Þau ættu bæði að vera tennisaðdáendum vel kunnug. Hin spænska Badosa hefur hæst farið í annað sæti á heimslista yfir tennisleikara kvenna í einliðaleik, en Grikkinn Tsitsipas hefur hæst farið í þriðja sætið karlamegin.
Tennis- og padelþjálfarinn Luis Carillo birti mynd af sér með parinu í Tennishöllinni, auk þess sem Badosa hefur verið dugleg að birta myndir af ævintýrum parsins hér á landi á Instagram.