Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2024 13:12 Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi. Tryggja þarf að þessi störf verði áfram til og að fleiri, verðmætari störf, verði til í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þess skýra sýn. Nú sem áður leggur flokkurinn áherslu á að auka gæði og tryggja jákvæða upplifun ferðamanna. Skapa forsendur fyrir því að ferðamenn geti dreift sér í auknum mæli á milli ferðamannastaða allt árið um kring, og tengja saman gæði, nýtingu auðlinda, verndun náttúru og upplifun. Til þess er leikurinn gerður. Er ferðaþjónusta óþrjótandi tekjulind? Í aðdraganda kosninga hafa vinstri flokkarnir aftur á móti keppt sín á milli um að finna ferðaþjónustunni sem mest til foráttu. Húsnæðisvandinn er, að þeirra sögn, ferðaþjónustu að kenna, verðbólgan því líka, háa vaxtastigið og svo mætti áfram telja. Vinstrið hefur lagt til ýmsar „lausnir” á þessum meinta ferðaþjónustuvanda íslensku þjóðarinnar. Þar er meðal annars að finna hugmyndir um tómthússkatt, auðlindagjöld á ferðamenn, hækkun virðisaukaskatts, og komu- og brottfaragjöld. Svo margar eru hugmyndirnar til skattpíningar að ætla má að helsta markmið vinstri flokkanna sé að kæfa íslenska ferðaþjónustu - draga úr henni allan þrótt. Ferðaþjónusta skilaði um 155 milljörðum í skatttekjur árið 2022, er ekki nóg komið? Það getur verið skynsamlegt að leggjast í breytingar, og ef til vill hagkvæmara að beita tækjum álagsstýringar við sókn á náttúruperlur. Það verður hins vegar ekki gert með hækkun skatta eða nýjum gjöldum. Sjálfstæðisflokkurinn horfir á heildarmyndina. Ljóst er að samhliða breytingum þarf að horfa til þess að afnema aðra sértæka skattlagningu. Ella er samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja ógnað. Andrými til vaxtar Sjálfbær vöxtur ferðaþjónustu, og annarra atvinnugreina, í takt við samfélagið allt er æskilegur fyrir okkur öll. Nauðsynlegt er að tryggja íslenskum fyrirtækjunum andrými til að vaxa. Gleymum því ekki að hærri skattar hafa áhrif sem geta verið bæði umfangsmikil og kostnaðarsöm, þótt þeir hljómi stundum skaðlausir og bitni kannski bara á einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á að ryðja brautina til frekari lífskjaravaxtar með fyrirsjáanleika, festu og lægri sköttum - öllum til heilla. Öflugt atvinnulíf er enda forsenda velferðar fyrir okkur öll. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi. Tryggja þarf að þessi störf verði áfram til og að fleiri, verðmætari störf, verði til í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þess skýra sýn. Nú sem áður leggur flokkurinn áherslu á að auka gæði og tryggja jákvæða upplifun ferðamanna. Skapa forsendur fyrir því að ferðamenn geti dreift sér í auknum mæli á milli ferðamannastaða allt árið um kring, og tengja saman gæði, nýtingu auðlinda, verndun náttúru og upplifun. Til þess er leikurinn gerður. Er ferðaþjónusta óþrjótandi tekjulind? Í aðdraganda kosninga hafa vinstri flokkarnir aftur á móti keppt sín á milli um að finna ferðaþjónustunni sem mest til foráttu. Húsnæðisvandinn er, að þeirra sögn, ferðaþjónustu að kenna, verðbólgan því líka, háa vaxtastigið og svo mætti áfram telja. Vinstrið hefur lagt til ýmsar „lausnir” á þessum meinta ferðaþjónustuvanda íslensku þjóðarinnar. Þar er meðal annars að finna hugmyndir um tómthússkatt, auðlindagjöld á ferðamenn, hækkun virðisaukaskatts, og komu- og brottfaragjöld. Svo margar eru hugmyndirnar til skattpíningar að ætla má að helsta markmið vinstri flokkanna sé að kæfa íslenska ferðaþjónustu - draga úr henni allan þrótt. Ferðaþjónusta skilaði um 155 milljörðum í skatttekjur árið 2022, er ekki nóg komið? Það getur verið skynsamlegt að leggjast í breytingar, og ef til vill hagkvæmara að beita tækjum álagsstýringar við sókn á náttúruperlur. Það verður hins vegar ekki gert með hækkun skatta eða nýjum gjöldum. Sjálfstæðisflokkurinn horfir á heildarmyndina. Ljóst er að samhliða breytingum þarf að horfa til þess að afnema aðra sértæka skattlagningu. Ella er samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja ógnað. Andrými til vaxtar Sjálfbær vöxtur ferðaþjónustu, og annarra atvinnugreina, í takt við samfélagið allt er æskilegur fyrir okkur öll. Nauðsynlegt er að tryggja íslenskum fyrirtækjunum andrými til að vaxa. Gleymum því ekki að hærri skattar hafa áhrif sem geta verið bæði umfangsmikil og kostnaðarsöm, þótt þeir hljómi stundum skaðlausir og bitni kannski bara á einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á að ryðja brautina til frekari lífskjaravaxtar með fyrirsjáanleika, festu og lægri sköttum - öllum til heilla. Öflugt atvinnulíf er enda forsenda velferðar fyrir okkur öll. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar