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árabil og virðist hún hafa komið her forsetans alfarið í opna skjöldu. Myndefni sem uppreisnarmenn hafa birt á netinu bendir til að þeir hafi lagt hald á mikið magn hergagna í herstöðvum í og nærri Aleppo. Þar á meðal eru skrið- og bryndrekar og flugskeyti til að skjóta niður flugvélar og þyrlur. History.#Syria opposition fighters pose in front of #Aleppo's citadel tonight, as the city falls from #Assad's control. pic.twitter.com/rhsHHhHAbY— Charles Lister (@Charles_Lister) November 29, 2024 Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Undanfarin ári hafa litlar breytingar átt sér stað á víglínunni í norðvesturhluta Sýrlands en átök af þessari stærðargráðu hafa ekki átt sér stað á svæðinu frá 2020. Þá gerðu ráðamenn í Rússlandi og Tyrklandi samkomulag sem ætlað var að draga úr átökum á svæðinu. Rússar styðja Assad og Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnunum. Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn, sem leiddur er af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani, er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Sjá einnig: Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Heimildarmenn Reuters í sýrlenska hernum segja ráðamenn í Rússlandi hafa heitið Assad-liðum aukinni hernaðaraðstoð en hún muni ekki byrja að berast fyrr en eftir þrjá sólarhringa. Hermönnum hefur samkvæmt fréttaveitunni verið skipað að hörfa undan uppreisnarmönnunum í Aleppo. Nú í morgun segjast uppreisnarmennirnir hafa náð tökum á fjölda þorpa bæði suður og norður af Aleppo en þegar þetta er skrifað hefur það ekki verið staðfest með myndefni. Það bendir þó til þess að mikil óreiða ríki meðal Assad-liða. Ríkisstjórn Assads birti á ellefta tímanum í morgun yfirlýsingu um að hernu hefði verið skipað að hörfa alfarið frá Aleppo. نظام الأسد ينشر بشكل رسمي بيان الانسحاب من مدينة حلب تحت مسمى"إعادة انتشار"قبل ساعات قليلة كانوا ينكرون أي سيطرة للثوار في المدينة.#ردع_العدوان pic.twitter.com/Gg7fbNJngn— أحمد أبازيد (@abazeid89) November 30, 2024 Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Nokkrar fylkingar eru á svæðinu kringum Aleppo. Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces eða SDF eru einnig sagðir hafa sent sveitir manna á svæðið. Eru þeir sagðir hafa tekið stjórn á alþjóðlega flugvellinum við Aleppo og öðrum stöðum á svæðinu. #Syrie le YPG Kurde a l’aéroport d’Alep pic.twitter.com/XChlmOQWwV— Wassim Nasr (@SimNasr) November 30, 2024 Bakhjarlar Assad uppteknir Reuters hefur einum af leiðtogum uppreisnarmannanna að það hafi hjálpað þeim verulega að Íranar og bandamenn þeirra í Hezbollah hafi ekki getað aðstoða Assad-liða að miklu leyti. Íranar og Rússar eru stuðningsmenn Assad og innkoma þeirra og Hezbollah-samtakanna inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi á árum áður kom líklega í veg fyrir að Assad yrði velt úr sessi. Uppreisnarmenn taka sjálfur við skriðdreka sem þeir tóku í gærkvöldi.AP/Ghaith Alsayed Rússar eiga eins og frægt er fullt í fangi með innrás í Úkraínu. Þá hafa átök milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hinsvegar komið verulega niður á bæði Hezbollah og Byltingarverði Íran. BBC hefur eftir samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa lengi vaktað átökin í Sýrlandi að að minnsta kosti 277 hafi fallið í átökum síðustu daga og þar á meðal rúmlega tuttugu óbreyttir borgarar.
Sýrland Hernaður Íran Rússland Tyrkland Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira