Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar 28. nóvember 2024 07:22 Við getum öll verið sammála því að sú vitundarvakning sem átt hefur sér stað í geðheilbrigðismálum síðastliðin ár er af hinu góða. Einstaklingar veigra sér síður við því að segja frá sínum veikindum sem áður fyrr þóttu veikleikamerki og fólk hreinlega skammaðist sín fyrir að hrjást af andlegum veikindum. Ímyndum okkur að manneskja sem hefur fótbrotnað ákveði að reyna að fela veikindi sín og vilji alls ekki leita sér hjálpar sérfræðinga. Hún ætlar sér frekar að þrauka og haltrar í gegnum einn dag í einu. Þetta var því miður veruleiki margra með andleg veikindi hér á árum áður en að því sögðu þá eigum við samt ennþá töluvert í land. Það er einungis fyrsta skrefið að einstaklingur viðurkenni veikleika sína og þörf sína á hjálp. Hvaða raunveruleiki tekur við þessum einstaklingum þegar þeir stíga þetta stóra skref? Biðlistar, stirt kerfi sem er ekki sjúklingsmiðað og rándýr sálfræðiþjónusta. Þegar þú ert loks kominn þar efst á biðlista líka þá kemstu að því að hún er ekki niðurgreidd af ríkinu eins og önnur heilbrigðisþjónusta. Hér hafa stjórnvöld dregist aftur úr og ekki haldið í þá þróun sem átt hefur sér stað í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál. Eftirspurnin eftir þjónustu á þessu sviði hefur rokið upp samhliða opnari umræðu um andleg veikindi. Tala af reynslu Ég tala því miður af reynslu á þessu sviði. Tvisvar á minni ævi hef ég þurft að sækja mér þjónustu frá sérfræðingum í andlegum veikindum, þ.e. sálfræðinga, geðlækna og til ýmissa ráðgjafa. Í fyrra skiptið var greiningin félagskvíði og þegar ein tegund kvíða er búin að skjóta rótum í taugakerfinu hjá manni virðist það skapa frjóan jarðveg fyrir aðrar kvíðaraskanir. Fyrir rúmum tveimur árum lenti ég svo í slæmri lífsreynslu þar sem faðir minn, sem greinst hafði með krabbamein tæpu ári áður, veiktist hratt eitt kvöldið sem endaði með því að hann fékk mjög kröftugt krampaflog í höndunum á okkur móður minni. Þegar hann loks byrjaði að anda aftur eftir krampann blæddi úr munninum á honum, þetta var mjög grafískur atburður sem sat mjög lengi í okkur enda héldum við að við værum að fara að missa hann á þessu augnabliki. Ég var meira að segja farinn að skipuleggja það í huganum hvernig væri best að koma honum úr rúminu og niður á gólf ef ég þyrfti að hefja endurlífgun. Mánuðina á eftir var ég að endurupplifa og dreyma þennan atburð með tilheyrandi álagi á taugakerfið og kvíðaköstum. Það og svo síendurteknar sveiflur í von um bata og neikvæðar fréttir frá læknunum hans urðu til þess að ég þróaði með mér áfallastreitu. Hún náði svo að lokum að draga mig langt niður andlega enda takmarkað sem taugakerfið og líkaminn þolir. Batinn kom hægt og í raun fór ekki mikið að gerast fyrr en þessi óvissuþáttur datt út úr jöfnunni. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en pabbi hafði tapað sinni baráttu síðastliðið sumar. Ég var ,,heppinn” Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein. Það er mjög súrt að þurfa að skrifa þessa setningu. Það er hins vegar staðreyndin að Krabbameinsfélagið og Ljósið bjóða ekki einungis krabbameinsgreindum þjónustu heldur einnig aðstandendum. Þar gátum við fengið sálfræðiráðgjöf og margskonar stuðning nánast frá fyrsta degi, gjaldfrjálst. Aðstandendur einstaklinga sem fá annarskonar lífshættulega sjúkdóma eru hins vegar ekki eins heppnir og ég, ef heppni skal kalla. Þau þurfa líklega að klóra sig í gegnum kerfið og biðlista í marga mánuði áður en þau fá nokkra aðstoð sérfræðinga á þessu sviði. Þessi félög eru að gera frábæra hluti og eru í raun að sinna að hluta til hlutverki sem ríkið og heilbrigðiskerfið ætti að vera með á sinni könnu. Þau þurfa hins vegar að fjármagna sig með fjáröflunum til að halda rekstrinum gangandi. Ljósið fær vissulega úthlutað fé úr ríkissjóði en það dugar engan veginn fyrir þeirri þjónustu sem þau vilja geta boðið uppá og þurfa því árlega að dekka sjálf það sem uppá vantar. Viðreisn í geðheilbrigðisþjónustu Fráfarandi ríkisstjórn sýndi einungis vilja í orði en ekki á borði þegar kom að mikilvægum framfararskrefum í geðheilbrigðismálum. Viðreisn lagði fram lagafrumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu fyrir nokkrum árum síðan. Það frumvarp var samþykkt á alþingi en síðan þá hefur lítið þokast. Fráfarandi ríkisstjórn virðist hafa haft lítinn áhuga á að fjármagna framkvæmd þessara laga. Við í Viðreisn höfum sýnt það í verki að við ætlum að láta þetta málefni okkur varða og þá sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu barna. Ímyndum okkur að ég hafi ekki verið aðstandandinn í mínu tilfelli heldur barn og sjúklingurinn hafi ekki verið með krabbameinsgreiningu. Í ágúst 2024 biðu 2020 börn við Geðheilsumiðstöð barna eftir þjónustu samanborið við 738 börn í desember 2021. Hefði þetta barn bara farið aftast á þann biðlista og þurft að gjöra svo vel og bíða eftir að röðin kæmi að því? Ég veit allavegana að ég væri á mun verri stað í dag ef ég hefði ekki notið þjónustu Krabbameinsfélagsins og Ljóssins, hvað þá barn, en þau eiga oft á tíðum erfiðara með að skilja og setja orð á tilfinningar sínar heldur en við fullorðna fólkið. Hvernig viljum við að haldið sé utanum þá sem lenda í áföllum eða eru að kljást við andleg veikindi? Ef þú vilt að það verði tekið fast á þessum málaflokki og verkin látin tala mæli ég með að þú setjir x við C og kjósir Viðreisn. Breytum þessu saman. Höfundur er frambjóðandi á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála því að sú vitundarvakning sem átt hefur sér stað í geðheilbrigðismálum síðastliðin ár er af hinu góða. Einstaklingar veigra sér síður við því að segja frá sínum veikindum sem áður fyrr þóttu veikleikamerki og fólk hreinlega skammaðist sín fyrir að hrjást af andlegum veikindum. Ímyndum okkur að manneskja sem hefur fótbrotnað ákveði að reyna að fela veikindi sín og vilji alls ekki leita sér hjálpar sérfræðinga. Hún ætlar sér frekar að þrauka og haltrar í gegnum einn dag í einu. Þetta var því miður veruleiki margra með andleg veikindi hér á árum áður en að því sögðu þá eigum við samt ennþá töluvert í land. Það er einungis fyrsta skrefið að einstaklingur viðurkenni veikleika sína og þörf sína á hjálp. Hvaða raunveruleiki tekur við þessum einstaklingum þegar þeir stíga þetta stóra skref? Biðlistar, stirt kerfi sem er ekki sjúklingsmiðað og rándýr sálfræðiþjónusta. Þegar þú ert loks kominn þar efst á biðlista líka þá kemstu að því að hún er ekki niðurgreidd af ríkinu eins og önnur heilbrigðisþjónusta. Hér hafa stjórnvöld dregist aftur úr og ekki haldið í þá þróun sem átt hefur sér stað í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál. Eftirspurnin eftir þjónustu á þessu sviði hefur rokið upp samhliða opnari umræðu um andleg veikindi. Tala af reynslu Ég tala því miður af reynslu á þessu sviði. Tvisvar á minni ævi hef ég þurft að sækja mér þjónustu frá sérfræðingum í andlegum veikindum, þ.e. sálfræðinga, geðlækna og til ýmissa ráðgjafa. Í fyrra skiptið var greiningin félagskvíði og þegar ein tegund kvíða er búin að skjóta rótum í taugakerfinu hjá manni virðist það skapa frjóan jarðveg fyrir aðrar kvíðaraskanir. Fyrir rúmum tveimur árum lenti ég svo í slæmri lífsreynslu þar sem faðir minn, sem greinst hafði með krabbamein tæpu ári áður, veiktist hratt eitt kvöldið sem endaði með því að hann fékk mjög kröftugt krampaflog í höndunum á okkur móður minni. Þegar hann loks byrjaði að anda aftur eftir krampann blæddi úr munninum á honum, þetta var mjög grafískur atburður sem sat mjög lengi í okkur enda héldum við að við værum að fara að missa hann á þessu augnabliki. Ég var meira að segja farinn að skipuleggja það í huganum hvernig væri best að koma honum úr rúminu og niður á gólf ef ég þyrfti að hefja endurlífgun. Mánuðina á eftir var ég að endurupplifa og dreyma þennan atburð með tilheyrandi álagi á taugakerfið og kvíðaköstum. Það og svo síendurteknar sveiflur í von um bata og neikvæðar fréttir frá læknunum hans urðu til þess að ég þróaði með mér áfallastreitu. Hún náði svo að lokum að draga mig langt niður andlega enda takmarkað sem taugakerfið og líkaminn þolir. Batinn kom hægt og í raun fór ekki mikið að gerast fyrr en þessi óvissuþáttur datt út úr jöfnunni. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en pabbi hafði tapað sinni baráttu síðastliðið sumar. Ég var ,,heppinn” Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein. Það er mjög súrt að þurfa að skrifa þessa setningu. Það er hins vegar staðreyndin að Krabbameinsfélagið og Ljósið bjóða ekki einungis krabbameinsgreindum þjónustu heldur einnig aðstandendum. Þar gátum við fengið sálfræðiráðgjöf og margskonar stuðning nánast frá fyrsta degi, gjaldfrjálst. Aðstandendur einstaklinga sem fá annarskonar lífshættulega sjúkdóma eru hins vegar ekki eins heppnir og ég, ef heppni skal kalla. Þau þurfa líklega að klóra sig í gegnum kerfið og biðlista í marga mánuði áður en þau fá nokkra aðstoð sérfræðinga á þessu sviði. Þessi félög eru að gera frábæra hluti og eru í raun að sinna að hluta til hlutverki sem ríkið og heilbrigðiskerfið ætti að vera með á sinni könnu. Þau þurfa hins vegar að fjármagna sig með fjáröflunum til að halda rekstrinum gangandi. Ljósið fær vissulega úthlutað fé úr ríkissjóði en það dugar engan veginn fyrir þeirri þjónustu sem þau vilja geta boðið uppá og þurfa því árlega að dekka sjálf það sem uppá vantar. Viðreisn í geðheilbrigðisþjónustu Fráfarandi ríkisstjórn sýndi einungis vilja í orði en ekki á borði þegar kom að mikilvægum framfararskrefum í geðheilbrigðismálum. Viðreisn lagði fram lagafrumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu fyrir nokkrum árum síðan. Það frumvarp var samþykkt á alþingi en síðan þá hefur lítið þokast. Fráfarandi ríkisstjórn virðist hafa haft lítinn áhuga á að fjármagna framkvæmd þessara laga. Við í Viðreisn höfum sýnt það í verki að við ætlum að láta þetta málefni okkur varða og þá sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu barna. Ímyndum okkur að ég hafi ekki verið aðstandandinn í mínu tilfelli heldur barn og sjúklingurinn hafi ekki verið með krabbameinsgreiningu. Í ágúst 2024 biðu 2020 börn við Geðheilsumiðstöð barna eftir þjónustu samanborið við 738 börn í desember 2021. Hefði þetta barn bara farið aftast á þann biðlista og þurft að gjöra svo vel og bíða eftir að röðin kæmi að því? Ég veit allavegana að ég væri á mun verri stað í dag ef ég hefði ekki notið þjónustu Krabbameinsfélagsins og Ljóssins, hvað þá barn, en þau eiga oft á tíðum erfiðara með að skilja og setja orð á tilfinningar sínar heldur en við fullorðna fólkið. Hvernig viljum við að haldið sé utanum þá sem lenda í áföllum eða eru að kljást við andleg veikindi? Ef þú vilt að það verði tekið fast á þessum málaflokki og verkin látin tala mæli ég með að þú setjir x við C og kjósir Viðreisn. Breytum þessu saman. Höfundur er frambjóðandi á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun