Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 21:01 Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skólaforðun er í raun ekki bara viðnám barns gegn skóla, heldur viðbragð við aðstæðum sem barn upplifir óyfirstíganlegar, kvíðvænlegar og valda því vanlíðan. Þetta á frekar rætur að rekja til aðstæðna sem þurfa úrbóta, frekar en vandamáls sem barnið sjálft ætti að „yfirstíga“. Aðeins með því að breyta nálgun okkar getum við raunverulega stutt börn og fjölskyldur þeirra í þessum sporum. Aðstæður barna sem þrífast ekki í skólakerfinu eru ekki einungis áskorun foreldra heldur verkefni skólans og samfélagsins í heild. Að mæta þessum börnum og taka utan um þau kallar á samþættingu þjónustu sem byggir á skilningi, samkennd og lausnamiðuðum aðferðum. Í þessu samhengi leika farsældarlögin stórt hlutverk. Farsældarlögin: Grundvöllur snemmíhlutunar Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi árið 2021, hefur opnast nýr farvegur fyrir samtal milli kerfa og snemmíhlutun. Lögin gera ráð fyrir að börn og fjölskyldur þeirra fái stuðning við hæfi án tafar og hindrana. Áður en farsældarlögin komu til sögunnar var algengt að foreldrar fengju ekki þá þjónustu sem þau þurftu, fyrr en of seint. Þau sátu oft ein uppi með vandamál sem þau skorti verkfæri til að leysa. Nú er þó hægt að grípa inn í fyrr með markvissari þjónustu og þrepaskiptu ferli sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að takast á við áskoranir sem þessa. Stuðningur við foreldra: Lífsnauðsynlegur þáttur Fyrir foreldra er „skólaforðun“ barns oft ógnvænleg lífsreynsla. Hún leiðir til endurtekinna og krefjandi samskipta við skóla, heilbrigðisþjónustu og jafnvel barnavernd. Daglegt líf getur breyst í sífellda baráttu, þar sem morgnar einkennast af áhyggjum og árekstrum við barn sem upplifir vanmátt gagnvart að fara í skóla. Á meðan foreldrarnir reyna að gera sitt besta, finna þeir oft fyrir mikilli vanmáttarkennd og jafnvel fordómum. Í stað þess að fá skilning og stuðning, mæta þau stundum því viðhorfi að vandamálið liggi hjá þeim eða í uppeldisaðferðum þeirra. Þetta skapar mikla streitu og hefur áhrif á samskipti og líðan innan fjölskyldunnar. Hvað þarf til og af hverju skiptir máli að kjósa Framsókn? Til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við skólaforðun þarf að leggja aukna áherslu á að efla samstarf milli kerfa, fræða samfélagið og tryggja aðgengi að sérfræðiaðstoð. Með farsældarlögunum hefur grunnur verið lagður að nýrri nálgun sem byggir á samkennd og lausnamiðuðum aðgerðum, þar sem skólinn, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinna saman. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í þessum breytingum og er lögð sérstök áhersla á að styrkja fjölskyldur og tryggja að börn fái þann stuðning sem þau þurfa. En ferlinu er ekki lokið. Við verðum að halda áfram að þróa kerfið, bæta þjónustuna og tryggja að stuðningurinn nái til allra sem þurfa á honum að halda. Þetta kallar á meiri tíma, fjármagn og pólitískan vilja til að fylgja farsældarlögunum eftir af fullum krafti. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann skilur þörfina fyrir samþættingu þjónustu og snemmíhlutun og hefur lagt áherslu á að gera líf barna og fjölskyldna þeirra betra. Þess vegna skiptir máli að kjósa Framsókn. Með því að veita flokknum umboð til að halda áfram að byggja upp farsældarkerfið og vinna að betri framtíð fyrir börn okkar tryggjum við að ekkert foreldri standi eitt í erfiðum aðstæðum. Framsókn er flokkur lausna, skilnings og raunverulegs stuðnings – og sú framtíðarsýn mun gera gæfumuninn fyrir fjölskyldur um allt land. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skólaforðun er í raun ekki bara viðnám barns gegn skóla, heldur viðbragð við aðstæðum sem barn upplifir óyfirstíganlegar, kvíðvænlegar og valda því vanlíðan. Þetta á frekar rætur að rekja til aðstæðna sem þurfa úrbóta, frekar en vandamáls sem barnið sjálft ætti að „yfirstíga“. Aðeins með því að breyta nálgun okkar getum við raunverulega stutt börn og fjölskyldur þeirra í þessum sporum. Aðstæður barna sem þrífast ekki í skólakerfinu eru ekki einungis áskorun foreldra heldur verkefni skólans og samfélagsins í heild. Að mæta þessum börnum og taka utan um þau kallar á samþættingu þjónustu sem byggir á skilningi, samkennd og lausnamiðuðum aðferðum. Í þessu samhengi leika farsældarlögin stórt hlutverk. Farsældarlögin: Grundvöllur snemmíhlutunar Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi árið 2021, hefur opnast nýr farvegur fyrir samtal milli kerfa og snemmíhlutun. Lögin gera ráð fyrir að börn og fjölskyldur þeirra fái stuðning við hæfi án tafar og hindrana. Áður en farsældarlögin komu til sögunnar var algengt að foreldrar fengju ekki þá þjónustu sem þau þurftu, fyrr en of seint. Þau sátu oft ein uppi með vandamál sem þau skorti verkfæri til að leysa. Nú er þó hægt að grípa inn í fyrr með markvissari þjónustu og þrepaskiptu ferli sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að takast á við áskoranir sem þessa. Stuðningur við foreldra: Lífsnauðsynlegur þáttur Fyrir foreldra er „skólaforðun“ barns oft ógnvænleg lífsreynsla. Hún leiðir til endurtekinna og krefjandi samskipta við skóla, heilbrigðisþjónustu og jafnvel barnavernd. Daglegt líf getur breyst í sífellda baráttu, þar sem morgnar einkennast af áhyggjum og árekstrum við barn sem upplifir vanmátt gagnvart að fara í skóla. Á meðan foreldrarnir reyna að gera sitt besta, finna þeir oft fyrir mikilli vanmáttarkennd og jafnvel fordómum. Í stað þess að fá skilning og stuðning, mæta þau stundum því viðhorfi að vandamálið liggi hjá þeim eða í uppeldisaðferðum þeirra. Þetta skapar mikla streitu og hefur áhrif á samskipti og líðan innan fjölskyldunnar. Hvað þarf til og af hverju skiptir máli að kjósa Framsókn? Til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við skólaforðun þarf að leggja aukna áherslu á að efla samstarf milli kerfa, fræða samfélagið og tryggja aðgengi að sérfræðiaðstoð. Með farsældarlögunum hefur grunnur verið lagður að nýrri nálgun sem byggir á samkennd og lausnamiðuðum aðgerðum, þar sem skólinn, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinna saman. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í þessum breytingum og er lögð sérstök áhersla á að styrkja fjölskyldur og tryggja að börn fái þann stuðning sem þau þurfa. En ferlinu er ekki lokið. Við verðum að halda áfram að þróa kerfið, bæta þjónustuna og tryggja að stuðningurinn nái til allra sem þurfa á honum að halda. Þetta kallar á meiri tíma, fjármagn og pólitískan vilja til að fylgja farsældarlögunum eftir af fullum krafti. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann skilur þörfina fyrir samþættingu þjónustu og snemmíhlutun og hefur lagt áherslu á að gera líf barna og fjölskyldna þeirra betra. Þess vegna skiptir máli að kjósa Framsókn. Með því að veita flokknum umboð til að halda áfram að byggja upp farsældarkerfið og vinna að betri framtíð fyrir börn okkar tryggjum við að ekkert foreldri standi eitt í erfiðum aðstæðum. Framsókn er flokkur lausna, skilnings og raunverulegs stuðnings – og sú framtíðarsýn mun gera gæfumuninn fyrir fjölskyldur um allt land. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar