Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar 27. nóvember 2024 11:31 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Á árunum 2013-2023 tókst Sjálfstæðisflokknum að ná fram breytingum sem skiluðu 310 milljörðum króna í nettó skattalækkun á tímabilinu. Þessar lækkanir hafa nýst bæði heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eru þetta 63 skattalækkanir á móti 28 skattahækkunum. Allt tal pólitískra andstæðinga um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eingöngu hækkað skatta á ekki við rök að styðjast. Þau skilaboð virðast því miður ekki hafa náð eyrum allra. Best er að skoða þetta svart á hvítu. Á www.xd.is/skattar er hægt að reikna dæmið, þ.e.a.s. hversu mikið þú færð af þínum launum í vasann vegna þeirra breytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, samanborið við það sem hefði verið. Það er, ef ekkert hefði breyst í skattkerfinu frá því vinstri stjórnin 2009-2013 var við völd. Hvað þýða skattalækkanir fyrir vísitölufjölskyldu? Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðar fyrirvinnur hafa 800 þús kr. á mánuði í laun og börnin eru 4 og 8 ára gömul. Þessi fjölskylda hefur um 900 þús. kr. meira á milli handanna á ári heldur en hún hefði haft án breytinga Sjálfstæðisflokksins. Það munar um minna eins og sjá má í reiknivélinni: Ekki þarf að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mátti greina aukningu í tekjum ríkissjóðs á þessum árum. Hagkerfið er vissulega flóknara en svo að tekjuaukinn verði að fullu skrifaður á lækkun skatta, en augljóst er að lægri skattar og þar með hærri ráðstöfunartekjur heimila hafa áhrif. Rétt er að benda á það sem fram kemur í svari ráðuneytisins í þessum efnum. Þar kemur fram að skattar hafi bein áhrif á efnahagslegar ákvarðanir heimila og fyrirtækja, sem á endanum móta lykilhagstærðir, þar á meðal sjálfa skattstofnana. Þessa hlið málsins vantar oft í umræðunni. Hlutann sem útskýrir að einhverju leyti hvernig tekjur ríkissjóðs geta aukist þrátt fyrir lægra skattahlutfall, þar sem efnahagsleg virkni eykst og tekjustofnar breikka. Sagan sannar það að Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur rangt fyrir sér þegar hún segist þurfa að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins. Kjósum út frá staðreyndum Sjálfstæðisflokkurinn hefur með stefnu sinni lagt grunn að aukinni hagsæld fyrir íslensk heimili og fyrirtæki undanfarin 11 ár og raunar alla 20. öldina. Skattalækkanir, ásamt öðrum aðgerðum, hafa hjálpað til við að bæta lífskjör landsmanna. Aðgerðir flokksins hafa þó ekki bara snúist um lækkun skatta, heldur einnig um að tryggja sterkt og sjálfbært velferðarkerfi. Árangurinn er augljós. Kaupmáttur hefur aukist 11 ár í röð. Hugsum um staðreyndir á leiðinni í kjörklefann, leyfum ekki frambjóðendum annarra flokka að endurskrifa söguna með bullyrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt umboð til að gera minni málamiðlanir og halda áfram að sameina stofnanir, einfalda regluverk og lækka skatta á næsta kjörtímabili. Kjósum ábyrgð í ríkisfjármálum og frelsi fólks til að fóta sig. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Á árunum 2013-2023 tókst Sjálfstæðisflokknum að ná fram breytingum sem skiluðu 310 milljörðum króna í nettó skattalækkun á tímabilinu. Þessar lækkanir hafa nýst bæði heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eru þetta 63 skattalækkanir á móti 28 skattahækkunum. Allt tal pólitískra andstæðinga um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eingöngu hækkað skatta á ekki við rök að styðjast. Þau skilaboð virðast því miður ekki hafa náð eyrum allra. Best er að skoða þetta svart á hvítu. Á www.xd.is/skattar er hægt að reikna dæmið, þ.e.a.s. hversu mikið þú færð af þínum launum í vasann vegna þeirra breytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, samanborið við það sem hefði verið. Það er, ef ekkert hefði breyst í skattkerfinu frá því vinstri stjórnin 2009-2013 var við völd. Hvað þýða skattalækkanir fyrir vísitölufjölskyldu? Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðar fyrirvinnur hafa 800 þús kr. á mánuði í laun og börnin eru 4 og 8 ára gömul. Þessi fjölskylda hefur um 900 þús. kr. meira á milli handanna á ári heldur en hún hefði haft án breytinga Sjálfstæðisflokksins. Það munar um minna eins og sjá má í reiknivélinni: Ekki þarf að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mátti greina aukningu í tekjum ríkissjóðs á þessum árum. Hagkerfið er vissulega flóknara en svo að tekjuaukinn verði að fullu skrifaður á lækkun skatta, en augljóst er að lægri skattar og þar með hærri ráðstöfunartekjur heimila hafa áhrif. Rétt er að benda á það sem fram kemur í svari ráðuneytisins í þessum efnum. Þar kemur fram að skattar hafi bein áhrif á efnahagslegar ákvarðanir heimila og fyrirtækja, sem á endanum móta lykilhagstærðir, þar á meðal sjálfa skattstofnana. Þessa hlið málsins vantar oft í umræðunni. Hlutann sem útskýrir að einhverju leyti hvernig tekjur ríkissjóðs geta aukist þrátt fyrir lægra skattahlutfall, þar sem efnahagsleg virkni eykst og tekjustofnar breikka. Sagan sannar það að Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur rangt fyrir sér þegar hún segist þurfa að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins. Kjósum út frá staðreyndum Sjálfstæðisflokkurinn hefur með stefnu sinni lagt grunn að aukinni hagsæld fyrir íslensk heimili og fyrirtæki undanfarin 11 ár og raunar alla 20. öldina. Skattalækkanir, ásamt öðrum aðgerðum, hafa hjálpað til við að bæta lífskjör landsmanna. Aðgerðir flokksins hafa þó ekki bara snúist um lækkun skatta, heldur einnig um að tryggja sterkt og sjálfbært velferðarkerfi. Árangurinn er augljós. Kaupmáttur hefur aukist 11 ár í röð. Hugsum um staðreyndir á leiðinni í kjörklefann, leyfum ekki frambjóðendum annarra flokka að endurskrifa söguna með bullyrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt umboð til að gera minni málamiðlanir og halda áfram að sameina stofnanir, einfalda regluverk og lækka skatta á næsta kjörtímabili. Kjósum ábyrgð í ríkisfjármálum og frelsi fólks til að fóta sig. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar