Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar 27. nóvember 2024 14:22 Í rúma fjóra áratugi hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða. Afrekin eru mörg hver glæsileg og 98 verðlaun sem okkar fremsta fólk hefur unnið til á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics). Einstaklega glæsilegur árangur og hefur Ísland átt magnaða einstaklinga í fremstu röð á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Hauk Gunnarsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og Helga Sveinsson svo fáeinir séu nefndir. Okkar fremsta fólk hefur ekki aðeins fyllt þjóðina stolti heldur einnig þjónað sem fyrirmyndir og kyndilberar vonar fyrir fyrir allt fólk í landinu, fatlað jafnt sem ófatlað. Þrátt fyrir góðan árangur á alþjóðasviðinu er almenn íþrótta- og lýðheilsuiðkun fatlaðra afar takmörkuð á Íslandi. Í dag eru um það bil 4% fatlaðra einstaklinga sem stunda íþróttir með skipulögðum hætti! Hérlendis er áætlað að við séum með hátt í 3000 börn með fatlanir sem ekki eru hluti af íþróttahreyfingunni og æfa ekki reglulega samanborið við 70-80% þátttöku ófatlaðra barna að jafnaði. Hættan hér er sú að án íþrótta- og eða lýðheilsuúrræða sé kostnaður við daglega lyfjanotkun, sérfræðiþjónustu og innlagnir að fara ört vaxandi. Hjá því má komast með t.d. íþróttaiðkun en rannsóknir annarra íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum hafa sýnt að íþróttaiðkun fólks með fatlanir dregur úr daglegri lyfjanotkun, fækkar innlögnum og eykur atvinnuþátttöku fatlaðra. Stöðuna bárum við fyrst upp við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og óhætt er að segja að erindi Íþróttasambands fatlaðra hafi verið vel tekið. Í samstarfi okkar með Ásmundi hefur margt áunnist og þá einna helst hans forysta við að efla og tryggja réttindi fatlaðs fólks í íþróttum á eigin forsendum. Í kjölfarið hófst samstarf sem ber nafnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ sem miðar að því að efla íþróttaþátttöku fatlaðs fólks. Einn þekktasti hluti þessa verkefnis er „Allir með“- verkefnið sem ÍF stýrir í dag. Ásmundur hafði þá með sér tvo aðra ráðherra sem eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra sem allir lögðu hönd á plóg við að gera „Allir með“ að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá ÍSÍ og UMFÍ. Sérstök íþróttafélög fyrir fólk með fatlanir eru víða til og hafa mörg hver starfað vel og lengi og tvö þeirra, ÍFR og Akur, fagna í ár 50 ára afmæli. Staðreyndin er sú að félög fatlaðra er ekki að finna í hverju einasta sveitarfélagi á Íslandi og því er mikilvægt að sveitarfélög, skólar og íþróttafélög komi með Íþróttasambandi fatlaðra að „Allir með“ verkefninu og tryggi fjölbreytt úrræði í sinni sveit. Þar hefur stofnun starfsstöðva til stuðnings íþróttahéruðunum gegnt lykilhlutverki og vottur um enn eitt verkefnið þar sem Ásmundur Einar er í forsvari fyrir. Starfsstöðvarnar þjóna sem miðstöðvar fyrir þróun íþróttastarfs með jöfnum tækifærum fyrir alla óháð búsetu eða aðstæðum. Íþróttasamband fatlaðra leggur nú allt í sölurnar við að efla grasrótina og fjölga tækifærum fyrir fötluð börn og ungmenni til íþrótta- og lýðheilsuiðkunar. Afreksíþróttir jafnt sem almenningsíþróttir eru þar að leiðarljósi en jafn viðamikið verkefni mun taka tíma en ábatinn af því tengist þjóðarheill, heilbrigð sál í hraustum líkama. Við vonum að viðlíka framktakssemi á borð við þá sem ráðherra hefur sýnt af sér verið haldið áfram en að þessu sögðu viljum við hjá Íþróttasambandi fatlaðra jafnframt þakka fyrir þau mikilvægu skref sem þegar hafa verið tekin undir forystu Ásmundar Einars og hans ráðuneytis. Í lokin er vert að nefna að nýverið var ritað undir tímamótasamning um aukin fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar þar sem áralangri baráttu ÍSÍ og sérsambandanna um aukið fjármagn til starfseminnar var svarað. Þar á nýjan leik sýndi Ásmundur Einar viljann í verki og viðurkenningu á mikilvægi íþrótta í okkar samfélagi. Með íþróttakveðju,Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í rúma fjóra áratugi hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða. Afrekin eru mörg hver glæsileg og 98 verðlaun sem okkar fremsta fólk hefur unnið til á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics). Einstaklega glæsilegur árangur og hefur Ísland átt magnaða einstaklinga í fremstu röð á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Hauk Gunnarsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og Helga Sveinsson svo fáeinir séu nefndir. Okkar fremsta fólk hefur ekki aðeins fyllt þjóðina stolti heldur einnig þjónað sem fyrirmyndir og kyndilberar vonar fyrir fyrir allt fólk í landinu, fatlað jafnt sem ófatlað. Þrátt fyrir góðan árangur á alþjóðasviðinu er almenn íþrótta- og lýðheilsuiðkun fatlaðra afar takmörkuð á Íslandi. Í dag eru um það bil 4% fatlaðra einstaklinga sem stunda íþróttir með skipulögðum hætti! Hérlendis er áætlað að við séum með hátt í 3000 börn með fatlanir sem ekki eru hluti af íþróttahreyfingunni og æfa ekki reglulega samanborið við 70-80% þátttöku ófatlaðra barna að jafnaði. Hættan hér er sú að án íþrótta- og eða lýðheilsuúrræða sé kostnaður við daglega lyfjanotkun, sérfræðiþjónustu og innlagnir að fara ört vaxandi. Hjá því má komast með t.d. íþróttaiðkun en rannsóknir annarra íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum hafa sýnt að íþróttaiðkun fólks með fatlanir dregur úr daglegri lyfjanotkun, fækkar innlögnum og eykur atvinnuþátttöku fatlaðra. Stöðuna bárum við fyrst upp við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og óhætt er að segja að erindi Íþróttasambands fatlaðra hafi verið vel tekið. Í samstarfi okkar með Ásmundi hefur margt áunnist og þá einna helst hans forysta við að efla og tryggja réttindi fatlaðs fólks í íþróttum á eigin forsendum. Í kjölfarið hófst samstarf sem ber nafnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ sem miðar að því að efla íþróttaþátttöku fatlaðs fólks. Einn þekktasti hluti þessa verkefnis er „Allir með“- verkefnið sem ÍF stýrir í dag. Ásmundur hafði þá með sér tvo aðra ráðherra sem eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra sem allir lögðu hönd á plóg við að gera „Allir með“ að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá ÍSÍ og UMFÍ. Sérstök íþróttafélög fyrir fólk með fatlanir eru víða til og hafa mörg hver starfað vel og lengi og tvö þeirra, ÍFR og Akur, fagna í ár 50 ára afmæli. Staðreyndin er sú að félög fatlaðra er ekki að finna í hverju einasta sveitarfélagi á Íslandi og því er mikilvægt að sveitarfélög, skólar og íþróttafélög komi með Íþróttasambandi fatlaðra að „Allir með“ verkefninu og tryggi fjölbreytt úrræði í sinni sveit. Þar hefur stofnun starfsstöðva til stuðnings íþróttahéruðunum gegnt lykilhlutverki og vottur um enn eitt verkefnið þar sem Ásmundur Einar er í forsvari fyrir. Starfsstöðvarnar þjóna sem miðstöðvar fyrir þróun íþróttastarfs með jöfnum tækifærum fyrir alla óháð búsetu eða aðstæðum. Íþróttasamband fatlaðra leggur nú allt í sölurnar við að efla grasrótina og fjölga tækifærum fyrir fötluð börn og ungmenni til íþrótta- og lýðheilsuiðkunar. Afreksíþróttir jafnt sem almenningsíþróttir eru þar að leiðarljósi en jafn viðamikið verkefni mun taka tíma en ábatinn af því tengist þjóðarheill, heilbrigð sál í hraustum líkama. Við vonum að viðlíka framktakssemi á borð við þá sem ráðherra hefur sýnt af sér verið haldið áfram en að þessu sögðu viljum við hjá Íþróttasambandi fatlaðra jafnframt þakka fyrir þau mikilvægu skref sem þegar hafa verið tekin undir forystu Ásmundar Einars og hans ráðuneytis. Í lokin er vert að nefna að nýverið var ritað undir tímamótasamning um aukin fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar þar sem áralangri baráttu ÍSÍ og sérsambandanna um aukið fjármagn til starfseminnar var svarað. Þar á nýjan leik sýndi Ásmundur Einar viljann í verki og viðurkenningu á mikilvægi íþrótta í okkar samfélagi. Með íþróttakveðju,Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun