Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 11:42 Ef niðurstöður kosninga verða í takt við kannanir síðustu daga eru ágætis líkur á því að mynduð verði vinstri stjórn Samfylkingar og Viðreisnar ásamt þriðja flokknum með tilheyrandi skattahækkunum, auknum útgjöldum ríkissjóðs og inngöngu í Evrópusambandið. Ég hef þó ekki trú á að svo verði raunin heldur muni fólk finna sinn innri Miðflokksmann þegar nær dregur kosningum og skynsemin taki yfir. Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að Samfylkingin og Viðreisn hafa sérstaklega mikið fylgi hjá ungu fólki sem er einstaklega áhugavert þar sem ábyrgð þeirra á slæmri stöðu í þeim málaflokkum sem brenna helst á ungu fólki í Reykjavík er gífurlega mikil. Ástandinu í leikskólamálum, húsnæðismálum, verðbólgu og háum vöxtum, . Slæm staða á húsnæðismarkaði Eins og flestir vita er ástandið slæmt á húsnæðismarkaði og það hefur sjaldan verið erfiðara fyrir ungt fólk að eignast sitt fyrsta húsnæði. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunnar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkanna á fasteignaverði. Bæði í formi hærri byggingarkostnaðar með hærra lóðaverði á almennum markaði en einnig sökum þess að framboð af íbúðum hefur verið minna en eftirspurnin síðustu ár. Því miður er staðan ekki að batna á næstu árum samkvæmt skýrslu frá HMS sem segir að ekki sé verið að byggja nógu mikið til þess að mæta áætlaðri húsnæðisþörf. Nánar er fjallað um húsnæðismálin hér: https://www.visir.is/g/20242650607d/midflokkurinn-hefur-lausnir-a-husnaedismarkadi Vextir og verðbólga Verðhækkanir á húsnæði í kjölfar framboðsskorts á lóðum hefur verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar á síðustu árum. Þetta hefur leitt til þess að Seðlabankinn hefur hækkað vexti. Áhrifin af háum vöxtum eru þyngst fyrir yngri kynslóðir og fyrirtækin í landinu. Fyrir unga fólkið þá gerir núverandi vaxtarstig þeim nánast ómögulegt að kaupa sína fyrstu fasteign sökum þess að greiðslubyrði lána er svo há og ekki hjálpa óþarflega þröng skilyrði frá Seðlabankans um greiðslugetu. Þeir sem hafa keypt fasteign finna nú mikið fyrir hærri vöxtum við greiðslu af húsnæðislánum. Þetta hefur meiri áhrif á yngri kynslóðir sem eru almennt meira skuldsett en eldri kynslóðir. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa minni áhrif á eldri kynslóðir sem hafa greitt upp stóran hluta eða allt húsnæðislánið sitt. Því er það unga fólkið sem er yfirleitt látið borga brúsann fyrir verðbólguna í formi hærri vaxta. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Leikskólamálin - stærsta jafnréttismálið Í mörg ár hefur staðan á leikskólamálum á höfuðborgarsvæðinu verið óboðleg fyrir börn og foreldra, verst er staðan í Reykjavík. Biðlistar eru langir og engin lausn í sjónmáli þrátt fyrir ítrekuð loforð um að gera betur frá Samfylkingunni, Viðreisn, Framsókn og Pírötum sem eru í meirihluta í borgarstjórn. Að loknu fæðingarorlofi þurfa foreldrar í mörgum tilfellum að brúa bilið í 6-18 mánuði þar til barnið fær leikskólapláss. Foreldrar neyðast til þess að lækka starfshlutfall eða hörfa af vinnumarkaði með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni bæði til skemmri og lengri tíma í formi hægari starfs- og launaþróunar en annars væri. Oftar en ekki er það konan sem tekur stærri hluta af þessari ábyrgð á sig. Því miður mun afleiðingin af viðvarandi vandamáli í leikskólamálum og aðgerðarleysi Samfylkingarinnar og Viðreisnar líklega vera aukning á launamun kynjanna á næstu árum. Foreldrar verða ekki bara fyrir fjárhagslegu tjóni heldur getur þessi leikskólavandi einnig haft slæm andleg áhrif á líðan foreldra. Frá árinu 2014 hefur börnum tveggja ára og yngri fækkað um rúmlega 1000 í Reykjavík á sama tíma og þeim hefur fjölgað um tæplega 700 í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Barnafjölskyldur eru raunverulega að flýja frá borginni í leit að betra lífi. Ætlum við virkilega að treysta því að fólkið sem hefur stjórnað borginni síðustu ár geti leyst vanda kjósenda þegar staðan hefur verið eins og hún er í Reykjavík öll þessi ár? Nánar er fjallað um leikskólamálin hér: https://www.visir.is/g/20242652584d/leikskolamalin-eitt-staersta-jafnrettismalid Lausnir til framtíðar Öllum ætti að vera ljóst að við stöndum frammi fyrir raunverulegum áskorunum í málefnum ungs fólks sem snúa að húsnæðismálum, háu vaxtastigi, verðbólgu og leikskólamálum. En þessi vandamál eru að stórum hluta heimatilbúin. Þrátt fyrir það virðist stór hluti ungs fólks og foreldra ætla að treysta þeim sem komu okkur í þessi vandræði til þess að leiða okkur út úr þeim. Að treysta því að Samfylkingin og Viðreisn geri betur á morgun en þau eru raunverulega að gera í dag er falleg hugsun en tilhæfulaus bjartsýni. Mun unga fólkið flýja Ísland í leit að betra lífi í öðrum löndum þegar vinstri stjórnin tekur við völdum líkt og það hefur flúið Reykjavíkurborg? Við megum ekki láta það gerast. Til þess að ná fram þeim breytingum sem raunveruleg þörf er á þarf að kjósa fólk sem ber á borð lausnir, gerir það sem það segist ætla að gera og efnir loforðin. Miðflokkurinn hefur raunverulegar lausnir við vandanum sem upp er komin á húsnæðismarkaðnum eftir óstjórn síðustu ára. Með ábyrgri stjórn ríkisfjármála og aðhaldi í ríkisrekstri má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til verulegra vaxtalækkana. Miðflokkurinn ætlar að útrýma lóðaskorti, einfalda regluverk, skapa hvata í stað hindrana og lækka byggingakostnað sem stuðlar að aukinni uppbyggingu á hagstæðara verði. Miðflokkurinn ætlar að ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði og gríðarleg áhrif á menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Miðflokkurinn ætlar að endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska Drauminn. Rýmka skilyrði til lántöku sem eru of þröng í dag og einfalda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfi, afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð og mynda kynslóðabrúa til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða. Miðflokkurinn ætlar að breyta fyrirkomulagi á fæðingarorlofskerfinu til þess að gefa foreldrum meira svigrúm og valfrelsi. Hægt er að leysa leikskólavandann með skynsemina að leiðarljósi með því að nýta núverandi innviði í menntakerfinu betur án þess að fara í gríðarlega útgjöld við uppbyggingu á nýjum leikskólum og lenda svo í vandræðum að manna nýja skóla. Ef þið viljið raunverulegar breytingar þá kjósið þið Miðflokkinn. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Ef niðurstöður kosninga verða í takt við kannanir síðustu daga eru ágætis líkur á því að mynduð verði vinstri stjórn Samfylkingar og Viðreisnar ásamt þriðja flokknum með tilheyrandi skattahækkunum, auknum útgjöldum ríkissjóðs og inngöngu í Evrópusambandið. Ég hef þó ekki trú á að svo verði raunin heldur muni fólk finna sinn innri Miðflokksmann þegar nær dregur kosningum og skynsemin taki yfir. Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að Samfylkingin og Viðreisn hafa sérstaklega mikið fylgi hjá ungu fólki sem er einstaklega áhugavert þar sem ábyrgð þeirra á slæmri stöðu í þeim málaflokkum sem brenna helst á ungu fólki í Reykjavík er gífurlega mikil. Ástandinu í leikskólamálum, húsnæðismálum, verðbólgu og háum vöxtum, . Slæm staða á húsnæðismarkaði Eins og flestir vita er ástandið slæmt á húsnæðismarkaði og það hefur sjaldan verið erfiðara fyrir ungt fólk að eignast sitt fyrsta húsnæði. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunnar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkanna á fasteignaverði. Bæði í formi hærri byggingarkostnaðar með hærra lóðaverði á almennum markaði en einnig sökum þess að framboð af íbúðum hefur verið minna en eftirspurnin síðustu ár. Því miður er staðan ekki að batna á næstu árum samkvæmt skýrslu frá HMS sem segir að ekki sé verið að byggja nógu mikið til þess að mæta áætlaðri húsnæðisþörf. Nánar er fjallað um húsnæðismálin hér: https://www.visir.is/g/20242650607d/midflokkurinn-hefur-lausnir-a-husnaedismarkadi Vextir og verðbólga Verðhækkanir á húsnæði í kjölfar framboðsskorts á lóðum hefur verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar á síðustu árum. Þetta hefur leitt til þess að Seðlabankinn hefur hækkað vexti. Áhrifin af háum vöxtum eru þyngst fyrir yngri kynslóðir og fyrirtækin í landinu. Fyrir unga fólkið þá gerir núverandi vaxtarstig þeim nánast ómögulegt að kaupa sína fyrstu fasteign sökum þess að greiðslubyrði lána er svo há og ekki hjálpa óþarflega þröng skilyrði frá Seðlabankans um greiðslugetu. Þeir sem hafa keypt fasteign finna nú mikið fyrir hærri vöxtum við greiðslu af húsnæðislánum. Þetta hefur meiri áhrif á yngri kynslóðir sem eru almennt meira skuldsett en eldri kynslóðir. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa minni áhrif á eldri kynslóðir sem hafa greitt upp stóran hluta eða allt húsnæðislánið sitt. Því er það unga fólkið sem er yfirleitt látið borga brúsann fyrir verðbólguna í formi hærri vaxta. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Leikskólamálin - stærsta jafnréttismálið Í mörg ár hefur staðan á leikskólamálum á höfuðborgarsvæðinu verið óboðleg fyrir börn og foreldra, verst er staðan í Reykjavík. Biðlistar eru langir og engin lausn í sjónmáli þrátt fyrir ítrekuð loforð um að gera betur frá Samfylkingunni, Viðreisn, Framsókn og Pírötum sem eru í meirihluta í borgarstjórn. Að loknu fæðingarorlofi þurfa foreldrar í mörgum tilfellum að brúa bilið í 6-18 mánuði þar til barnið fær leikskólapláss. Foreldrar neyðast til þess að lækka starfshlutfall eða hörfa af vinnumarkaði með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni bæði til skemmri og lengri tíma í formi hægari starfs- og launaþróunar en annars væri. Oftar en ekki er það konan sem tekur stærri hluta af þessari ábyrgð á sig. Því miður mun afleiðingin af viðvarandi vandamáli í leikskólamálum og aðgerðarleysi Samfylkingarinnar og Viðreisnar líklega vera aukning á launamun kynjanna á næstu árum. Foreldrar verða ekki bara fyrir fjárhagslegu tjóni heldur getur þessi leikskólavandi einnig haft slæm andleg áhrif á líðan foreldra. Frá árinu 2014 hefur börnum tveggja ára og yngri fækkað um rúmlega 1000 í Reykjavík á sama tíma og þeim hefur fjölgað um tæplega 700 í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Barnafjölskyldur eru raunverulega að flýja frá borginni í leit að betra lífi. Ætlum við virkilega að treysta því að fólkið sem hefur stjórnað borginni síðustu ár geti leyst vanda kjósenda þegar staðan hefur verið eins og hún er í Reykjavík öll þessi ár? Nánar er fjallað um leikskólamálin hér: https://www.visir.is/g/20242652584d/leikskolamalin-eitt-staersta-jafnrettismalid Lausnir til framtíðar Öllum ætti að vera ljóst að við stöndum frammi fyrir raunverulegum áskorunum í málefnum ungs fólks sem snúa að húsnæðismálum, háu vaxtastigi, verðbólgu og leikskólamálum. En þessi vandamál eru að stórum hluta heimatilbúin. Þrátt fyrir það virðist stór hluti ungs fólks og foreldra ætla að treysta þeim sem komu okkur í þessi vandræði til þess að leiða okkur út úr þeim. Að treysta því að Samfylkingin og Viðreisn geri betur á morgun en þau eru raunverulega að gera í dag er falleg hugsun en tilhæfulaus bjartsýni. Mun unga fólkið flýja Ísland í leit að betra lífi í öðrum löndum þegar vinstri stjórnin tekur við völdum líkt og það hefur flúið Reykjavíkurborg? Við megum ekki láta það gerast. Til þess að ná fram þeim breytingum sem raunveruleg þörf er á þarf að kjósa fólk sem ber á borð lausnir, gerir það sem það segist ætla að gera og efnir loforðin. Miðflokkurinn hefur raunverulegar lausnir við vandanum sem upp er komin á húsnæðismarkaðnum eftir óstjórn síðustu ára. Með ábyrgri stjórn ríkisfjármála og aðhaldi í ríkisrekstri má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til verulegra vaxtalækkana. Miðflokkurinn ætlar að útrýma lóðaskorti, einfalda regluverk, skapa hvata í stað hindrana og lækka byggingakostnað sem stuðlar að aukinni uppbyggingu á hagstæðara verði. Miðflokkurinn ætlar að ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði og gríðarleg áhrif á menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Miðflokkurinn ætlar að endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska Drauminn. Rýmka skilyrði til lántöku sem eru of þröng í dag og einfalda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfi, afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð og mynda kynslóðabrúa til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða. Miðflokkurinn ætlar að breyta fyrirkomulagi á fæðingarorlofskerfinu til þess að gefa foreldrum meira svigrúm og valfrelsi. Hægt er að leysa leikskólavandann með skynsemina að leiðarljósi með því að nýta núverandi innviði í menntakerfinu betur án þess að fara í gríðarlega útgjöld við uppbyggingu á nýjum leikskólum og lenda svo í vandræðum að manna nýja skóla. Ef þið viljið raunverulegar breytingar þá kjósið þið Miðflokkinn. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun