Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar 29. nóvember 2024 07:00 Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl. Þar var meðal annars talað um að þróa nýja námsleið í íslensku sem öðru máli til þess að „auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagslegri og akademískri menningu, auka aðgengi að háskólamenntun og fjölga atvinnutækifærum að námi loknu.“ Ráðherranefndinni virðist ekki hafa verið ljóst að þessi námsleið er fyrir hendi í Háskóla Íslands og hefur verið lengi, annars vegar í formi BA náms í íslensku sem annað mál og diplómunáms í íslensku sem annað mál. BA námið er venjubundið háskólanám í öðru máli, en diplómanámið er til að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið eða frekara háskólanám. Taka skal fram að Háskóli Íslands er eina háskólastofnun í heimi sem kennir íslensku sem annað mál til brautskráningar og þar er fyrir hendir gífurleg þekking á kennslu og rannsóknum í því tilliti. BA námið hefur brautskráð fjölda nemenda undanfarna hálfa öld eða svo og diplómanámið, sem er nýlegra, hefur skilað hundruðum út á vinnumarkað og í frekara háskólanám. Sem dæmi má taka að mörg þeirra sem ætla að vinna í heilbrigðiskerfinu hafa lært íslensku í HÍ til að geta starfað þar. Ætla mætti að slíkur árangur sem ótvírætt hefur náðst hlyti viðurkenningu í ráðuneyti háskólamála, ekki síst í ljósi þeirrar áherslu sem lögð er á íslenskukennslu innflytjenda. En það er öðru nær, nýlega lagði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram frumvarp til laga um að setja á skólagjöld á háskólanema sem eiga uppruna utan EES og hyggjast hefja hér nám. Þetta eru t.d. frændur vorir Vestur-Íslendingar, en sá sem þetta ritar hefur haft nokkra nemendur sem til þeirra teljast og þeir eru víðar. Skólagjöldin eiga að standa undir öllum kostnaði við menntun þessara nemenda og yrðu því mjög há, raunar svo há að erfitt er að ímynda sér að nokkur sækti um það. Þessi löggjöf hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Háskóla Íslands, bæði sem heildar og einnig í kennslu íslensku og íslenskra fræða. Stór hluti doktorsnema á Íslandi er í þessum hópi og vitað er hve erfitt er að fá styrki í það nám hér á landi, rétt um einn af fimm fær styrk. Doktorsnám er hins vegar mjög mikilvægt fyrir Háskóla Íslands og ef hann missti fjölda slíkra nema kæmi það niður á samanburði skólans við þá erlendu skóla sem hann keppir við. Innan íslensku- og menningardeildar er einnig boðið upp á mjög vel þekkt alþjóðanám í miðaldafræðum þar sem erlendir nemendur leggja stund á íslenska menningu miðalda og ljúka því með meistaraprófi. Sum halda áfram í doktorsnám, önnur fara til síns heima og breiða út þekkingu á Íslandi og íslenskri menningu. Sama má segja um nemendur sem stunda nám í þýðingafræði á meistarastigi; fjölmörg þeirra eru orðin þýðendur íslenskra bókmennta. Stóri pósturinn er hins vegar íslenska sem annað mál, námsgrein sem styður við íslenskukunnáttu og inngildingu svo um munar, það sést af aðsóknartölum og brautskráningum. Það er óhætt að fullyrða að og íslenska sem annað mál sé flaggskip íslenskukennslu fyrir útlendinga í öllum heiminum og hvergi er til eins víðtæk þekking á þessu sviði. Þessi grein yrði fyrir miklu höggi ef áform háskólaráðherra næðu fram að ganga og virðist það algjörlega andstætt þeim markmiðum að bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur, raunar vinnur það mjög gegn þeim. Furðu sætir líka að frumvarpið er sett í samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin er fallin og er einungis starfsstjórn sem hefur ekkert umboð til að leggja fram frumvörp sem hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar. Er þetta kannski einungis köld kveðja frá fráfarandi háskólaráðherra eða hefur ráðuneytið ekki frétt af stjórnarslitunum? Hver sem skýringin er verður að vonast til þess að þetta frumvarp fari í ruslakörfuna sem fyrst. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl. Þar var meðal annars talað um að þróa nýja námsleið í íslensku sem öðru máli til þess að „auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagslegri og akademískri menningu, auka aðgengi að háskólamenntun og fjölga atvinnutækifærum að námi loknu.“ Ráðherranefndinni virðist ekki hafa verið ljóst að þessi námsleið er fyrir hendi í Háskóla Íslands og hefur verið lengi, annars vegar í formi BA náms í íslensku sem annað mál og diplómunáms í íslensku sem annað mál. BA námið er venjubundið háskólanám í öðru máli, en diplómanámið er til að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið eða frekara háskólanám. Taka skal fram að Háskóli Íslands er eina háskólastofnun í heimi sem kennir íslensku sem annað mál til brautskráningar og þar er fyrir hendir gífurleg þekking á kennslu og rannsóknum í því tilliti. BA námið hefur brautskráð fjölda nemenda undanfarna hálfa öld eða svo og diplómanámið, sem er nýlegra, hefur skilað hundruðum út á vinnumarkað og í frekara háskólanám. Sem dæmi má taka að mörg þeirra sem ætla að vinna í heilbrigðiskerfinu hafa lært íslensku í HÍ til að geta starfað þar. Ætla mætti að slíkur árangur sem ótvírætt hefur náðst hlyti viðurkenningu í ráðuneyti háskólamála, ekki síst í ljósi þeirrar áherslu sem lögð er á íslenskukennslu innflytjenda. En það er öðru nær, nýlega lagði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram frumvarp til laga um að setja á skólagjöld á háskólanema sem eiga uppruna utan EES og hyggjast hefja hér nám. Þetta eru t.d. frændur vorir Vestur-Íslendingar, en sá sem þetta ritar hefur haft nokkra nemendur sem til þeirra teljast og þeir eru víðar. Skólagjöldin eiga að standa undir öllum kostnaði við menntun þessara nemenda og yrðu því mjög há, raunar svo há að erfitt er að ímynda sér að nokkur sækti um það. Þessi löggjöf hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Háskóla Íslands, bæði sem heildar og einnig í kennslu íslensku og íslenskra fræða. Stór hluti doktorsnema á Íslandi er í þessum hópi og vitað er hve erfitt er að fá styrki í það nám hér á landi, rétt um einn af fimm fær styrk. Doktorsnám er hins vegar mjög mikilvægt fyrir Háskóla Íslands og ef hann missti fjölda slíkra nema kæmi það niður á samanburði skólans við þá erlendu skóla sem hann keppir við. Innan íslensku- og menningardeildar er einnig boðið upp á mjög vel þekkt alþjóðanám í miðaldafræðum þar sem erlendir nemendur leggja stund á íslenska menningu miðalda og ljúka því með meistaraprófi. Sum halda áfram í doktorsnám, önnur fara til síns heima og breiða út þekkingu á Íslandi og íslenskri menningu. Sama má segja um nemendur sem stunda nám í þýðingafræði á meistarastigi; fjölmörg þeirra eru orðin þýðendur íslenskra bókmennta. Stóri pósturinn er hins vegar íslenska sem annað mál, námsgrein sem styður við íslenskukunnáttu og inngildingu svo um munar, það sést af aðsóknartölum og brautskráningum. Það er óhætt að fullyrða að og íslenska sem annað mál sé flaggskip íslenskukennslu fyrir útlendinga í öllum heiminum og hvergi er til eins víðtæk þekking á þessu sviði. Þessi grein yrði fyrir miklu höggi ef áform háskólaráðherra næðu fram að ganga og virðist það algjörlega andstætt þeim markmiðum að bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur, raunar vinnur það mjög gegn þeim. Furðu sætir líka að frumvarpið er sett í samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin er fallin og er einungis starfsstjórn sem hefur ekkert umboð til að leggja fram frumvörp sem hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar. Er þetta kannski einungis köld kveðja frá fráfarandi háskólaráðherra eða hefur ráðuneytið ekki frétt af stjórnarslitunum? Hver sem skýringin er verður að vonast til þess að þetta frumvarp fari í ruslakörfuna sem fyrst. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun