Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 07:00 Conor McGregor og Cristiano Ronaldo horfðu saman á hnefaleikabardaga í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Richard Pelham/Getty Images Nick Miller, íþróttablaðamaður The Athletic, segir að fótboltamenn ættu að halda sig fjarri Conor McGregor eftir að hann var dæmdur til að greiða konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi tugi milljóna í miskabætur. Nikita Hand sagði McGregor og annan mann hafa nauðgað sér árið 2018. Þar sem málið var fyrnt var ekki hægt að dæma McGregor í fangelsi en Hand höfðaði skaðabótamál á hendur bardagakappanum málglaða. Vann hún málið og þurfti McGregor að greiða rúmlega 36 milljónir íslenskar krónur í skaðabætur. Miller skrifar um málið fyrir The Athletic og hvernig McGregor hefur reynt að troða sér inn í knattspyrnuheiminn við hvert tilefni. Bendir hann á það þegar Írinn mætti á Emirates-völlinn í Lundúnum og heilsaði upp á Declan Rice og Bukayo Saka, leikmenn enska landsliðsins og Arsenal. View this post on Instagram A post shared by 1 ACCESS (@1access.co.uk) Arsenal bað McGregor um að yfirgefa völlinn sjálfan og gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það ætlaði að fara yfir verkferla þar sem McGregor hefði aldrei átt að komast á gras vallarins. McGregor var sömuleiðis í stúkunni þegar Arsenal sótti Newcastle United heim. Írinn hefur einnig sést á myndum með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt því að tala reglulega við Sergio Ramos á samfélagsmiðlum. Miller segir að McGregor hafi lengi vel haft það orðspor að vera erfiður í glasi og dansa á línunni með hina ýmsu hluti. Nú hafi hins vegar dómur fallið og því séu engar afsakanir löglegar lengur. Nú séu engar afsakanir leyfðar og enginn innan knattspyrnunnar ætti að hafa neitt með McGregor að gera. Fótbolti MMA Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira
Nikita Hand sagði McGregor og annan mann hafa nauðgað sér árið 2018. Þar sem málið var fyrnt var ekki hægt að dæma McGregor í fangelsi en Hand höfðaði skaðabótamál á hendur bardagakappanum málglaða. Vann hún málið og þurfti McGregor að greiða rúmlega 36 milljónir íslenskar krónur í skaðabætur. Miller skrifar um málið fyrir The Athletic og hvernig McGregor hefur reynt að troða sér inn í knattspyrnuheiminn við hvert tilefni. Bendir hann á það þegar Írinn mætti á Emirates-völlinn í Lundúnum og heilsaði upp á Declan Rice og Bukayo Saka, leikmenn enska landsliðsins og Arsenal. View this post on Instagram A post shared by 1 ACCESS (@1access.co.uk) Arsenal bað McGregor um að yfirgefa völlinn sjálfan og gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það ætlaði að fara yfir verkferla þar sem McGregor hefði aldrei átt að komast á gras vallarins. McGregor var sömuleiðis í stúkunni þegar Arsenal sótti Newcastle United heim. Írinn hefur einnig sést á myndum með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt því að tala reglulega við Sergio Ramos á samfélagsmiðlum. Miller segir að McGregor hafi lengi vel haft það orðspor að vera erfiður í glasi og dansa á línunni með hina ýmsu hluti. Nú hafi hins vegar dómur fallið og því séu engar afsakanir löglegar lengur. Nú séu engar afsakanir leyfðar og enginn innan knattspyrnunnar ætti að hafa neitt með McGregor að gera.
Fótbolti MMA Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira