Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 10:42 Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi. Borgararéttindi Það sem dró mig upphaflega að Pírötum, löngu áður en ég fór að taka þátt í starfinu voru opin og heiðarleg stjórnmál, borgararéttindi, valdefling almennings í gegnum opin lýðræðisleg kerfi, frelsi og mannréttindi í stafrænum heimi. Allt þetta framreiddu Píratar með sínum einstaka pönkaralega stíl. Fólkið fram yfir KERFIÐ Píratar hafa alltaf verið framsækin flokkur með stórar róttækar hugmyndir. Fyrir tíma Pírata þekktist það nánast ekki að flokkar sætu þegjandi undir því þegar annað stjórnmálafólk tileinkaði sér hugmyndir þeirra og hugsjónir. Píratar eru öðruvísi flokkur sem talar fyrir öðruvísi stjórnmálum. Píratar fagna því þegar annað stjórnmálafólk fer að tala eins og Pírati. Þessar hugsjónir eru oft óvinsælar þegar þær eru fyrst settar fram en verða svo hluti af umræðunni og þarna grundvallast mikilvægi Pírata. Fyrir nokkrum árum þá þótti það róttæk skoðun að afglæpavæða vímuefni, hætta að refsa notendum og hjálpa þeim frekar. Píratar voru óhrædd að setja þetta mikilvæga heilbrigðismál á dagskrá og í dag þykir þetta mjög eðlilegt stefnumál. Eitthvað sem hægt er að kalla „main stream“ þetta má sjá á stefnuskrá margra flokka sem hafa nákvæmlega þetta stóra Píratamál á sinni stefnuskrá. Píratar vilja að þú ráðir Beint lýðræði var ekki á dagskrá fyrir svo mörgum árum en er það nú. Margir flokkar tala fyrir auknum þjóðaratkvæðagreiðslum í tengslum við stærri mál er snerta þjóðina eins t.d. ESB og aðild að NATO. Þrátt fyrir að flokkar vísi ekki með beinum hætti í beint lýðræði þá er það öllum ljóst sem vilja sjá að þessi málflutningur talar fyrir auknu beinu lýðræði. Nakti keisarinn Gagnsæ stjórnmál hafa líka rutt sér meira til rúms með tilkomu Pírata og mikið hefur verið hnýtt í þingfólk flokksins vegna fjölda fyrirspurna, sem hafa meðal annars leitt til þess að almenningur hefur fengið upplýsingar er varða þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Mér þykir mikilvægt að benda á að Píratar eru einstök rödd í íslenskum stjórnmálum sem hafa rutt braut margra þeirra stefnumála sem aðrir flokkar boða nú og þykja sjálfsögð. Það háir Pírötum svolítið að slæmt umtal sem skapast þegar brautin er rudd, og það umtal virðist oft loða við okkur og við eigum erfitt með að hrista stimpilinn af okkur. Eins og þegar brautin fyrir afglæpavæðingu var rudd þá skapaðist stemning fyrir því að mála flokkinn sem hassreykjandi kjána vegna þessara “róttæku” hugmynda. Treystir þú Alþingi án Pírata? Það að koma málum á dagskrá er ekki alltaf vinsælt, það gefur Pírötum yfirleitt ekki gott umtal og skapar oft “óstjórntæka” ímynd af flokknum, Það má spyrja sig hvort það sé ásættanlegur fórnarkostnaður en þegar allt kemur til alls, þá munu Píratar aldrei skorast undan því að taka slagi þegar þess þarf eða skipta um skoðun ef að samferðafólk okkar - hvort sem er úti í samfélaginu eða í stjórnmálum - færir okkur nýjar upplýsingar sem skipta máli fyrir umræðuna. Píratar vilja mest af öllu leiða saman ólík sjónarmið frá öllum hornum samfélagsins svo hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Ég skrifa þennan pistil vegna þess að Píratar fagna því þegar aðrir flokkar af heiðarleika og hugsjón taka upp okkar mál og gera þau að sínum eigin. Það er nefnilega ein af grunnstefnum Pírata að styðja góð mál sama hvaðan þau koma. Öll mál hafa áhrif á “allt hitt” Píratar eru með gríðarlega metnaðarfullar stefnur, þar ber kannski helst að nefna í ljósi þeirra mála sem helst eru í forgrunni í þessum kosningum, húsnæðisstefnu, menntastefnu og efnahagsstefnu. Það eru málefni sem margir flokkar virðast vera sammála um og virðast einnig vera sammála um útfærsluna. Ég minni á að Píratar styðja alltaf góð mál sama hvaðan þau koma. Það eru hinsvegar öðruvísi aðferðir, öðruvísi nálgun og öðruvísi umræða sem ræður því að ég kýs Pírata. Mig langar til að biðja ykkur að hafa þetta í huga þegar þið gangið inn í kjörklefann á laugardaginn og spyrja ykkur að eftirfarandi spurningu: “Hafa Píratar haft áhrif á samfélagið og þykir þér þau áhrif mikilvæg?” Ef þú vilt framsækinn, róttækan flokk sem þorir að sameina ólík sjónarmið þá ættir þú að setja X við P. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi. Borgararéttindi Það sem dró mig upphaflega að Pírötum, löngu áður en ég fór að taka þátt í starfinu voru opin og heiðarleg stjórnmál, borgararéttindi, valdefling almennings í gegnum opin lýðræðisleg kerfi, frelsi og mannréttindi í stafrænum heimi. Allt þetta framreiddu Píratar með sínum einstaka pönkaralega stíl. Fólkið fram yfir KERFIÐ Píratar hafa alltaf verið framsækin flokkur með stórar róttækar hugmyndir. Fyrir tíma Pírata þekktist það nánast ekki að flokkar sætu þegjandi undir því þegar annað stjórnmálafólk tileinkaði sér hugmyndir þeirra og hugsjónir. Píratar eru öðruvísi flokkur sem talar fyrir öðruvísi stjórnmálum. Píratar fagna því þegar annað stjórnmálafólk fer að tala eins og Pírati. Þessar hugsjónir eru oft óvinsælar þegar þær eru fyrst settar fram en verða svo hluti af umræðunni og þarna grundvallast mikilvægi Pírata. Fyrir nokkrum árum þá þótti það róttæk skoðun að afglæpavæða vímuefni, hætta að refsa notendum og hjálpa þeim frekar. Píratar voru óhrædd að setja þetta mikilvæga heilbrigðismál á dagskrá og í dag þykir þetta mjög eðlilegt stefnumál. Eitthvað sem hægt er að kalla „main stream“ þetta má sjá á stefnuskrá margra flokka sem hafa nákvæmlega þetta stóra Píratamál á sinni stefnuskrá. Píratar vilja að þú ráðir Beint lýðræði var ekki á dagskrá fyrir svo mörgum árum en er það nú. Margir flokkar tala fyrir auknum þjóðaratkvæðagreiðslum í tengslum við stærri mál er snerta þjóðina eins t.d. ESB og aðild að NATO. Þrátt fyrir að flokkar vísi ekki með beinum hætti í beint lýðræði þá er það öllum ljóst sem vilja sjá að þessi málflutningur talar fyrir auknu beinu lýðræði. Nakti keisarinn Gagnsæ stjórnmál hafa líka rutt sér meira til rúms með tilkomu Pírata og mikið hefur verið hnýtt í þingfólk flokksins vegna fjölda fyrirspurna, sem hafa meðal annars leitt til þess að almenningur hefur fengið upplýsingar er varða þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Mér þykir mikilvægt að benda á að Píratar eru einstök rödd í íslenskum stjórnmálum sem hafa rutt braut margra þeirra stefnumála sem aðrir flokkar boða nú og þykja sjálfsögð. Það háir Pírötum svolítið að slæmt umtal sem skapast þegar brautin er rudd, og það umtal virðist oft loða við okkur og við eigum erfitt með að hrista stimpilinn af okkur. Eins og þegar brautin fyrir afglæpavæðingu var rudd þá skapaðist stemning fyrir því að mála flokkinn sem hassreykjandi kjána vegna þessara “róttæku” hugmynda. Treystir þú Alþingi án Pírata? Það að koma málum á dagskrá er ekki alltaf vinsælt, það gefur Pírötum yfirleitt ekki gott umtal og skapar oft “óstjórntæka” ímynd af flokknum, Það má spyrja sig hvort það sé ásættanlegur fórnarkostnaður en þegar allt kemur til alls, þá munu Píratar aldrei skorast undan því að taka slagi þegar þess þarf eða skipta um skoðun ef að samferðafólk okkar - hvort sem er úti í samfélaginu eða í stjórnmálum - færir okkur nýjar upplýsingar sem skipta máli fyrir umræðuna. Píratar vilja mest af öllu leiða saman ólík sjónarmið frá öllum hornum samfélagsins svo hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Ég skrifa þennan pistil vegna þess að Píratar fagna því þegar aðrir flokkar af heiðarleika og hugsjón taka upp okkar mál og gera þau að sínum eigin. Það er nefnilega ein af grunnstefnum Pírata að styðja góð mál sama hvaðan þau koma. Öll mál hafa áhrif á “allt hitt” Píratar eru með gríðarlega metnaðarfullar stefnur, þar ber kannski helst að nefna í ljósi þeirra mála sem helst eru í forgrunni í þessum kosningum, húsnæðisstefnu, menntastefnu og efnahagsstefnu. Það eru málefni sem margir flokkar virðast vera sammála um og virðast einnig vera sammála um útfærsluna. Ég minni á að Píratar styðja alltaf góð mál sama hvaðan þau koma. Það eru hinsvegar öðruvísi aðferðir, öðruvísi nálgun og öðruvísi umræða sem ræður því að ég kýs Pírata. Mig langar til að biðja ykkur að hafa þetta í huga þegar þið gangið inn í kjörklefann á laugardaginn og spyrja ykkur að eftirfarandi spurningu: “Hafa Píratar haft áhrif á samfélagið og þykir þér þau áhrif mikilvæg?” Ef þú vilt framsækinn, róttækan flokk sem þorir að sameina ólík sjónarmið þá ættir þú að setja X við P. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun