Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2024 14:47 Stuðningsmenn Hezbollah fögnuðu ákaft í Kfar Tebnit í morgun. AP/Mohammed Zaatari Vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og Hezbollah í nótt hefur haldið að mestu í dag, þó það þyki brothætt og að Ísraelar hafi varpað sprengjum á tvö þorp í suðurhluta Líbanon. Fólk sem þurft hefur að flýja heimili sín streymir til suðurs þó herir bæði Ísrael og Líbanon hafi varað fólk við því. Haldi vopnahléið markar það endalok á nærri því fjórtán mánaða átökum milli Ísraela og Hezbollah sem stigmögnuðust mjög í september með innrás Ísrael í Líbanon. Sjá einnig: Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Átökin hafa dregið minnst 3.500 manns til bana í Líbanon, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa um 1,2 milljónir þurft að flýja heimili sín. Þetta fólk virðist nú streyma aftur til suðurhluta Líbanon. Íbúar Gasastrandarinnar telja sig þó hafa gleymst og finna fyrir svikum. Friðargæsluliðar UNIFIL í suðurhluta Líbanon í morgun.AP/Mohammed Zaatari Byggir á gamalli ályktun Vopnahléssamningurinn, sem gerður var með aðkomu ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands, felur í sér að Ísraelar muni hörfa frá suðurhluta Líbanon á næstu sextíu dögum. Her Líbanon á að koma inn á svæðið í staðinn og á verkefni hermann að vera að koma í veg fyrir að vígamenn Hezbollah-samtakanna komi sér fyrir þar aftur og að flytja öll vopnakerfi Hezbollah til norðurs og loka göngum og öðrum hernaðarinnviðum Hezbollah á svæðinu. Samkomulagið byggir á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 en samkvæmt henni máttu Hezbollah-liðar ekki halda til suður af Litaniá í Líbanon. Hér smá sjá það svæði sem bæði Ísraelar og meðlimir Hezbollah eiga að hörfa frá. Líbanski herinn og friðargæsluliðar munu vakta svæðið.Hjalti Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, UNIFIL, eiga svo að fylgjast með því að samkomulagið sé virt. Það munu Bandaríkjamenn og Frakkar gera einnig. Ráðamenn í Ísrael hafa þó heitið því að verði þeir varir við vígamenn Hezbollah í suðurhluta Líbanon muni þeir ekki hika við að bregðast við, með tilheyrandi árásum. Sjá einnig: Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sérfræðingar í málefnum Líbanon segja að þó Ísraelar hafi valdið miklum skaða á Hezbollah-samtökunum, sem njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, séu samtökin mun öflugri en líbanski herinn og heyrir ekki undir nein öfl í Líbanon, önnur en leiðtoga samtakanna. Sjá einnig: Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Hvorki herinn né UNIFIL komu í veg fyrir viðveru og uppbyggingu Hezbollah á undanförnum árum eða frá því áðurnefnd ályktun var samþykkt árið 2006. Líbanskir hermenn á leið til suðurs.AP/Hussein Malla Þó vopnahléið hafi tekið gildi þykir ljóst að það sé nokkuð brothætt. Einungis tveimur tímum eftir gildistökuna gerðu Ísraelar árásir á tvö þorp í suðurhluta Líbanon og var því lýst yfir að hermenn hefðu skotið að bíl sem ekið var á svokölluðu bannsvæði. Vill næst frið á Gasa Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að samkomulagið eigi að leiða til varanlegs friðar og ítrekaði í ávarpi í gær að Hezbollah yrði ekki aftur leyft að ógna öryggi Ísrael. I applaud the courageous decision by the leaders of Lebanon and Israel to end the violence. It reminds us that peace is possible. And so long as that is the case, I will not for a single moment stop working to achieve it. pic.twitter.com/MF57EXflzk— President Biden (@POTUS) November 27, 2024 Þá sagðist Biden vonast til þess að hægt væri að byggja á þessu samkomulagi og stilla einnig til friðar á Gasaströndinni. Íbúar Gasa hefðu „vaðið eld og brennistein“ undanfarna fjórtán mánuði, allt of margir þeirra hefðu dáið og þeir ættu frið skilinn. Hann sagði svo í morgun að ríkisstjórn hans myndi áfram reyna að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Over the coming days, the United States will make another push with Turkey, Egypt, Qatar, Israel, and others to achieve a ceasefire in Gaza with the hostages released and an end to the war without Hamas in power.— President Biden (@POTUS) November 27, 2024 Erfiðara gæti reynst að koma á vopnahléi þar og er það að miklu leyti vegna þess að Hamas-liðar eru enn með ísraelska gísla í haldi og hafa því mun meira vogarafl gegn Ísraelum en Hezbollah. Friðarsamkomulag við Hamas gæti líka haft slæmar pólitískar afleiðingar fyrir Netanjahú heima fyrir. Bandaríkjamenn, Egyptar og Katarar hafa reynt að koma á samkomulagi um frið í skiptum fyrir þá um hundrað gísla sem eru enn í haldi Hamas. Þær viðræður strönduðu alfarið í sumar þegar bæði Hamas-liðar og Ísraelar sökuðu hina um óraunhæfar kröfur. Geta nú einbeitt sér að Hamas Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sagt að vopnahléið muni gera Ísraelum kleift að einbeita sér að því að herja á Hamas-samtökin á Gasaströndinni og að klerkastjórninni í Íran. Hann sagði einnig að vopnahléið myndi gera Ísraelum kleift að fylla á vopnabúr sín. Þó íbúar Líbanon séu vongóðir er erfiðara að finna fyrir sambærilegum tilfinningum á Gasaströndinni, samkvæmt frétt New York Times. Þar segjast viðmælendur miðilsins hafa misst alla trú á því að stríðið muni nokkurn tímann enda. Eftir langvarandi átök og gífurlega umfangsmiklar árásir Ísraela liggur stór hluti Gasastrandarinnar í rúst. AP fréttaveitan segir um níutíu prósent 2,3 milljóna íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sín. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, segir að minnsta kosti 44 þúsund manns hafa fallið vegna átakanna og að 104 þúsund manns hafi særst. Þá segjast Ísraelar hafa fellt rúmlega sautján þúsund vígamenn á Gasaströndinni. Aðstæður á Gasaströndinni eru verulega slæmar og bróðurpartur íbúa er á vergangi.AP/Abdel Kareem Hana Sagði heiminn samsekan Í samtali við NYT segir Abu Amra að hann fái ekki séð nokkurn alþjóðlegan þrýsting á að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Hann sagði heiminn samsekan vegna þjáninga íbúa svæðisins. „Blóð Gasabúa er orðið ódýrt.“ Annar maður sagði samkomulagið milli Ísraela og Hezbollah vera svik við íbúa Gasa. Það myndi eingöngu leiða til umfangsmeiri árása á fólkið þar. „Við erum vonsvikin vegna þessara fregna því það þýðir að við stöndum ein gegn hernáminu án nokkur stuðnings eða léttis,“ sagði Mohammed Ahmed. Fleiri sem rætt var við slógu á svipaða strengi. Einn sagðist þó ánægður með vopnahléið í Líbanon, jafnvel þó það myndi líklega koma niður á íbúum Gasa. „Vonandi verður að minnsta kosti hægt að bjarga lífum í Líbanon.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Joe Biden Frakkland Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels mun leggja fram tillögu um vopnahlé milli Ísraels og Líbanon fyrir ríkisstjórn sína til samþykktar. Þetta tilkynnti ráðherrann í kvöld en ítrekaði að vopnahlé í Líbanon hafi engin áhrif á stríðið á Gasa. 26. nóvember 2024 20:10 Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13 Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. 15. nóvember 2024 14:28 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Haldi vopnahléið markar það endalok á nærri því fjórtán mánaða átökum milli Ísraela og Hezbollah sem stigmögnuðust mjög í september með innrás Ísrael í Líbanon. Sjá einnig: Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Átökin hafa dregið minnst 3.500 manns til bana í Líbanon, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa um 1,2 milljónir þurft að flýja heimili sín. Þetta fólk virðist nú streyma aftur til suðurhluta Líbanon. Íbúar Gasastrandarinnar telja sig þó hafa gleymst og finna fyrir svikum. Friðargæsluliðar UNIFIL í suðurhluta Líbanon í morgun.AP/Mohammed Zaatari Byggir á gamalli ályktun Vopnahléssamningurinn, sem gerður var með aðkomu ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands, felur í sér að Ísraelar muni hörfa frá suðurhluta Líbanon á næstu sextíu dögum. Her Líbanon á að koma inn á svæðið í staðinn og á verkefni hermann að vera að koma í veg fyrir að vígamenn Hezbollah-samtakanna komi sér fyrir þar aftur og að flytja öll vopnakerfi Hezbollah til norðurs og loka göngum og öðrum hernaðarinnviðum Hezbollah á svæðinu. Samkomulagið byggir á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 en samkvæmt henni máttu Hezbollah-liðar ekki halda til suður af Litaniá í Líbanon. Hér smá sjá það svæði sem bæði Ísraelar og meðlimir Hezbollah eiga að hörfa frá. Líbanski herinn og friðargæsluliðar munu vakta svæðið.Hjalti Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, UNIFIL, eiga svo að fylgjast með því að samkomulagið sé virt. Það munu Bandaríkjamenn og Frakkar gera einnig. Ráðamenn í Ísrael hafa þó heitið því að verði þeir varir við vígamenn Hezbollah í suðurhluta Líbanon muni þeir ekki hika við að bregðast við, með tilheyrandi árásum. Sjá einnig: Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sérfræðingar í málefnum Líbanon segja að þó Ísraelar hafi valdið miklum skaða á Hezbollah-samtökunum, sem njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, séu samtökin mun öflugri en líbanski herinn og heyrir ekki undir nein öfl í Líbanon, önnur en leiðtoga samtakanna. Sjá einnig: Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Hvorki herinn né UNIFIL komu í veg fyrir viðveru og uppbyggingu Hezbollah á undanförnum árum eða frá því áðurnefnd ályktun var samþykkt árið 2006. Líbanskir hermenn á leið til suðurs.AP/Hussein Malla Þó vopnahléið hafi tekið gildi þykir ljóst að það sé nokkuð brothætt. Einungis tveimur tímum eftir gildistökuna gerðu Ísraelar árásir á tvö þorp í suðurhluta Líbanon og var því lýst yfir að hermenn hefðu skotið að bíl sem ekið var á svokölluðu bannsvæði. Vill næst frið á Gasa Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að samkomulagið eigi að leiða til varanlegs friðar og ítrekaði í ávarpi í gær að Hezbollah yrði ekki aftur leyft að ógna öryggi Ísrael. I applaud the courageous decision by the leaders of Lebanon and Israel to end the violence. It reminds us that peace is possible. And so long as that is the case, I will not for a single moment stop working to achieve it. pic.twitter.com/MF57EXflzk— President Biden (@POTUS) November 27, 2024 Þá sagðist Biden vonast til þess að hægt væri að byggja á þessu samkomulagi og stilla einnig til friðar á Gasaströndinni. Íbúar Gasa hefðu „vaðið eld og brennistein“ undanfarna fjórtán mánuði, allt of margir þeirra hefðu dáið og þeir ættu frið skilinn. Hann sagði svo í morgun að ríkisstjórn hans myndi áfram reyna að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Over the coming days, the United States will make another push with Turkey, Egypt, Qatar, Israel, and others to achieve a ceasefire in Gaza with the hostages released and an end to the war without Hamas in power.— President Biden (@POTUS) November 27, 2024 Erfiðara gæti reynst að koma á vopnahléi þar og er það að miklu leyti vegna þess að Hamas-liðar eru enn með ísraelska gísla í haldi og hafa því mun meira vogarafl gegn Ísraelum en Hezbollah. Friðarsamkomulag við Hamas gæti líka haft slæmar pólitískar afleiðingar fyrir Netanjahú heima fyrir. Bandaríkjamenn, Egyptar og Katarar hafa reynt að koma á samkomulagi um frið í skiptum fyrir þá um hundrað gísla sem eru enn í haldi Hamas. Þær viðræður strönduðu alfarið í sumar þegar bæði Hamas-liðar og Ísraelar sökuðu hina um óraunhæfar kröfur. Geta nú einbeitt sér að Hamas Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sagt að vopnahléið muni gera Ísraelum kleift að einbeita sér að því að herja á Hamas-samtökin á Gasaströndinni og að klerkastjórninni í Íran. Hann sagði einnig að vopnahléið myndi gera Ísraelum kleift að fylla á vopnabúr sín. Þó íbúar Líbanon séu vongóðir er erfiðara að finna fyrir sambærilegum tilfinningum á Gasaströndinni, samkvæmt frétt New York Times. Þar segjast viðmælendur miðilsins hafa misst alla trú á því að stríðið muni nokkurn tímann enda. Eftir langvarandi átök og gífurlega umfangsmiklar árásir Ísraela liggur stór hluti Gasastrandarinnar í rúst. AP fréttaveitan segir um níutíu prósent 2,3 milljóna íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sín. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, segir að minnsta kosti 44 þúsund manns hafa fallið vegna átakanna og að 104 þúsund manns hafi særst. Þá segjast Ísraelar hafa fellt rúmlega sautján þúsund vígamenn á Gasaströndinni. Aðstæður á Gasaströndinni eru verulega slæmar og bróðurpartur íbúa er á vergangi.AP/Abdel Kareem Hana Sagði heiminn samsekan Í samtali við NYT segir Abu Amra að hann fái ekki séð nokkurn alþjóðlegan þrýsting á að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Hann sagði heiminn samsekan vegna þjáninga íbúa svæðisins. „Blóð Gasabúa er orðið ódýrt.“ Annar maður sagði samkomulagið milli Ísraela og Hezbollah vera svik við íbúa Gasa. Það myndi eingöngu leiða til umfangsmeiri árása á fólkið þar. „Við erum vonsvikin vegna þessara fregna því það þýðir að við stöndum ein gegn hernáminu án nokkur stuðnings eða léttis,“ sagði Mohammed Ahmed. Fleiri sem rætt var við slógu á svipaða strengi. Einn sagðist þó ánægður með vopnahléið í Líbanon, jafnvel þó það myndi líklega koma niður á íbúum Gasa. „Vonandi verður að minnsta kosti hægt að bjarga lífum í Líbanon.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Joe Biden Frakkland Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels mun leggja fram tillögu um vopnahlé milli Ísraels og Líbanon fyrir ríkisstjórn sína til samþykktar. Þetta tilkynnti ráðherrann í kvöld en ítrekaði að vopnahlé í Líbanon hafi engin áhrif á stríðið á Gasa. 26. nóvember 2024 20:10 Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13 Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. 15. nóvember 2024 14:28 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels mun leggja fram tillögu um vopnahlé milli Ísraels og Líbanon fyrir ríkisstjórn sína til samþykktar. Þetta tilkynnti ráðherrann í kvöld en ítrekaði að vopnahlé í Líbanon hafi engin áhrif á stríðið á Gasa. 26. nóvember 2024 20:10
Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13
Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. 15. nóvember 2024 14:28