Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 27. nóvember 2024 11:20 Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Það að tryggja launafólki réttlátan hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta verkefni sem við stöndum ætíð frammi fyrir. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að verja hagsmuni fólksins. Það er hart sótt að réttindum okkar og okkur talin trú um að staða verkalýðsfélaga sé of sterk í þessari baráttu. Þegar fulltrúar hægri flokkanna slá um sig með frösum um að valdefla þurfi embættismenn eins og ríkissáttasemjara aðeins til þess að hafa hemil á launafólki þá verðum við að staldra við og velta fyrir okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að veikja stöðu fólksins til þess eins að styrkja stöðu mótaðilans. Við samningaborðið skiptir formfesta og jafnræði gríðarlegu máli. Það að vera með sterk samtök atvinnurekenda sem og sterk samtök launafólks er grunnforsenda réttlátra kjarasamninga þar sem verðmætum er skipt á forsendum samningsaðilanna. Þroskaður og skipulagður vinnumarkaður er því lykilatriði. Þar hafa embættismenn það hlutverk að draga samningsaðila að samningaborðinu og stuðla að framþróun samtalsins, óski samningsaðilar aðstoðar. Meiri kröfur á Íslandi en víðast hvar Á Íslandi eru gerðar ríkari kröfur til samningsaðila, sérstaklega launafólks, þegar kemur að því að beita viðsemjendur þrýstingi. Á sama tíma eru líka ríkari heimildir hér fyrir samtök atvinnurekenda til þess að beita þrýstingi á móti, t.d. með verkbanni. Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að hvers kyns breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni skuli aðeins gerðar að undangengnu víðtæku samráði og samtali við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn í heild. Ekkert um launafólk án aðkomu launafólks. Ég mun beita mér af alefli fyrir hagsmunum launafólks á Alþingi fái ég til þess traust. Ég þekki vitanlega afar vel til þessa málaflokks eftir að hafa verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá árinu 2011, forseti Alþýðusambands Íslands á árunum 2022 og 2023 og setið í miðstjórn ASÍ síðastliðin 13 ár. Nú verðum við launafólk að fylkja liði. Sameinumst og kjósum þann flokk sem er með skýrt plan og hefur kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á forsendum fólksins í landinu. Setjum x við S á laugardaginn! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrrverandi forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Það að tryggja launafólki réttlátan hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta verkefni sem við stöndum ætíð frammi fyrir. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að verja hagsmuni fólksins. Það er hart sótt að réttindum okkar og okkur talin trú um að staða verkalýðsfélaga sé of sterk í þessari baráttu. Þegar fulltrúar hægri flokkanna slá um sig með frösum um að valdefla þurfi embættismenn eins og ríkissáttasemjara aðeins til þess að hafa hemil á launafólki þá verðum við að staldra við og velta fyrir okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að veikja stöðu fólksins til þess eins að styrkja stöðu mótaðilans. Við samningaborðið skiptir formfesta og jafnræði gríðarlegu máli. Það að vera með sterk samtök atvinnurekenda sem og sterk samtök launafólks er grunnforsenda réttlátra kjarasamninga þar sem verðmætum er skipt á forsendum samningsaðilanna. Þroskaður og skipulagður vinnumarkaður er því lykilatriði. Þar hafa embættismenn það hlutverk að draga samningsaðila að samningaborðinu og stuðla að framþróun samtalsins, óski samningsaðilar aðstoðar. Meiri kröfur á Íslandi en víðast hvar Á Íslandi eru gerðar ríkari kröfur til samningsaðila, sérstaklega launafólks, þegar kemur að því að beita viðsemjendur þrýstingi. Á sama tíma eru líka ríkari heimildir hér fyrir samtök atvinnurekenda til þess að beita þrýstingi á móti, t.d. með verkbanni. Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að hvers kyns breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni skuli aðeins gerðar að undangengnu víðtæku samráði og samtali við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn í heild. Ekkert um launafólk án aðkomu launafólks. Ég mun beita mér af alefli fyrir hagsmunum launafólks á Alþingi fái ég til þess traust. Ég þekki vitanlega afar vel til þessa málaflokks eftir að hafa verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá árinu 2011, forseti Alþýðusambands Íslands á árunum 2022 og 2023 og setið í miðstjórn ASÍ síðastliðin 13 ár. Nú verðum við launafólk að fylkja liði. Sameinumst og kjósum þann flokk sem er með skýrt plan og hefur kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á forsendum fólksins í landinu. Setjum x við S á laugardaginn! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrrverandi forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar