Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 06:40 Sérfræðingar telja ólíklegt að Pútín láti til skarar skríða áður en Trump hefur tekið við stjórnartaumunum vestanhafs. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að nota Oreshnik-eldflaugar til að gera árásir á Kænugarð og segir afl vopnsins sambærilegt við kjarnorkuvopn ef ítrekaðar árásir eru gerðar á sama skotmark. Líkir hann afleiðingum slíkrar árásar við það sem gerist þegar loftsteinn fellur til jarðar. „Við vitum, sögulega, hvaða lofsteinar hafa fallið hvar og hverjar afleiðingarnar voru. Stundum voru þær þannig að heilu vötnin mynduðust,“ sagði Pútín í gær. Um er að ræða eldflaugina sem skotið var á Dnipro í síðustu viku og Pútín segir ekkert loftvarnakerfi geta grandað. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um stigmögnun átaka síðustu daga en Rússar hafa hert bæði árásir sínar og orðræðu eftir að Vesturlönd heimiluðu Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim gegn skotmörkum í Rússlandi. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís, segir fullyrðingar Pútín um máttleysi loftvarnakerfa gegn Oreshnik-eldflaugunum hreinan tilbúning. Pútín hafi lítinn skilning á vopnum og hafi áður haldið því fram að Kinzhal-flaugar Rússa gætu komist framhjá öllum kerfum en það hefði reynst rangt. Þá heldur Podolyak því einnig fram að Oreshnik sé í raun skáldskapur; um sé að ræða gamla breytta flaug, ekki nýtt vopn. Pútín notaði einnig tækifærið í gær og tjáði sig um stöðu mála vestanhafs. Sagði hann Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta, vel gefinn og að hann myndi finna lausn varðandi Úkraínu. Þá sagði hann Joe Biden, fráfarandi forseta, annað hvort hafa heimilað notkun bandarískra vopna í Úkraínu til að setja Trump í betri samningsstöðu eða til að gera honum erfiðara fyrir varðandi samskiptin við Rússa. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Vladimír Pútín Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Líkir hann afleiðingum slíkrar árásar við það sem gerist þegar loftsteinn fellur til jarðar. „Við vitum, sögulega, hvaða lofsteinar hafa fallið hvar og hverjar afleiðingarnar voru. Stundum voru þær þannig að heilu vötnin mynduðust,“ sagði Pútín í gær. Um er að ræða eldflaugina sem skotið var á Dnipro í síðustu viku og Pútín segir ekkert loftvarnakerfi geta grandað. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um stigmögnun átaka síðustu daga en Rússar hafa hert bæði árásir sínar og orðræðu eftir að Vesturlönd heimiluðu Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim gegn skotmörkum í Rússlandi. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís, segir fullyrðingar Pútín um máttleysi loftvarnakerfa gegn Oreshnik-eldflaugunum hreinan tilbúning. Pútín hafi lítinn skilning á vopnum og hafi áður haldið því fram að Kinzhal-flaugar Rússa gætu komist framhjá öllum kerfum en það hefði reynst rangt. Þá heldur Podolyak því einnig fram að Oreshnik sé í raun skáldskapur; um sé að ræða gamla breytta flaug, ekki nýtt vopn. Pútín notaði einnig tækifærið í gær og tjáði sig um stöðu mála vestanhafs. Sagði hann Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta, vel gefinn og að hann myndi finna lausn varðandi Úkraínu. Þá sagði hann Joe Biden, fráfarandi forseta, annað hvort hafa heimilað notkun bandarískra vopna í Úkraínu til að setja Trump í betri samningsstöðu eða til að gera honum erfiðara fyrir varðandi samskiptin við Rússa.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Vladimír Pútín Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira