Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 15:30 Einar kannast ekki við að það eigi að gera brjóstmynd af honum líkt og er af sumum öðrum borgarstjórum í Ráðhúsinu. Vísir/Vilhelm/Anton Brink Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir það aldrei hafa komið til tals og hvað þá til framkvæmdar að láta gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum sér til að skreyta Ráðhús Reykjavíkur. Þessu greinir hann frá í færslu á Facebook-síðu sinni. Einar sá sig knúinn til að tjá sig um orðróm varðandi afsteypu eftir umræðu Ólafar Skaftadóttur og Kristínar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Komið gott sem þær halda úti. Þar ræddu þær fjölmörg skilaboð sem þeim hafði borist þess efnis að Einar hygðist reisa brjóstmynd af sjálfum sér í ráðhúsinu. „Endurgjöf um afsteypu. Nú rignir yfir mig fyrirspurnum vegna fullyrðinga fréttastofu „Komið gott“ um að ég hafi látið gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum mér í Ráðhúsi Reykjavíkur – og það á kostnað skattgreiðenda. Í stuttu máli þá hefur það aldrei komið til tals hvað þá til framkvæmdar. Síðasta styttan var gerð á tímum Davíðs Oddssonar en síðan var sú hefð aflögð,“ segir Einar í færslu sinni. Skjáskot af færslu Einar.skjáskot Einar tekur fram í færslunni að hann sé dyggur hlustandi Komið gott og hrósar bæði Ólöfu og Kristínu fyrir kímni sína og hnyttni. Hann taki öllu sem þær segi með fyrirvara en tekur fram að rétt sé að „afsteypa þessa vitleysu“ fyrst að hann er búinn að fá spurningar um þetta mál héðan og þaðan. „Kæru vinkonur. Fyrst ég er með ykkur taggaðar hérna í þessum status þá vil ég nefna að ég heyrði af áhyggjum ykkar yfir lýsingunni í Hljómskálagarðinum. Ég læt laga það. Hvet ykkur svo til að kíkja á Jólaþorpið á Austurvelli um helgina, það verður æðislega fínt. Svo væri mjög gaman að bjóða ykkur í heimsókn í Ráðhúsið til þess að skoða bronsstyttur fyrri tíma.“ Ólöf Skaftadóttir, ein þáttastjórnenda Komið gott, birti þessa skoplegu ljósmynd sem athugasemd við færslu Einars.Skjáskot Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Þessu greinir hann frá í færslu á Facebook-síðu sinni. Einar sá sig knúinn til að tjá sig um orðróm varðandi afsteypu eftir umræðu Ólafar Skaftadóttur og Kristínar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Komið gott sem þær halda úti. Þar ræddu þær fjölmörg skilaboð sem þeim hafði borist þess efnis að Einar hygðist reisa brjóstmynd af sjálfum sér í ráðhúsinu. „Endurgjöf um afsteypu. Nú rignir yfir mig fyrirspurnum vegna fullyrðinga fréttastofu „Komið gott“ um að ég hafi látið gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum mér í Ráðhúsi Reykjavíkur – og það á kostnað skattgreiðenda. Í stuttu máli þá hefur það aldrei komið til tals hvað þá til framkvæmdar. Síðasta styttan var gerð á tímum Davíðs Oddssonar en síðan var sú hefð aflögð,“ segir Einar í færslu sinni. Skjáskot af færslu Einar.skjáskot Einar tekur fram í færslunni að hann sé dyggur hlustandi Komið gott og hrósar bæði Ólöfu og Kristínu fyrir kímni sína og hnyttni. Hann taki öllu sem þær segi með fyrirvara en tekur fram að rétt sé að „afsteypa þessa vitleysu“ fyrst að hann er búinn að fá spurningar um þetta mál héðan og þaðan. „Kæru vinkonur. Fyrst ég er með ykkur taggaðar hérna í þessum status þá vil ég nefna að ég heyrði af áhyggjum ykkar yfir lýsingunni í Hljómskálagarðinum. Ég læt laga það. Hvet ykkur svo til að kíkja á Jólaþorpið á Austurvelli um helgina, það verður æðislega fínt. Svo væri mjög gaman að bjóða ykkur í heimsókn í Ráðhúsið til þess að skoða bronsstyttur fyrri tíma.“ Ólöf Skaftadóttir, ein þáttastjórnenda Komið gott, birti þessa skoplegu ljósmynd sem athugasemd við færslu Einars.Skjáskot
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira