Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar 26. nóvember 2024 12:43 Fjárlagafrumvarp með sjö milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar var samþykkt á Alþingi af tveimur stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn þeirra höfðu ekki umboð þjóðarinnar til slíkra verka. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa þeir aðeins 20% stuðning kjósenda, eru langt frá því að njóta trausts þjóðarinnar. Þjóðinn vill ekki taka þátt í vopnakaupum Fyrir fáeinum mánuðum valdi þjóðin forseta sem í kosningabaráttu sinni hafnaði alfarið vopnakaupum og tók afgerandi afstöðu með átaki til friðar. Sagðist heyra mikinn samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi. Vopnakaup væru hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið. Öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Við ættum að hjálpa með öðrum hætti en að senda vopn á vígvöllinn og vel væri hægt að semja um aðrar lausnir en þær að fjármagna vopnakaup. Þessi friðarboðskapur Höllu Tómasdóttur átti vafalaust stóran þátt í að hún náði kjöri sem forseti Íslands. Lofaði að gefa þjóðinni úrslitaatkvæði Halla Tómasdóttir birti þennan texta um málsskotsrétt forseta á heimasíðu sinni fyrir forsetaframboðið 2024: "Forseti Íslands hefur samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar heimild til að vísa lögum í dóm þjóðarinnar. Málskotsrétturinn er mikilvægur öryggisventill, sem Halla er staðráðin í að nýta ef svo virðist sem gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar. Hún telur mikilvægt að umgangast málskotsréttinn af virðingu og minnir á að forseta beri að hlusta vel á öll sjónarmið áður en komist er að þeirri niðurstöðu að þjóðin þurfi að hafa úrslitavald með atkvæðagreiðslu um hvort lögin öðlast gildi. Þetta gætu verið tilvik á borð við mannréttindi og grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða eins og var í tilfelli Icesave." Í Forystusæti RÚV varðandi málskotsrétt forseta segist Halla muni standa í lappir ef þörf er á. Ólafur Ragnar hafi gert rétt í að synja Icesave-samningum staðfestingar. „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ Í kappræðum mbl.is 31 maí sagði Halla Tómasdóttir: “Og nú spyr þjóðin um málskotsréttinn vegna þess að traustið á Alþingi er lágt og ég óttast ekki að nýta hann,“. Vopnakaupin eru landráð Vopnakaup þvert á þjóðarvilja, ekki til varnar landsins, fjármögnuð af skattfé Íslendinga, til styrjaldar í fjarlægu landi utan NATO, eru um leið stríðsyfirlýsing og ögrun gegn stórveldi búið kjarnorkuvopnum sem hefur hótað að svara fyrir sig. Þannig er Íslenskri þjóð stefnt í verulega hættu af glannalegum stjórnarathöfnum. Vopnakaupin eru á skjön við þjóðaröryggisstefnu landsins, NATO samninginn og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að stofna öryggi ríkisins í hættu með stuðningi við erlent ríki eru landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Rökfærslur fyrir landráði komu fram í tveimur umsögnum til Alþingis um Fjárlagafrumvarpið sem lágu fyrir þegar vopnakaupin voru samþykkt þar í trássi við vilja þjóðarinnar af þingmönnum starfsstjórnar sem njóta ekki lengur trausts almennings. Í umsögnum Friðar 2000 og Hildar Þórðardóttur fyrrum forsetaframbjóðanda sem stutt var af lögfræðiáliti voru færð rök fyrir því hversvegna vopnakaupin eru landráð. Mun forseti Íslands standa vörð um framtíð þjóðarinnar? Mun Halla Tómasdóttir beita málsskotsréttinum til að afstýra því stórslysi að rótgróin Íslensk friðarmenning víki fyrir ofbeldisfullri heimsvaldastefnu og viðskiptahagsmunum hergagnaframleiðanda sem hafa þjóð okkar og leiðtoga að leiksoppi? Eftir að hafa skoðað með lögmönnum vopnakaupin sem þegar hafa átt sér stað, og þá milljarða aukningu sem ráðgerð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025 er það niðurstaða Alþjóðastofnunarinnar Friðar 2000 að ráðamenn hafi framið landráð. Mun Halla Tómasdóttir svíkja kjósendur? Mun Halla standa við kosningaloforðin og hafna vopnakaupum? Eða mun hún sem forseti að svíkja sína kjósendur og sjálf fremja landráð? Sem forseti hlýtur Halla Tómasdóttir einnig að taka tillit til þess að gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar. Nú er komin upp sú staða að alþingismenn sem njóta ekki verulegs stuðnings meðal þjóðarinnar hafa lagt á ráðin með vopnakaup Íslendinga. Hvorki þessir alþingismenn né forseti Íslands hafa umboð til vopnakaupa frá þjóðinni. Halla Tómasdóttir hefur ekki svarað Friður 2000 hefur sent erindi til forseta Íslands ásamt undirskriftum á annað þúsund Íslendinga og leitað eftir afgerandi svari við því hvað forsetinn ætli að gera nú þegar vopnakaupin koma til henn ákvörðunar. Þrátt fyrir ítrekanir og símtöl hefur svar ekki borist. Á vefnum www.austurvollur.is má finna nánari upplýsingar. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp með sjö milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar var samþykkt á Alþingi af tveimur stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn þeirra höfðu ekki umboð þjóðarinnar til slíkra verka. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa þeir aðeins 20% stuðning kjósenda, eru langt frá því að njóta trausts þjóðarinnar. Þjóðinn vill ekki taka þátt í vopnakaupum Fyrir fáeinum mánuðum valdi þjóðin forseta sem í kosningabaráttu sinni hafnaði alfarið vopnakaupum og tók afgerandi afstöðu með átaki til friðar. Sagðist heyra mikinn samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi. Vopnakaup væru hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið. Öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Við ættum að hjálpa með öðrum hætti en að senda vopn á vígvöllinn og vel væri hægt að semja um aðrar lausnir en þær að fjármagna vopnakaup. Þessi friðarboðskapur Höllu Tómasdóttur átti vafalaust stóran þátt í að hún náði kjöri sem forseti Íslands. Lofaði að gefa þjóðinni úrslitaatkvæði Halla Tómasdóttir birti þennan texta um málsskotsrétt forseta á heimasíðu sinni fyrir forsetaframboðið 2024: "Forseti Íslands hefur samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar heimild til að vísa lögum í dóm þjóðarinnar. Málskotsrétturinn er mikilvægur öryggisventill, sem Halla er staðráðin í að nýta ef svo virðist sem gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar. Hún telur mikilvægt að umgangast málskotsréttinn af virðingu og minnir á að forseta beri að hlusta vel á öll sjónarmið áður en komist er að þeirri niðurstöðu að þjóðin þurfi að hafa úrslitavald með atkvæðagreiðslu um hvort lögin öðlast gildi. Þetta gætu verið tilvik á borð við mannréttindi og grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða eins og var í tilfelli Icesave." Í Forystusæti RÚV varðandi málskotsrétt forseta segist Halla muni standa í lappir ef þörf er á. Ólafur Ragnar hafi gert rétt í að synja Icesave-samningum staðfestingar. „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ Í kappræðum mbl.is 31 maí sagði Halla Tómasdóttir: “Og nú spyr þjóðin um málskotsréttinn vegna þess að traustið á Alþingi er lágt og ég óttast ekki að nýta hann,“. Vopnakaupin eru landráð Vopnakaup þvert á þjóðarvilja, ekki til varnar landsins, fjármögnuð af skattfé Íslendinga, til styrjaldar í fjarlægu landi utan NATO, eru um leið stríðsyfirlýsing og ögrun gegn stórveldi búið kjarnorkuvopnum sem hefur hótað að svara fyrir sig. Þannig er Íslenskri þjóð stefnt í verulega hættu af glannalegum stjórnarathöfnum. Vopnakaupin eru á skjön við þjóðaröryggisstefnu landsins, NATO samninginn og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að stofna öryggi ríkisins í hættu með stuðningi við erlent ríki eru landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Rökfærslur fyrir landráði komu fram í tveimur umsögnum til Alþingis um Fjárlagafrumvarpið sem lágu fyrir þegar vopnakaupin voru samþykkt þar í trássi við vilja þjóðarinnar af þingmönnum starfsstjórnar sem njóta ekki lengur trausts almennings. Í umsögnum Friðar 2000 og Hildar Þórðardóttur fyrrum forsetaframbjóðanda sem stutt var af lögfræðiáliti voru færð rök fyrir því hversvegna vopnakaupin eru landráð. Mun forseti Íslands standa vörð um framtíð þjóðarinnar? Mun Halla Tómasdóttir beita málsskotsréttinum til að afstýra því stórslysi að rótgróin Íslensk friðarmenning víki fyrir ofbeldisfullri heimsvaldastefnu og viðskiptahagsmunum hergagnaframleiðanda sem hafa þjóð okkar og leiðtoga að leiksoppi? Eftir að hafa skoðað með lögmönnum vopnakaupin sem þegar hafa átt sér stað, og þá milljarða aukningu sem ráðgerð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025 er það niðurstaða Alþjóðastofnunarinnar Friðar 2000 að ráðamenn hafi framið landráð. Mun Halla Tómasdóttir svíkja kjósendur? Mun Halla standa við kosningaloforðin og hafna vopnakaupum? Eða mun hún sem forseti að svíkja sína kjósendur og sjálf fremja landráð? Sem forseti hlýtur Halla Tómasdóttir einnig að taka tillit til þess að gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar. Nú er komin upp sú staða að alþingismenn sem njóta ekki verulegs stuðnings meðal þjóðarinnar hafa lagt á ráðin með vopnakaup Íslendinga. Hvorki þessir alþingismenn né forseti Íslands hafa umboð til vopnakaupa frá þjóðinni. Halla Tómasdóttir hefur ekki svarað Friður 2000 hefur sent erindi til forseta Íslands ásamt undirskriftum á annað þúsund Íslendinga og leitað eftir afgerandi svari við því hvað forsetinn ætli að gera nú þegar vopnakaupin koma til henn ákvörðunar. Þrátt fyrir ítrekanir og símtöl hefur svar ekki borist. Á vefnum www.austurvollur.is má finna nánari upplýsingar. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar