Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2024 14:20 Körfuboltasérfræðingurinn Hermann Hauksson vaknaði með harðsperrur í morgun eftir áhorf gærkvöldsins. Vísir Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hauksson, sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, lofar landsliðsmenn karla í hástert eftir frækinn sigur á Ítalíu ytra í gærkvöld. Sigurinn er ekki aðeins merkilegur, heldur einnig þýðingarmikill. Hermann fylgdist með límdur við skjáinn, líkt og margur annar, þegar íslenska liðið mætti því ítalska í gær. Ísland hóf leikinn af gríðarmiklum krafti og náði snemma fínni forystu. Sterkt lið Ítala átti sínar rispur og vann sig inn í leikinn en alltaf áttu strákarnir okkar svar við þeirra áhlaupum. Aðspurður um hvernig honum hafi liðið við áhorfið segir Hermann: „Mér leið alveg stórkostlega. Frá fyrstu mínútu fannst mér þeir koma ótrúlega einbeittir til leiks og þegar kom undir lokin var maður nú eiginlega hálf standandi síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Ég er eiginlega með harðsperrur í dag. En þetta var bara stórkostlegt. Allt við þennan leik var hrikalega vel framkvæmt.“ Með því stærsta sem Ísland hefur afrekað á körfuboltavelli Ítalía mætti, í það minnsta á pappír, með sterkara lið til leiks í gær en í stórsigri þeirra á Íslandi á föstudagskvöldið var. Þeirra stærstu stjörnur, sem leika í EuroLeague, mættu til leiks í gær eftir að hafa verið fjarverandi þegar liðin mættust í höllinni. Hermann segir þennan útisigur á fjórtánda besta liði heims, samkvæmt heimslista FIBA, vera ofarlega yfir þá bestu í sögunni. „Ég held að þetta sé nú bara með því stærsta sem við höfum afrekað á körfuboltavelli sem landslið. Þetta er stórþjóð sem við erum að vinna þarna á útivelli. Við höfum unnið þá hérna heima áður en að vinna þá á útivelli, þar sem þeir tapa ekki mörgum leikjum og stemningin og annað slíkt sem myndast þarna á Ítalíu er mikil. Að sigla þessu í land eftir frekar slæman leik hérna heima um daginn sýnir þvílíkan styrk. Það voru ekki margir sem bjuggust við þessu,“ segir Hermann. Lið sem á skilið að vera á EM Sigurinn er ekki aðeins stór í sögulegu samhengi heldur einnig afskaplega mikilvægur fyrir íslenska liðið í sókninni eftir sæti á Evrópumótinu, EuroBasket. Ísland hefur ekki komist á EM síðan 2017. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig, tveimur á undan Ungverjum sem eru á botninum með fjögur. Tvö stig fást fyrir sigur en eitt fyrir tap. Tyrkir og Ítalir eru þar fyrir ofan með sjö stig og eru bæði örugg á mótið. Þrjú efstu liðin fara á EM og ljóst að Íslandi dugar sigur gegn annað hvort Ungverjum ytra eða Tyrkjum heima í lokaleikjum riðilsins í febrúar til að komast á EM. „Nú erum við bara með þetta í okkar höndum. Það er þannig sem ég veit að þessir strákar vilja hafa þetta. Leikurinn í Ungverjalandi í febrúar og hérna heima á móti Tyrkjum, þetta eru leikir sem að við eigum að geta unnið. Vonandi verða allir klárir í bátana og allir heilir á réttum tímapunkti. Ég veit að það er gríðarleg stemning innan hópsins og þetta er lið sem við þurfum að sjá á EuroBasket, þetta er bara það gott lið,“ segir Hermann, sem er faðir atvinnumannsins Martins Hermannssonar sem missti af Ítalíuleikjunum vegna meiðsla. Martin er kominn á fullt á æfingum með liði sínu Alba Berlín í Þýskalandi og vonast til að hann geti tekið þátt í leikjunum í febrúar. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Hermann fylgdist með límdur við skjáinn, líkt og margur annar, þegar íslenska liðið mætti því ítalska í gær. Ísland hóf leikinn af gríðarmiklum krafti og náði snemma fínni forystu. Sterkt lið Ítala átti sínar rispur og vann sig inn í leikinn en alltaf áttu strákarnir okkar svar við þeirra áhlaupum. Aðspurður um hvernig honum hafi liðið við áhorfið segir Hermann: „Mér leið alveg stórkostlega. Frá fyrstu mínútu fannst mér þeir koma ótrúlega einbeittir til leiks og þegar kom undir lokin var maður nú eiginlega hálf standandi síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Ég er eiginlega með harðsperrur í dag. En þetta var bara stórkostlegt. Allt við þennan leik var hrikalega vel framkvæmt.“ Með því stærsta sem Ísland hefur afrekað á körfuboltavelli Ítalía mætti, í það minnsta á pappír, með sterkara lið til leiks í gær en í stórsigri þeirra á Íslandi á föstudagskvöldið var. Þeirra stærstu stjörnur, sem leika í EuroLeague, mættu til leiks í gær eftir að hafa verið fjarverandi þegar liðin mættust í höllinni. Hermann segir þennan útisigur á fjórtánda besta liði heims, samkvæmt heimslista FIBA, vera ofarlega yfir þá bestu í sögunni. „Ég held að þetta sé nú bara með því stærsta sem við höfum afrekað á körfuboltavelli sem landslið. Þetta er stórþjóð sem við erum að vinna þarna á útivelli. Við höfum unnið þá hérna heima áður en að vinna þá á útivelli, þar sem þeir tapa ekki mörgum leikjum og stemningin og annað slíkt sem myndast þarna á Ítalíu er mikil. Að sigla þessu í land eftir frekar slæman leik hérna heima um daginn sýnir þvílíkan styrk. Það voru ekki margir sem bjuggust við þessu,“ segir Hermann. Lið sem á skilið að vera á EM Sigurinn er ekki aðeins stór í sögulegu samhengi heldur einnig afskaplega mikilvægur fyrir íslenska liðið í sókninni eftir sæti á Evrópumótinu, EuroBasket. Ísland hefur ekki komist á EM síðan 2017. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig, tveimur á undan Ungverjum sem eru á botninum með fjögur. Tvö stig fást fyrir sigur en eitt fyrir tap. Tyrkir og Ítalir eru þar fyrir ofan með sjö stig og eru bæði örugg á mótið. Þrjú efstu liðin fara á EM og ljóst að Íslandi dugar sigur gegn annað hvort Ungverjum ytra eða Tyrkjum heima í lokaleikjum riðilsins í febrúar til að komast á EM. „Nú erum við bara með þetta í okkar höndum. Það er þannig sem ég veit að þessir strákar vilja hafa þetta. Leikurinn í Ungverjalandi í febrúar og hérna heima á móti Tyrkjum, þetta eru leikir sem að við eigum að geta unnið. Vonandi verða allir klárir í bátana og allir heilir á réttum tímapunkti. Ég veit að það er gríðarleg stemning innan hópsins og þetta er lið sem við þurfum að sjá á EuroBasket, þetta er bara það gott lið,“ segir Hermann, sem er faðir atvinnumannsins Martins Hermannssonar sem missti af Ítalíuleikjunum vegna meiðsla. Martin er kominn á fullt á æfingum með liði sínu Alba Berlín í Þýskalandi og vonast til að hann geti tekið þátt í leikjunum í febrúar.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira