Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 13:40 Menntakerfið er undirstaða samfélagsins en undanfarið hafa viðvörunarbjöllur hringt vegna stöðu þess á Íslandi. Skortur á kennurum, lág launakjör og vaxandi álag hafa grafið undan stoðum menntakerfisins hérlendis og ógna framtíð menntunar. Ýmsar töfralausnir hafa verið í umræðunni en það er eitt lykilatriði sem fer sjaldan hátt í þeirri umræðu: með því að greiða kennurum samkeppnishæf laun er hægt að fá menntaða kennara, sem hafa leitað í önnur störf, aftur til starfa í skólana. Laun kennara eru ekki aðeins kjaramál – þau eru jafnréttismál, byggðamál og grundvallarforsenda velgengni íslensks samfélags. Kjaradeila kennara, óvænt afskipti og sérfræðiþekking viðskiptaráðs hafa gert menntamál að mikilvægasta málefni þessara kosninga sem enginn er þó að ræða um, nema kannski örfáir kennarar sem ætla að flýja kennarastéttina fyrir starf á Alþingi Íslendinga. Það er óásættanlegt að menntun barna okkar fái ekki þá athygli sem hún á skilið í pólitískri umræðu og það er tímabært að boða breytingar í rekstri og viðhorfum. Ráða sveitarfélögin við verkefnið? Kennarar eru grunnstoð samfélagsins sem nauðsynlegt er að fjárfesta í. Á Íslandi bera sveitarfélög ábyrgð á rekstri grunnskólanna, að meðtöldum launum kennara. Stór hluti tekna sveitarfélaga fer í rekstur grunnskólanna og víða er fjárhagurinn þröngur. Það eru að verða 30 ár síðan rekstur grunnskólanna var fluttur frá ríkinu til sveitarfélaga. Kröfur til grunnskólanna um þjónustu hafa vaxið og þrátt fyrir góðan ásetning hefur reynslan sýnt að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Fíllinn í umræðunni hefur verið sá að sveitarfélögin ráða ekki við kostnaðinn, sem leiðir til þess að kennarar fá ekki laun til jafns við sambærilega sérfræðinga á vinnumarkaði. Afleiðingarnar eru kennaraskortur og kerfi sem ógnar framtíð menntunar í landinu. Ríkið þarf að taka ábyrgð Til að tryggja sjálfbært skólakerfi þarf að endurskoða rekstur þess. Sem kennari tel ég að laun og kjör kennara eigi að vera á ábyrgð ríkisins fremur en sveitarfélaga. Ríkið hefur mun öflugri tekjustofna og getur dreift kostnaðinum á landsvísu á meðan sveitarfélög fá svigrúm til að einbeita sér að rekstri skóla, innviðum og stuðningi við nemendur, því slíkri þjónustu er ávallt betur sinnt af nærsamfélaginu. Með því að fjárfesta í menntun, bjóða upp á mannsæmandi kjör og aðstæður og beina sjónum að því að fá menntaða kennara aftur til starfa, getum við tryggt að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð. Menntun er ekki kostnaður; hún er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Fyrsta skrefið að raunverulegum breytingum er að fjárfesta í kennurum, halda í þá sem enn starfa á gólfinu og fá kennara sem hafa horfið, aftur inn í skólana. Kennarar bera byrðarnar Kennarar fá ekki laun sem endurspegla menntun þeirra, ábyrgð og mikilvægi starfsins. Þetta hefur dregið úr aðdráttarafli kennarastarfsins og margir menntaðir kennarar hafa yfirgefið skólana. Skólakerfið glímir nú við alvarlegan kennaraskort, sem eykur álag á okkur sem eftir standa og hefur áhrif á gæði kennslunnar á sama tíma og kröfurnar aukast. Hlutfall ófaglærðra í kennslu hefur verið um 20% á síðustu árum sem þýðir að um einn af hverjum fimm á gólfinu er ekki með formlega kennaramenntun, sem getur haft áhrif á gæði kennslunnar og stuðning við nemendur. Engar vísbendingar eru um annað en að þetta hlutfall leiðbeinenda hækki að óbreyttu. Að ríkið stígi inn sem launagreiðandi kennara er líka jafnréttismál. Í jafnréttisparadísinni Íslandi er kvennastéttum enn haldið niðri í launum og kennarastéttin er þar engin undantekning. Í samanburði launa sem finna má á vef Hagstofunnar má sjá að laun kvenna á landsbyggðinni eru mun lægri en á höfuðborgarsvæðinu og munurinn hleypur á hundruðum þúsunda króna á ári. Þessi staða er að hluta skýrð af takmörkuðu atvinnuvali á landsbyggðinni, þar sem störf eins og kennsla og umönnun eru ráðandi, á meðan höfuðborgarsvæðið býður upp á fjölbreyttari atvinnumöguleika. Fjárfestum í börnunum okkar Í orðræðu um að íslenska skólakerfið sé með þeim dýrustu í heimi er ekki litið til þess að kostnaður skýrist meðal annars af skólaakstri í dreifðum sveitum þessa lands, misstórum skólum og því að skólahald byggist ekki á hagkvæmniútreikningum. Ég efa að nokkur vilji hverfa aftur til heimavistarskóla fyrir börn frá yngstu bekkjum, til þess að spara peninga. Skólarnir eru hjarta hvers byggðarkjarna og þegar litlu skólarnir hverfa þá fer lífið úr samfélaginu. Tölfræðin segir okkur að samfélög sem fjárfesta í kennurum uppskera á öllum sviðum. Nemendur standa sig betur, jöfnuður eykst og velferð samfélaga verður meiri. Þetta snýst því ekki um hvort menntun megi kosta, heldur hversu mikið við erum tilbúin að fjárfesta til að tryggja bjarta framtíð fyrir börnin okkar. Við verðum að snúa af þeirri braut að líta á menntun sem kostnað í rekstri sveitarfélaga, menntun er fjárfesting fyrir framtíðina, fyrir börnin okkar og fyrir samfélagið allt. Höfundur er kennari og oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Menntakerfið er undirstaða samfélagsins en undanfarið hafa viðvörunarbjöllur hringt vegna stöðu þess á Íslandi. Skortur á kennurum, lág launakjör og vaxandi álag hafa grafið undan stoðum menntakerfisins hérlendis og ógna framtíð menntunar. Ýmsar töfralausnir hafa verið í umræðunni en það er eitt lykilatriði sem fer sjaldan hátt í þeirri umræðu: með því að greiða kennurum samkeppnishæf laun er hægt að fá menntaða kennara, sem hafa leitað í önnur störf, aftur til starfa í skólana. Laun kennara eru ekki aðeins kjaramál – þau eru jafnréttismál, byggðamál og grundvallarforsenda velgengni íslensks samfélags. Kjaradeila kennara, óvænt afskipti og sérfræðiþekking viðskiptaráðs hafa gert menntamál að mikilvægasta málefni þessara kosninga sem enginn er þó að ræða um, nema kannski örfáir kennarar sem ætla að flýja kennarastéttina fyrir starf á Alþingi Íslendinga. Það er óásættanlegt að menntun barna okkar fái ekki þá athygli sem hún á skilið í pólitískri umræðu og það er tímabært að boða breytingar í rekstri og viðhorfum. Ráða sveitarfélögin við verkefnið? Kennarar eru grunnstoð samfélagsins sem nauðsynlegt er að fjárfesta í. Á Íslandi bera sveitarfélög ábyrgð á rekstri grunnskólanna, að meðtöldum launum kennara. Stór hluti tekna sveitarfélaga fer í rekstur grunnskólanna og víða er fjárhagurinn þröngur. Það eru að verða 30 ár síðan rekstur grunnskólanna var fluttur frá ríkinu til sveitarfélaga. Kröfur til grunnskólanna um þjónustu hafa vaxið og þrátt fyrir góðan ásetning hefur reynslan sýnt að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Fíllinn í umræðunni hefur verið sá að sveitarfélögin ráða ekki við kostnaðinn, sem leiðir til þess að kennarar fá ekki laun til jafns við sambærilega sérfræðinga á vinnumarkaði. Afleiðingarnar eru kennaraskortur og kerfi sem ógnar framtíð menntunar í landinu. Ríkið þarf að taka ábyrgð Til að tryggja sjálfbært skólakerfi þarf að endurskoða rekstur þess. Sem kennari tel ég að laun og kjör kennara eigi að vera á ábyrgð ríkisins fremur en sveitarfélaga. Ríkið hefur mun öflugri tekjustofna og getur dreift kostnaðinum á landsvísu á meðan sveitarfélög fá svigrúm til að einbeita sér að rekstri skóla, innviðum og stuðningi við nemendur, því slíkri þjónustu er ávallt betur sinnt af nærsamfélaginu. Með því að fjárfesta í menntun, bjóða upp á mannsæmandi kjör og aðstæður og beina sjónum að því að fá menntaða kennara aftur til starfa, getum við tryggt að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð. Menntun er ekki kostnaður; hún er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Fyrsta skrefið að raunverulegum breytingum er að fjárfesta í kennurum, halda í þá sem enn starfa á gólfinu og fá kennara sem hafa horfið, aftur inn í skólana. Kennarar bera byrðarnar Kennarar fá ekki laun sem endurspegla menntun þeirra, ábyrgð og mikilvægi starfsins. Þetta hefur dregið úr aðdráttarafli kennarastarfsins og margir menntaðir kennarar hafa yfirgefið skólana. Skólakerfið glímir nú við alvarlegan kennaraskort, sem eykur álag á okkur sem eftir standa og hefur áhrif á gæði kennslunnar á sama tíma og kröfurnar aukast. Hlutfall ófaglærðra í kennslu hefur verið um 20% á síðustu árum sem þýðir að um einn af hverjum fimm á gólfinu er ekki með formlega kennaramenntun, sem getur haft áhrif á gæði kennslunnar og stuðning við nemendur. Engar vísbendingar eru um annað en að þetta hlutfall leiðbeinenda hækki að óbreyttu. Að ríkið stígi inn sem launagreiðandi kennara er líka jafnréttismál. Í jafnréttisparadísinni Íslandi er kvennastéttum enn haldið niðri í launum og kennarastéttin er þar engin undantekning. Í samanburði launa sem finna má á vef Hagstofunnar má sjá að laun kvenna á landsbyggðinni eru mun lægri en á höfuðborgarsvæðinu og munurinn hleypur á hundruðum þúsunda króna á ári. Þessi staða er að hluta skýrð af takmörkuðu atvinnuvali á landsbyggðinni, þar sem störf eins og kennsla og umönnun eru ráðandi, á meðan höfuðborgarsvæðið býður upp á fjölbreyttari atvinnumöguleika. Fjárfestum í börnunum okkar Í orðræðu um að íslenska skólakerfið sé með þeim dýrustu í heimi er ekki litið til þess að kostnaður skýrist meðal annars af skólaakstri í dreifðum sveitum þessa lands, misstórum skólum og því að skólahald byggist ekki á hagkvæmniútreikningum. Ég efa að nokkur vilji hverfa aftur til heimavistarskóla fyrir börn frá yngstu bekkjum, til þess að spara peninga. Skólarnir eru hjarta hvers byggðarkjarna og þegar litlu skólarnir hverfa þá fer lífið úr samfélaginu. Tölfræðin segir okkur að samfélög sem fjárfesta í kennurum uppskera á öllum sviðum. Nemendur standa sig betur, jöfnuður eykst og velferð samfélaga verður meiri. Þetta snýst því ekki um hvort menntun megi kosta, heldur hversu mikið við erum tilbúin að fjárfesta til að tryggja bjarta framtíð fyrir börnin okkar. Við verðum að snúa af þeirri braut að líta á menntun sem kostnað í rekstri sveitarfélaga, menntun er fjárfesting fyrir framtíðina, fyrir börnin okkar og fyrir samfélagið allt. Höfundur er kennari og oddviti VG í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar