Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2024 10:52 Ásgeir Örn Hallgrímsson og hans menn hjá Haukum unnu stórsigur gegn ÍBV en nú hafa þeir verið dæmdir út úr bikarkeppninni. vísir/anton ÍBV hefur verið dæmdur 10-0 sigur í leiknum gegn Haukum fyrir rúmri viku, í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. ÍBV verður því í skálinni í hádeginu þegar dregið verður í 8-liða úrslit keppninnar en þó ber að hafa í huga að Haukar hafa nú þriggja daga frest til að áfrýja dómi Dómstóls HSÍ. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu þeir áfrýja dómnum. Haukar unnu leikinn 37-29 en Eyjamenn kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Fulltrúar beggja liða mættu á svokallaðan „tæknifund“ með eftirlitsmanni leiksins, sem Haukar segja að hafi hafist seinna en ella vegna þess að eftirlitsmaður hafi mætt seint auk þess sem fulltrúi ÍBV hafi vikið af fundinum um tíma, áður en eftirlitsmaður mætti. Allir voru þó mættir rétt rúmum klukkutíma fyrir leik og voru leikskýrslur slegnar tímanlega inn í „HB ritara“, tölvukerfið sem notað er til að fylla út skýrslur. Vandamál við útprentun leikskýrslu Illa gekk hins vegar að prenta út skýrslu til yfirferðar. Þegar það hafðist var minna en klukkutími til leiks. Fulltrúi Hauka tók þá eftir því að nafn Helga Marinós Kristóferssonar var á skýrslunni en þar átti Andri Fannar Elísson að vera í hans stað. Hann breytti því skýrslunni en eftirlitsmaður HSÍ sagðist þá þurfa að geta þess í skýrslu um leikinn. Nú er niðurstaðan sú að ÍBV hefur verið dæmdur sigur en eins og fyrr segir ætla Haukar að áfrýja dómnum. Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið verður í hádeginu, í 8-liða úrslit. Í leikjahandbók sem HSÍ gaf út fyrir tímabilið segir um tæknifundi: „Á þeim fundi skal leikskýrsla vera tilbúin til yfirferðar í HB ritara. Ekki er heimilt að bæta við leikmönnum eða breyta leikskýrslu á nokkurn hátt minna en 60 mínútum fyrir leik og geta breytingar eftir það leitt til kæru á framkvæmd leiksins, sjá nánar í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót.“ Og í reglugerðinni um handknattleiksmót segir: „Leikskýrsla í meistaraflokki skal liggja fyrir eigi síðar en 60 mínútum fyrir leik og eftir þann tíma er óheimilt að gera breytingar á henni.“ Snúist um hvort skýrsla hafi verið tilbúin þegar tæknifundi lauk Í viðtali við Vísi á sunnudag sagði Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, að í sínum huga væri málið „algjör þvæla“. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ sagði Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ sagði Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ sagði Andri. Hafi mátt vita að óheimilt væri að gera breytingar Andri spyr sig jafnframt hvað gerist þá ef að til dæmis ferð seinki hjá Herjólfi, svo að lið sé ekki mætt á leikstað klukkutíma fyrir leik, en í úrskurði Dómstóls HSÍ segir að slíkar vangaveltur breyti ekki þeirri staðreynd að fyrir þennan bikarleik hafi verið hægt að staðfesta leikskýrslur tímanlega. Í dómnum segir: „Ekki verður séð að lög, reglugerðir eða handbækur HSÍ geymi leiðbeiningar um afleiðingar þess ef óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir að tæknifundur verði haldinn með þeim hætti sem lýst er í 7. gr. reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót. Þar af leiðandi er ekki loku fyrir það skotið bregðast þurfi við með sérstökum hætti ef aðstandendum leikja er af einhverjum ástæðum ókleift að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar um form og efni tæknifundar. Slíkar aðstæður verða þó ekki taldar vera uppi í þessu máli. Óumdeilt er að kl. 14:57 í síðasta lagi [leikurinn hófst klukkan 16:00] hafi bæði kærandi og kærði verið í aðstöðu til að staðfesta leikskýrslur í forritinu „HB ritari“, enda slógu þá forráðamenn beggja aðila inn „pin“ númer sín í forritið. Báðum aðilum var því kleift að gera breytingar á leikskýrslu meira en 60 mínútum fyrir leik og máttu báðir aðilar vita að eftir það tímamark var óheimilt að gera á þeim breytingar. Þar sem óumdeilt er að kærði gerði breytingar á leikskýrslu sinni þegar minna en 60 mínútur voru til leiks verður að telja að þær breytingar hafi verið óheimilar. Þar af leiðandi hafi kærða verið óheimilt að nota leikmann nr. 84, Andra Fannar Róbertsson, í leiknum. Óumdeilt er að leikmaðurinn tók þátt í leiknum.“ Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar segist eiga meira inni EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Sjá meira
ÍBV verður því í skálinni í hádeginu þegar dregið verður í 8-liða úrslit keppninnar en þó ber að hafa í huga að Haukar hafa nú þriggja daga frest til að áfrýja dómi Dómstóls HSÍ. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu þeir áfrýja dómnum. Haukar unnu leikinn 37-29 en Eyjamenn kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Fulltrúar beggja liða mættu á svokallaðan „tæknifund“ með eftirlitsmanni leiksins, sem Haukar segja að hafi hafist seinna en ella vegna þess að eftirlitsmaður hafi mætt seint auk þess sem fulltrúi ÍBV hafi vikið af fundinum um tíma, áður en eftirlitsmaður mætti. Allir voru þó mættir rétt rúmum klukkutíma fyrir leik og voru leikskýrslur slegnar tímanlega inn í „HB ritara“, tölvukerfið sem notað er til að fylla út skýrslur. Vandamál við útprentun leikskýrslu Illa gekk hins vegar að prenta út skýrslu til yfirferðar. Þegar það hafðist var minna en klukkutími til leiks. Fulltrúi Hauka tók þá eftir því að nafn Helga Marinós Kristóferssonar var á skýrslunni en þar átti Andri Fannar Elísson að vera í hans stað. Hann breytti því skýrslunni en eftirlitsmaður HSÍ sagðist þá þurfa að geta þess í skýrslu um leikinn. Nú er niðurstaðan sú að ÍBV hefur verið dæmdur sigur en eins og fyrr segir ætla Haukar að áfrýja dómnum. Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið verður í hádeginu, í 8-liða úrslit. Í leikjahandbók sem HSÍ gaf út fyrir tímabilið segir um tæknifundi: „Á þeim fundi skal leikskýrsla vera tilbúin til yfirferðar í HB ritara. Ekki er heimilt að bæta við leikmönnum eða breyta leikskýrslu á nokkurn hátt minna en 60 mínútum fyrir leik og geta breytingar eftir það leitt til kæru á framkvæmd leiksins, sjá nánar í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót.“ Og í reglugerðinni um handknattleiksmót segir: „Leikskýrsla í meistaraflokki skal liggja fyrir eigi síðar en 60 mínútum fyrir leik og eftir þann tíma er óheimilt að gera breytingar á henni.“ Snúist um hvort skýrsla hafi verið tilbúin þegar tæknifundi lauk Í viðtali við Vísi á sunnudag sagði Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, að í sínum huga væri málið „algjör þvæla“. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ sagði Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ sagði Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ sagði Andri. Hafi mátt vita að óheimilt væri að gera breytingar Andri spyr sig jafnframt hvað gerist þá ef að til dæmis ferð seinki hjá Herjólfi, svo að lið sé ekki mætt á leikstað klukkutíma fyrir leik, en í úrskurði Dómstóls HSÍ segir að slíkar vangaveltur breyti ekki þeirri staðreynd að fyrir þennan bikarleik hafi verið hægt að staðfesta leikskýrslur tímanlega. Í dómnum segir: „Ekki verður séð að lög, reglugerðir eða handbækur HSÍ geymi leiðbeiningar um afleiðingar þess ef óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir að tæknifundur verði haldinn með þeim hætti sem lýst er í 7. gr. reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót. Þar af leiðandi er ekki loku fyrir það skotið bregðast þurfi við með sérstökum hætti ef aðstandendum leikja er af einhverjum ástæðum ókleift að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar um form og efni tæknifundar. Slíkar aðstæður verða þó ekki taldar vera uppi í þessu máli. Óumdeilt er að kl. 14:57 í síðasta lagi [leikurinn hófst klukkan 16:00] hafi bæði kærandi og kærði verið í aðstöðu til að staðfesta leikskýrslur í forritinu „HB ritari“, enda slógu þá forráðamenn beggja aðila inn „pin“ númer sín í forritið. Báðum aðilum var því kleift að gera breytingar á leikskýrslu meira en 60 mínútum fyrir leik og máttu báðir aðilar vita að eftir það tímamark var óheimilt að gera á þeim breytingar. Þar sem óumdeilt er að kærði gerði breytingar á leikskýrslu sinni þegar minna en 60 mínútur voru til leiks verður að telja að þær breytingar hafi verið óheimilar. Þar af leiðandi hafi kærða verið óheimilt að nota leikmann nr. 84, Andra Fannar Róbertsson, í leiknum. Óumdeilt er að leikmaðurinn tók þátt í leiknum.“
Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar segist eiga meira inni EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Sjá meira