Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar 29. nóvember 2024 11:23 Meðal kosningaáherslna Flokks fólksins í yfirstandandi kosningabaráttu er að stofna nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. En er hægt að taka það upp á Íslandi? Stutta svarið er nei. Hvernig virkar danska húsnæðislánakerfið? Danskir bankar og húsnæðislánastofnanir (d. realkreditinstitution) veita að meginstefnu tvennskonar lán: hefðbundin bankalán (d. kontantlån) og húsnæðislán (d. realkreditlån). Sérstaða danska lánakerfisins er í síðarnefndri lánategundinni. Í stuttu máli er hvert húsnæðislán sem er veitt af dönskum bönkum og húsnæðislánastofnunum fjármagnað með útgáfu viðkomandi banka eða húsnæðislánastofnunnar á húsnæðisskuldabréfi (d. realkreditobligation) sem selt er á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Vaxtakjör húsnæðislána byggja á því verði og þeim vaxtakjörum sem lánastofnanir geta fengið fyrir sölu þessara skuldabréfa á markaði (þ.e. vaxtakjörin sem lánastofnanirnar borga á markaðinum), að viðbættu lágu vaxtaálagi (um 0,5%) sem rennur til lánastofnunarinnar. Vextir á húsnæðislánum eru alltaf fastir og geta verið til 30 ára hið mesta. Lánshlutfallið ræðst af tegund húsnæðis, 80% fyrir íbúðarhúsnæði. Réttur lántaka í þessu kerfi er tryggður með sérstakri löggjöf. Ef vextir lækka getur lántaki alltaf endurfjármagnað sig á pari (þ.e. endurkeypt skuldabréfið fyrir eftirstöðvar þess). Ef vextir hækka (og verð skuldabréfsins lækkar á markaði) getur lántaki hins vegar líka endurkeypt skuldabréfið á markaðsvirði og þannig lækkað höfuðstól lánsins umtalsvert. Forsendur kerfisins eru þekktar og þessi sérkjör lántaka því endurspegluð í verði húsnæðisskuldabréfanna. En af hverju er ekki hægt að taka upp kerfið á Íslandi? Langa svarið gæti fjallað um að danska húsnæðislánakerfið treystir að nær öllu leyti á sérstöðu danska efnahagsins. Það eru engir töfrar faldir í danska húsnæðislánakerfinu. Það byggir í einu og öllu á fjármögnunarkjörum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Verðbólga er sögulega mjög lág og mjög stöðug í Danmörku og gjaldmiðillinn sömuleiðis. Danskar fjármálastofnanir eru hlutfallslega mjög stórar og njóta góðra fjármögnunarkjara. Dönsk húsnæðisskuldabréf eru þekkt fjárfestingarvara og húsnæðisskuldabréfamarkaðurinn í Danmörku er næst stærsti húsnæðislánamarkaður í Evrópu. Allt þetta veitir fjárfestum á markaði öryggi í að húsnæðisskuldabréfin séu góð fjárfestingarvara og gerir þeim kleift að binda í þeim fé á föstum vöxtum til langs tíma. Spurningin er þannig ekki hvort hægt sé að taka upp danskt húsnæðislánakerfi. Það er auðvitað hægt en kjörin á lánunum munu áfram ráðast af íslenskum efnahag, íslenskum vöxtum og íslenskri verðbólgu. Við getum reynt að ímynda okkur á hvaða vaxtakjörum erlendir fjárfestar, ef þeir fengjust einu sinni til þess, myndu vilja binda fé á íslenskum markaði í 30 ára á föstum vöxtum, þar sem lántakinn getur alltaf endurfjármagnað sig á pari ef vextir lækka. Það er ekkert sem kemur í stað hæfilegrar en fyrst og fremst stöðugrar verðbólgu og hæfilegs framboð húsnæðis. Til þess þarf langtímahugsun, ábyrga efnahagsstjórn og aðgerðir til að tryggja framboð á húsnæði. Það þarf að hugsa hlutina í samhengi; það þarf plan. Ég treysti Samfylkingunni best til þeirra verka og mun gefa henni atkvæði mitt í komandi alþingiskosningum — svo ég komist nú einhvern tímann heim frá Danmörku. Höfundur er fjármögnunarlögfræðingur á dönsku lögmannsstofunni Plesner og er með danskt húsnæðislán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Meðal kosningaáherslna Flokks fólksins í yfirstandandi kosningabaráttu er að stofna nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. En er hægt að taka það upp á Íslandi? Stutta svarið er nei. Hvernig virkar danska húsnæðislánakerfið? Danskir bankar og húsnæðislánastofnanir (d. realkreditinstitution) veita að meginstefnu tvennskonar lán: hefðbundin bankalán (d. kontantlån) og húsnæðislán (d. realkreditlån). Sérstaða danska lánakerfisins er í síðarnefndri lánategundinni. Í stuttu máli er hvert húsnæðislán sem er veitt af dönskum bönkum og húsnæðislánastofnunum fjármagnað með útgáfu viðkomandi banka eða húsnæðislánastofnunnar á húsnæðisskuldabréfi (d. realkreditobligation) sem selt er á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Vaxtakjör húsnæðislána byggja á því verði og þeim vaxtakjörum sem lánastofnanir geta fengið fyrir sölu þessara skuldabréfa á markaði (þ.e. vaxtakjörin sem lánastofnanirnar borga á markaðinum), að viðbættu lágu vaxtaálagi (um 0,5%) sem rennur til lánastofnunarinnar. Vextir á húsnæðislánum eru alltaf fastir og geta verið til 30 ára hið mesta. Lánshlutfallið ræðst af tegund húsnæðis, 80% fyrir íbúðarhúsnæði. Réttur lántaka í þessu kerfi er tryggður með sérstakri löggjöf. Ef vextir lækka getur lántaki alltaf endurfjármagnað sig á pari (þ.e. endurkeypt skuldabréfið fyrir eftirstöðvar þess). Ef vextir hækka (og verð skuldabréfsins lækkar á markaði) getur lántaki hins vegar líka endurkeypt skuldabréfið á markaðsvirði og þannig lækkað höfuðstól lánsins umtalsvert. Forsendur kerfisins eru þekktar og þessi sérkjör lántaka því endurspegluð í verði húsnæðisskuldabréfanna. En af hverju er ekki hægt að taka upp kerfið á Íslandi? Langa svarið gæti fjallað um að danska húsnæðislánakerfið treystir að nær öllu leyti á sérstöðu danska efnahagsins. Það eru engir töfrar faldir í danska húsnæðislánakerfinu. Það byggir í einu og öllu á fjármögnunarkjörum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Verðbólga er sögulega mjög lág og mjög stöðug í Danmörku og gjaldmiðillinn sömuleiðis. Danskar fjármálastofnanir eru hlutfallslega mjög stórar og njóta góðra fjármögnunarkjara. Dönsk húsnæðisskuldabréf eru þekkt fjárfestingarvara og húsnæðisskuldabréfamarkaðurinn í Danmörku er næst stærsti húsnæðislánamarkaður í Evrópu. Allt þetta veitir fjárfestum á markaði öryggi í að húsnæðisskuldabréfin séu góð fjárfestingarvara og gerir þeim kleift að binda í þeim fé á föstum vöxtum til langs tíma. Spurningin er þannig ekki hvort hægt sé að taka upp danskt húsnæðislánakerfi. Það er auðvitað hægt en kjörin á lánunum munu áfram ráðast af íslenskum efnahag, íslenskum vöxtum og íslenskri verðbólgu. Við getum reynt að ímynda okkur á hvaða vaxtakjörum erlendir fjárfestar, ef þeir fengjust einu sinni til þess, myndu vilja binda fé á íslenskum markaði í 30 ára á föstum vöxtum, þar sem lántakinn getur alltaf endurfjármagnað sig á pari ef vextir lækka. Það er ekkert sem kemur í stað hæfilegrar en fyrst og fremst stöðugrar verðbólgu og hæfilegs framboð húsnæðis. Til þess þarf langtímahugsun, ábyrga efnahagsstjórn og aðgerðir til að tryggja framboð á húsnæði. Það þarf að hugsa hlutina í samhengi; það þarf plan. Ég treysti Samfylkingunni best til þeirra verka og mun gefa henni atkvæði mitt í komandi alþingiskosningum — svo ég komist nú einhvern tímann heim frá Danmörku. Höfundur er fjármögnunarlögfræðingur á dönsku lögmannsstofunni Plesner og er með danskt húsnæðislán.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun